Betri heimtur skila ekki lánaleiðréttingu 10. mars 2011 03:15 Nær allt endurmat á lánum Arion banka rann til skilanefndar Kaupþings. Eigendur Íslandsbanka fá ekki arð af fjárfestingu sinni í ár. Fréttablaðið/Samsett mynd Endurmat á virði útlána Arion banka og Íslandsbanki nemur samtals tæpum 28,5 milljörðum króna. Það er rúmur helmingur af hagnaði þeirra. Nær öll lánin eru til fyrirtækja sem ekki var gert ráð fyrir að gætu staðið við skuldbindingar sínar þegar nýju bankarnir keyptu eignasöfnin af gömlu bönkunum haustið 2008. Forsvarsmenn bankanna segja hagnaðinn ekki veita þeim rými til að bæta skuldastöðu heimila landsins. Hagnaður Arion banka af endurmati á virði lána nam 14 milljörðum króna. Þar af renna 12 aftur til gamla bankans, Kaupþings, samkvæmt samkomulagi við skilanefnd og kröfuhafa við kaup og tilfærslu lánasafnsins. Samningar náðust ekki um verð í október árið 2008 þar sem erlendu kröfuhafarnir töldu endurheimtur verða betri en búist var við. Niðurstaðan var sú að ef endurmat á ákveðnum lánum myndi hækka rynni 80 prósent af endurheimtum aftur til skilanefndar. Tveir milljarðar króna sitja því eftir í bankanum nýja. Sambærilegir samningar eru ekki á milli kröfuhafa Glitnis og Íslandsbanka. Þar verður hins vegar ekki greiddur út arður til eigenda í ár. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður viðskiptanefndar Alþingis, er ein þeirra sem talað hefur fyrir því að nýta hagnað bankanna til að létta á skuldum heimilanna. Þeir sem rætt hefur verið við segja þetta harla ólíklegt. Helsta forsenda þess að kröfuhafar hafi samþykkt að eignast ráðandi hlut í Arion banka og Íslandsbanka, hafi verið sú að þeir fái arð af þeim. „Fulltrúar kröfuhafa telja að lánin hafi farið yfir í nýja bankann með of miklum afslætti. Meðal annars á þeirri forsendu ákváðu kröfuhafar að eignast nýja bankann til að draga úr tapi sínu á hinum fallna banka," segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka. jonab@frettabladid.is Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Endurmat á virði útlána Arion banka og Íslandsbanki nemur samtals tæpum 28,5 milljörðum króna. Það er rúmur helmingur af hagnaði þeirra. Nær öll lánin eru til fyrirtækja sem ekki var gert ráð fyrir að gætu staðið við skuldbindingar sínar þegar nýju bankarnir keyptu eignasöfnin af gömlu bönkunum haustið 2008. Forsvarsmenn bankanna segja hagnaðinn ekki veita þeim rými til að bæta skuldastöðu heimila landsins. Hagnaður Arion banka af endurmati á virði lána nam 14 milljörðum króna. Þar af renna 12 aftur til gamla bankans, Kaupþings, samkvæmt samkomulagi við skilanefnd og kröfuhafa við kaup og tilfærslu lánasafnsins. Samningar náðust ekki um verð í október árið 2008 þar sem erlendu kröfuhafarnir töldu endurheimtur verða betri en búist var við. Niðurstaðan var sú að ef endurmat á ákveðnum lánum myndi hækka rynni 80 prósent af endurheimtum aftur til skilanefndar. Tveir milljarðar króna sitja því eftir í bankanum nýja. Sambærilegir samningar eru ekki á milli kröfuhafa Glitnis og Íslandsbanka. Þar verður hins vegar ekki greiddur út arður til eigenda í ár. Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður viðskiptanefndar Alþingis, er ein þeirra sem talað hefur fyrir því að nýta hagnað bankanna til að létta á skuldum heimilanna. Þeir sem rætt hefur verið við segja þetta harla ólíklegt. Helsta forsenda þess að kröfuhafar hafi samþykkt að eignast ráðandi hlut í Arion banka og Íslandsbanka, hafi verið sú að þeir fái arð af þeim. „Fulltrúar kröfuhafa telja að lánin hafi farið yfir í nýja bankann með of miklum afslætti. Meðal annars á þeirri forsendu ákváðu kröfuhafar að eignast nýja bankann til að draga úr tapi sínu á hinum fallna banka," segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka. jonab@frettabladid.is
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira