Fleiri fréttir

Verja 30 milljörðum í skóla- og frístundamál

Heildarútgjöld í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar nema 62,4 milljörðum króna á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem kynnt var í dag. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun fyrir árið í ár nema heildarútgjödl 58,8 milljörðum og því er ljóst að þau hækka um tæpa 3,6 milljarða króna. Stærsti málaflokkurinn er sem fyrr skóla- og frístundasvið en rétt rúmlega 30 milljörðum verður varið í hann á næsta ári, samkvæmt áætluninni. Tæpir 11, 6 milljarðar renna til velferðarsviðs og fimm milljarðar renna til íþrótta- og tómstundasviðs.

Klám flæðir yfir Facebook

Ný veira herjar nú á Facebook notendur um allan heim sem lýsir sér þannig að á Facebook síðum fólks birtast klámmyndir af svæsnustu sort. Vandamálið hefur verið að gera vart við sig í meira mæli undanfarna daga og nú er svo komið að notendur eru orðnir vægast sagt pirraðir. Það sem verra er, þá virkar vírusinn á þann hátt að svo virðist sem vinur þinn eða vinkona á Facebook sé að „pósta“ myndunum þrátt fyrir að vera alsaklaus af slíkri hegðun.

Ermotti tekur við stjórnartaumum UBS

Sergio Ermotti verður nýr forstjóri svissneska risabankans UBS. Þetta var tilkynnt í dag. Hann mun stýra umbreytingu fjárfestingarbankastarfsemi UBS, að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal.

Hlutabréfamarkaðir lækka í Evrópu

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa flestir sýnt lækkun á hlutabréfavístölum sínum í morgun. Þannig hefur Stoxx 600 vísitalan, samræmd vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu, lækkað um 1,7% það sem af er degi.

AGS hefur áhyggjur af bönkum í Kína

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af því að áhætta í rekstri kínveskra banka sé að aukast. Þetta kemur fram í áliti sjóðsins sem gert var opinbert í morgun og breska ríkisútvarpið BBC segir frá á vefsíðu sinni.

Tæplega 11,8 milljarðar af innlendum gjaldeyri til landsins

Seðlabankinn gaf heimildir til þess í fyrra að flytja inn tæplega 11,8 milljarða af aflandskrónum til landsins. Þessar heimildir voru veittar á grundvelli undanþága frá gjaldeyrishöftunum en höftin kveða m.a. á um að bannað sé að flytja þessar krónur til landsins.

Mikil aukning á sölu fasteigna í borginni

Alls var 113 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þetta er mikil aukning á fjöldi samninga frá vikunni á undan þegar þeir voru 74 talsins.

Heildaraflinn dróst saman um 4,7% milli ára í október

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði, metinn á föstu verði, var 4,7% minni en í október í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 0,4% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 77.063 tonnum í október, samanborið við 83.870 tonn í október í fyrra.

Soros spáir allsherjarhruni

Bréf frá George Soros, fjárfestinum þekkta, olli nokkrum titringi í síðasta mánuði en í því kom fram að henni teldi heiminn á barmi allsherjarhruns. Skuldavandi Evrópu og Bandaríkjanna var til umræðu í sjónvarpsþætti þar sem bréf Soros var rætt.

Minnkandi sala á fötum og skóm í október

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 1,9% á föstu verðlagi í október miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 2,9% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta dagvöruverslana í október saman um 0,1% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hefur hækkað um 4,8% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Kreditkortavelta eykst verulega milli ára í október

Veruleg aukning varð á heildarveltu kreditkorta milli ára í októbermánuði. Veltan var rúmlega 20 milljarðar króna í október síðastliðnum og jókst um tæp 21% frá október í fyrra. Milli september og október í ár jókst veltan um 2,4%.

Gengi krónunnar að veikjast

Gengi krónunnar hefur veikst síðustu vikur og má rekja það til þess að áhrif ferðaþjónustunnar og fiskútflutnings á krónuna fara dvínandi á haustin á sama tíma og innflutningur eykst vegna jólanna. Þannig veiktist gengið um rúmlega 0,6% í síðustu viku.

