Viðskipti innlent

Stærstir í upplýsingatækni og á leið í Kauphöllina

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Skýrr verður tilbúið í skráningu í Kauphöllina á næsta ári, segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr en Framtakssjóður Íslands er stærsti hluthafi fyrirtækisins í dag.

Eigið fé Skýrr er jákvætt um 3,3 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi 2010. Eftir mikið sameiningar- og umbreytingarferli sem tekið hefur átján mánuði er Skýrr orðið stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins og það níunda stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum.

Gestur var viðmælandi okkar í Klinkinu í dag þar sem hann ræddi um meðal annars um skráningu Skýrr í Kauphöll Íslands, en stefnt er að skráningu þess í Kauphöllina vonandi snemma á næsta ári. „Við eigum allt hráefnið upp í skáp og erum að baka kökuna," segir Gestur.

Hann segir verðmæti Skýrr ráðast af þeim margföldunarstuðli sem stuðst sé við á EBITDA-hagnað fyrirtækisins sem var um 780 m.kr á síðasta ári. Sé notaður algengur stuðull gæti fyrirtækið verið 5-6 milljarða króna virði. Þegar Geir er spurður hvort hann ætli sjálfur að kaupa hlutabréf stendur ekki á svari: „Klárlega."

Sjá má bút úr viðtali við Gest í Klinkinu í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Smá við þáttinn í heild sinni hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×