Viðskipti innlent

Erlend fjárfesting á Íslandi hrundi milli ára

Bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi hrundi milli áranna 2008 og 2009. Fjárfestingin nam um 9,4 milljarða kr. á árinu 2009 samanborið við 80,7 milljarða kr. á árinu 2008.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að bein fjármunaeign  erlendra aðila á Íslandi nam um 1.078,7 milljörðum kr. í árslok 2009 samanborið við 1.110 milljarða kr. í árslok 2008.

Bein fjárfesting  innlendra aðila erlendis nam 278 milljörðum kr. á árinu 2009 samanborið við mínusstöðu upp á 374,0 milljarða kr. á árinu 2008.

Bein fjármunaeign  innlendra aðila erlendis nam um 1.157,8 milljörðum kr. í árslok 2009 samanborið við um 1.134 milljarða kr. í árslok 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×