Fleiri fréttir

Össur notar nýtt lán til að greiða upp lán hjá Arion banka

Össur hf. mun nota fé frá nýjum lánasamningi sínum við þrjá alþjóðlega banka til að greiða upp lán sín gagnvart Arion banka. Reikna má með að árlegur vaxtasparnaður Össurar muni nema um 2 milljónum dollara eða um 232 milljónum kr.

Bloomberg/BBC: Rannsóknin tengist Edge

Bæði Bloomberg fréttaveitan og BBC segja í fréttum sínum af handtöku Tchenguiz-bræðra og Kaupþingsmanna í London í morgun að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO tengist m.a. Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi.

Uppboð á lausafjármunum í Vöruhóteli Eimskips

Laugardaginn 12. mars klukkan 11:00, verða boðnir upp lausafjármunir í húsnæði Vöruhótels Eimskips, Sundabakka 2, Reykjavík. Fulltrúi Sýslumannsins í Reykjavík annast og stýrir uppboðinu.

Ármann Þorvaldsson líka handtekinn

Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Singer&Friedlander, er einn þeirra manna sem handtekinn var í Bretlandi í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Eins og fram hefur komið tengjast aðgerðir efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, rannsókn sem hefur verið í gangi síðan í desember 2009.

Airbus fær risasamning

Airbus flugvélaverksmiðjurnar hafa fengið risavaxna pöntun frá International Lease Finance sem er stærsta kaupleigufyrirtæki heimsins í flugvélageiranum.

Nærmynd: Glaumgosinn Robert Tchenguiz

Bresk-íranski kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem handtekinn var í Lundúnum í morgun í tengslum við rannsókn Serious Fraud Office á Kaupþingi, sat í stjórn Exista og var stærsti einstaki lántakandi Kaupþings banka fyrir hrunið.

Tengist rannsókn SFO

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009.

Íslendingar fá hálfan milljarð í arð frá Unibrew

Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, ætla að greiða hluthöfum sínum 250 milljónir danskra kr., eða rúmlega 5 milljarða kr., í arð eftir árið í fyrra. Þetta þýðir að þeir íslensku aðilar sem enn eiga hluti í Royal Unibrew munu fá rúmlega hálfan milljarð í sinn hlut.

Íslandsmet slegið í bensínverði

Olíufélögin hækkuðu bensínverðið um fimm krónur lítrann í gærmorgun. Kostar nú lítrinn af 95 oktana bensíni í kringum 232 krónur hjá þeim öllum. Lítrinn af dísilolíu kostar um 237 krónur. Atlantsolía rukkar um 227 krónur á lítrann af 95 oktana bensíni.

Ferðamönnum fjölgaði um 12,6% milli ára í febrúar

Tæplega 23 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum febrúarmánuði og er um að ræða 2.500 fleiri brottfarir en í febrúarmánuði 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 12,6% í febrúarmánuði á milli ára.

Hefðu getað afskrifað meiri skuldir hjá fólki

Rætt verður á fundi viðskiptanefndar Alþingis í dag hvort tilefni sé til að kalla fyrir nefndina stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar, segir vonir hafa staðið til að hægt yrði að ræða þau mál á fundi nefndarinnar í gær, en þá komu á fund hennar fulltrúar bankans til að fara yfir ársreikninga bankanna.

Írar tapa á fasteignabólunni

Kostnaður hins opinbera við að forða Seðlabankanum frá gjaldþroti eftir bankahrunið veldur því að beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna taps í fjármálakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er álíka mikill og það kostar Íra að bjarga bönkunum.

Subway hafa tekið fram úr Mc'Donalds

Subway veitingahúsakeðjan er orðin sú stærsta í heiminum og tekur því fram úr McDonald's sem hefur verið sú stærsta undanfarin ár. Subway rekur nú yfir þúsund fleiri staði en McDonald's um allan heim.

Kadeco semur um lokun og frágang við Stafnes

Kadeco hefur samið við Vélaleigu A.Þ. (A.Þ.) um að taka að sér lokun og frágang á aflögðum urðunarstað við Stafnes í Sandgerðisbæ. A.Þ. mun loka tveimur haugum, reisa varnargarð til að varna því að sjór nái til hauganna og fjarlægja rusl og snyrta umhverfi aflagðrar fjarskiptamiðstöðvar.