Fréttaskýring: Nútíma þrælahald er risaiðnaður

Mansal fer vaxandi og veltir í það minnsta 100 milljörðum dollara árlega á heimsvísu, eða sem nemur ríflega 11 þúsund milljörðum króna. Höfuðvígin eru Afríka, Asía og Austur-Evrópa.

Hlutabréf féllu í dag

Hlutabréfavísitölur féllu í dag og er ástæðan fyrst og fremst rakin til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af því að landið geti ýtt úr vör niðurskurðaraðgerðum sem fyrirhugaðar eru. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,8%, S&P 500 lækkaði um 1,1% og Nasdaq lækkaði um 0,9%.

Landsvirkjun greiði Ístak 26 milljónir

Landsvirkjun þarf að greiða Ístaki tæpar 26 milljónir króna vegna vinnu við Kárahnjúkastíflu, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.

Framtíðarheimili með 4G í Lágmúla

Nova hefur byggt upp 4G kerfi á hluta höfuðborgarsvæðisins samkvæmt tilraunaleyfi Póst- og fjarskiptastofnunar sem Nova fékk úthlutað í sumar. Í tilefni af því hefur Nova innréttað 4G íbúð í verslun sinni í Lágmúla 9 þar sem gestum og gangandi býðst að koma við og upplifa hvernig hin nýja 4G tækni kemur til með að nýtast á heimilum í framtíðinni.

Hátækni bankastarfsemi bjó Icesave vandann til

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í setningarræðu sinni á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um skuldavanda þjóða, sem haldin er í Genúa á Ítalíu og sett var í dag, að hátækni bankastarfsemi væri að gera eftirlitsstofnunum erfitt fyrir.

Vöxtur í Japan á nýjan leik

Hagvöxtur mælist nú í Japan að nýju eftir að jarðskjálftana í maí á þessu ári. Hagvöxturinn mældist 1,5% samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Óttast er að þetta verði skammgóður vermir þar sem töluverð áföll hafa riðið yfir efnahagslífið í Asíu undanfarin misseri, sem hafa áhrif á Japan.

Ólafur Ragnar: Ísland fylgist með vanda ESB úr fjarlægð

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpsstöðina að Íslendingar myndu fylgjast með því úr fjarlægð hvernig Evrópusambandinu myndi ganga að eiga við skuldavandann í Evrópu áður en tekin yrði ákvörðun um hvort við ættum heima í sambandinu.

Dohop semur við SEA á Ítalíu

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Dohop hefur gert samning við SEA á Ítalíu, rekstraraðila Malpensa flugvallarins í Mílanó, um þróun og rekstur sérsniðnar flugleitar fyrir vef flugvallarins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Dohop.

Ójafnvægi einkennir hlutabréfamarkaði

Hlutabréfamarkaðir halda áfram að sveiflast upp og niður eftir því hver tíðindin eru hverju sinni af þreifingum leiðtoga evrulandanna við að taka á skuldavandanum á svæðinu.

Verðbólgan enn til vandræða á Indlandi

Verðbólga á Indlandi mælist nú 9,73% en aðgerðir sem gripið hefur verið til þess að stemma stigu við þenslu í landinu hafa ekki gengið nægilega vel. Seðlabanki Indlands hækkaði vexti til þess að reyna að slá á verðbólguna og standa stýrivextir nú í 8,5%, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Harpa lýst með 5.500 perum

Nýlega var gengið frá samningi milli Jóhanns Ólafsson & Co. umboðsaðila OSRAM á Íslandi og rekstrarfélags Hörpunnar, um að allar perur sem notaðar séu í Hörpunni verði frá OSRAM.

Markaðir á jákvæðu nótunum í Evrópu

Markaðir í Evrópu eru flestir í grænum tölum eftir að þeir opnuðu í morgun. Hækkanir á vísitölum eru þó undir einu prósenti fyrir utan kauphöllina í Mílanó þar sem vísitalan hefur hækkað um rúmt 1,5%.

Gates: "Loksins fékk ég gráðuna mína"

Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi Microsoft, flutti ræðu fyrir útskriftarnema við Harvard háskóla sumarið 2007 sem þykir með hans bestu ræðum á opinberum vettvangi.

