Viðskipti innlent

Sala á sterku dregst saman um 10,6 prósent

Heildarsala áfengis var um það bil 30 þúsund lítrum minni í nýliðnum febrúar en í febrúar á síðasta ári. Hlutfallslega nemur samdrátturinn 0,3 prósentum.

Mestur var samdráttur í sölu ókryddaðs brennivíns og vodka, 10,6 prósent, en bjórsala dróst saman um 1,6 prósent.

Sala hvítvíns jókst hins vegar um tólf prósent og rauðvíns um sex prósent. Þá jókst sala blandaðra drykkja um rúm þrettán prósent. - bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×