FME hefur blessað eignarhald NBI á Rose Invest

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélag NBI ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að Rose Invest hf., sem er rekstrarfélag verðbréfasjóða, verður talið dótturfyrirtæki þess samber lög um fjármálafyrirtæki.

Hægt að leigja kvikmynd með Facebook krónum

Afþreyingarrisinn Warner Bros. Entertainment hefur nú opnað fyrir þann möguleika á Facebook síðu sinni að hægt sé að leigja kvikmynd í gegnum síðuna með því að nota Facebook krónur (Facebook-credits).

Ekki skýr teikn á lofti um að hagvöxtur sé hafinn

Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar um þróun landsframleiðslunnar má segja að útlit sé fyrir að kreppan hafi náð hámarki á síðasta ári, en ekki eru þó enn skýr teikn á lofti um að vöxtur sé hafinn að nýju í hagkerfinu.

Lánatryggingasjóður kvenna endurvakinn

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í dag samkomulag um lánatryggingasjóð kvenna. Hlutverk sjóðsins er að styðja konur til þátttöku og nýsköpunar í atvinnulífinu með veitingu ábyrgða á lánum.

Höskuldur fékk tíu milljóna eingreiðslu

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, fékk tíu milljóna króna eingreiðslu þegar hann hóf störf hjá bankanum 1. júní í fyrra sem reiknast inn í laun hans. Bankastjórar Arion og Íslandsbanka ætla ekki að taka á sig launalækkanir.

Markaður með leiguíbúðir nær jafnvægi

Greining Íslandbanka segir að svo virðist sem markaðurinn með leiguíbúðir hafi náð einhvers konar jafnvægi hvað fjölda þinglýstra leigusamninga varðar.

Ríkisforstjórar neita að lækka laun sín

Fjöldi yfirmanna á stofnunum ríkisins hefur ekki lækkað laun sín í samræmi við yfirlýsingar forsætisráðherra þess efnis að enginn ríkisforstjóri þiggi hærri laun en ráðherrann.

Dæmdur í 25 milljóna sekt fyrir skattalagabrot

Héraðsdómur Reykjanes hefur dæmt framkvæmdastjóra verktakafyrirtækis til að greiða 25 milljónir kr. í sekt vegna umfangsmikils skattlagabrots. Jafnframt var framkvæmdastjórinn dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar en hún er skilorðbundin.

FME varar við 54 erlendum fjármálafyrirtækjum

Fjármálaeftirlitið (FME) birtir reglulega á vef sínum aðvaranir erlendra fjármálaeftirlita þar sem varað er við starfsemi fyrirtækja sem ekki hafa starfsleyfi eða leyfi til að veita þjónustu fjármálafyrirtækja. Í febrúarmánuði síðastliðnum voru þessar aðvaranir 54.

Veruleg fækkun á þinglýstum leigusamningum

Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði á landinu var 687 í febrúar 2011 og fækkar þeim um 22,3% frá janúar 2011 og um 7,3% frá febrúar 2010.

Hótel d´Angleterre lokar fram á næsta ár

Hið sögufræga hótel d´Angleterre verður lokað frá júní í sumar og fram til febrúar á næsta ári. Hinir nýju eigendur hótelsins, sem eitt sinn var í íslenskri eigu, ætla sér að gera verulegar endurbætur á hótelinu.

Landsframleiðslan dróst saman um 3,5% í fyrra

Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 3,5% á árinu 2010 samkvæmt áætlun Hagstofu Íslands. Þetta er verulega minni samdráttur en árið 2009 þegar hann nam 6,9%. Samdrátturinn síðastliðin tvö ár kemur í kjölfar samfellds hagvaxtar frá og með árinu 1993.

Vöruskiptin hagstæð um rúma tíu milljarða

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir febrúar 2011 nam útflutningur frá landinu 42,7 milljörðum króna og innflutningur 32,5 milljörðum. Vöruskiptin í febrúar, voru því hagstæð um 10,2 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar eru í dag.