Minni vexti spáð en áður

Nokkurrar svartsýni gætir í hagspá Evrópusambandsins fyrir aðildarríki ESB og fyrir Ísland, sem var gefin út fyrir helgi. Evrópusambandið gefur út haustspá í efnahagsmálum og þar eru sérstakir kaflar fyrir aðildarríki og umsóknarríki.

Emirates leggur inn nýja pöntun hjá Boeing

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur gengið frá samningi við stærsta flugfélag Mið-Austurlanda, Emirates. Boeing mun afhenda flugfélaginu fimmtíu 777 breiðþotur að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Samningur vegna þessara kaupa er upp á 18 milljarða dollara eða sem nemur um 207 milljörðum króna.

Blair varar við "katastroffu"

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Verkamannaflokksins, varar við því að evrusvæðið geti liðast í sundur með afleiðingum sem best sé lýs sem "katastroffu". Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Íslenska krónan styrkst um 3,7 prósent

Íslenska krónan hafði á föstudag styrkst um 3,7 prósent síðan í júlí, en hún hafði þá sigið nánast stöðugt frá áramótum og veikst um meira en 6 prósent. Sú veiking virðist því hægt og bítandi vera að ganga til baka. Gengi krónunnar eins og það er nú skráð hjá Seðlabankanum er 158 krónur fyrir evru, en það er talsvert veikara en síðasta haust þegar gengið var sterkast 150 krónur fyrir evru.

Sveigjanlegt gengi virðist ekki draga úr óstöðugleika

Prófessor í hagfræði við Lundúnarháskóla telur að lítil rík hagkerfi eins og Ísland geti notið góðs af fastgengisstefnu af einhverju tagi, þar sem sveigjanlegt gengi virðist ekki draga úr óstöðugleika.

Berlusconi sagði af sér

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér embætti nú í kvöld. Hann hafði verið forsætisráðherra í 17 ár. Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu, veitti honum lausn úr embætti en líklegt þykir að Napolitano muni skipa Mario Monti sem arftaka hans, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Hafnarfjörður hefur stefnt ríkinu vegna skattamála

Fjármagnstekjuskattur var innheimtur vegna sölu sveitarfélaga á HS orku en ekki í öðrum tilfellum. Hafnarfjarðarbær hefur stefnt ríkinu fyrir dóm. Kaupverð af sölu auðlinda Reykjanesbæjar fer í skattaskuld.

60 prósent ekki andvíg Kanadadollar

Rúm sextíuprósent Íslendinga eru ekki andvíg upptöku Kanadadollara hér á landi samkvæmt könnun sem unnin var af Capacent Gallup í sumar. Karlar og eldra fólk eru almennt jákvæðari gagnvart upptöku gjaldmiðilsins.

Warren Buffett ríkasti eldri borgari í heimi

Fjárfestirinn Warren Buffett er ríkasti eldri borgari í heimi. Hans helsta eign er hlutur í fjárfestingarfélaginu Bershire Hathaway en heildareignir eru metnar á 39 milljarða dollara, eða sem nemur um tæplega 4.500 milljörðum króna. Það jafngildir þremur íslenskum landsframleiðslum.

WOW flutt í Express-setrið

Iceland Express flutti nýverið í Ármúla úr Grímsbæ, þar sem höfuðstöðvar þess voru um árabil. Húsnæðið í Grímsbæ stóð þó ekki lengi autt, því nú hefur nýstofnað flugfélag Skúla Mogensen, WOW Air, flutt tímabundið inn í gömlu höfuðstöðvar keppinautarins, á meðan leitað er að framtíðarhúsnæði.

Ítalir undir miklum þrýstingi frá ESB

Búist er við því að neðri deild ítalska þingsins afgreiði í dag frumvarp ríkisstjórnarinnar um tæplega sextíu milljarða evra niðurskurð í opinberum útgjöldum, eða sem um níu þúsund og fimm hundruð milljörðum króna. Ítalir eru undir miklum þrýstingi frá Evrópusambandinu til að klára málið en efri deild þingsins samþykkti frumvarpið í gær.

Sjá næstu 50 fréttir