Viðskipti innlent

Góður gangur hjá Icelandair

Farþegum hjá Icelandair fjölgaði um 15% milli ára í febrúar s.l. Þeir voru rúmlega 79.000 talsins í febrúar í ár á móti rúmlega 68.000 í sama mánuði í fyrra.

Þá jókst sætanýting um 4 prósentustig, hún fór yfir 70%, og hefur aldrei verið svo mikil áður í febrúarmánuði.

Þetta kemur fram í tilkynningu um flutningstölur Icelandair Group. Á móti kemur að farþegum með Flugfélagi Íslands fækkaði um 3% milli ára í febrúar. Þeir voru rúmlega 25.000 í ár á móti rúmlega 26.000 í febrúar í fyrra.

Þá kemur fram að 5% aukning hefur verið í fraktflugi Icelandair milli ára í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×