Viðskipti innlent

Verðbólgan langmest á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er dýrt að fara í búðir.
Það er dýrt að fara í búðir.
Tólf mánaða verðbólga er langhæst á Íslandi af öllum ríkjum í Evrópu, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Evrópu sem birtar voru í dag. Verðbólgan á Íslandi mældist 5,3% í síðasta mánuði.

Tólf mánaða verðbólga á evrusvæðinu mældist hins vegar 3,0%, samkvæmt tölum frá sömu stofnun. Fyrir ári síðan var tólf mánaða verðbólga á evrusvæðinu aftur á móti 1,9% og því hefur hún hækkað töluvert á einu ári. Verðbólgan í öllu Evrópusambandinu var hins vegar 3.4% í október.

Næstmest mælist verðbólgan í Bretlandi, en þar er hún 5%. Hún er 4,7% í Eistlandi, 4,3% í Lettlandi og 4,2% í Litháen.

Verðbólgan mælist svo einna minnst hjá frændum okkar, Svíum og Norðmönnum. Í Svíðþjóð mældist hún 1,1% í síðast mánuði, en 1,3% í Noregi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,88
79
288.851
EIM
5,23
18
206.601
MAREL
0,83
19
277.776
LEQ
0,69
3
5.340
ICESEA
0,57
5
8.382

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-1,59
33
57.469
FESTI
-1,25
4
81.316
HAGA
-1,01
4
2.561
SIMINN
-0,79
11
182.467
REGINN
-0,76
2
178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.