Nettóstaða gjaldeyrisforðans batnar um 63 milljarða

Það sem af er þessu ári hefur nettóstaða gjaldeyrisforða Seðlabankans batnað um rúma 63 milljarða kr. þar af um 8 milljarða kr. í febrúarmánuði. Nettóforðinn stendur nú í tæplega 185 milljörðum kr.

Töluvert dregur úr þrýstingi á olíuverðshækkanir

Töluvert hefur dregið úr þrýstingnum á olíuverðhækkanir í morgun og raunar hafa bæði Brent olían og bandaríska léttolían lækkað í verði eða um 1,6%. Stendur Brentolían nú í 113,5 dollurum og léttolían í 104 dollurum á tunnuna.

Þróun á gengi krónunnar ræðst af Icesave

Gengi krónunnar hefur veikst um 3,8% frá áramótum. Framhaldið veltur nokkuð á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave. Verði niðurstaðan sú að þjóðin hafni samningnum er viðbúið að Seðlabankinn vilji auka á gjaldeyrissöfnun landsins. Hann mun þá líklega bregðast við með því að selja krónur og kaupa gjaldeyri á millibankamarkaði og þannig veikja krónuna.

Sameina á fjórum stöðum

Engar breytingar verða næstu daga á rekstri eða starfsmannahaldi Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef) sem í gær rann inn í Landsbankann, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins.

Mamman ræður íbúðakaupum á Norðurlöndunum

Í kjarnafjölskyldum á Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi, er það mamman sem ræður því hvaða íbúð/hús fjölskyldan festir kaup á. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar könnunnar sem samtök norræna fasteignasala hafa gert.

Skortstöður gegn dollaranum slá met

Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara.

Seðlabankastjóri með erindi á ráðstefnu AGS

Már Guðmundsson seðlabankastjóri verður með erindi í umræðum um alþjóðlegt peningakerfi á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um efnahags- og hagvaxtarstefnu eftir hrunið. Á ensku ber ráðstefnan heitið Macro and Growth Policies: A Post-Crisis Conversation.

Afskráning Össurar hf. sýnir skaðsemi haftanna

Ákvörðun aðalfundar stoðtækjafyrirtækisins Össurar úr Kauphöllinni segir talsvert um stöðu hins íslenska hlutabréfamarkaðar og hversu skaðleg gjaldeyrishöft geta verið. Fjölþjóðlegt fyrirtæki á borð við Össur sem þarf umfram annað erlenda fjármögnun hefur lítið að sækja inn á þennan markað sem sökum gjaldeyrishafta getur einungis skapað félaginu íslenskar krónur.

Raungengi krónunnar lækkar áfram

Líkt og reikna mátti með lækkaði raungengi krónunnar þriðja mánuðinn í röð nú í febrúar síðastliðnum. Að þessu sinni nam lækkunin 0,8% milli mánaða og er gildi þess komið niður í 74,5 stig en það hefur ekki verið lægra síðan í maí á síðasta ári.

Magma Energy sameinast Plutonic Power

Magma Energy, sem m.a. á HS Orku, hefur sameinast orkufyrirtækinu Plutonic Power Corp. Hið nýja félag mun heita Alterra Power Corp. og mun hlutafé hins nýja félags nema um 575 milljónum dollara eða um 66 milljörðum kr.

Jamie Oliver vill skráningu í kauphöll

Stjörnukokkurinn Jamie Oliver vill skrá veitingahúsakeðju sína, Jamie´s Italian, í kauphöllina í London. Hann reiknar með að geta aflað um 100 milljóna punda eða nær 19 milljarða kr. í nýju hlutafé.

Engar breytingar hjá SpKef fyrst um sinn

Öll útibú SpKef verða opin samkvæmt venju og viðskiptavinir geta leitað til eigin þjónustufulltrúa með fyrirspurnir. Reikningar og reikningsnúmer viðskiptavina verða óbreytt fyrst um sinn.

Sjá næstu 50 fréttir