Viðskipti innlent

Um 200 milljóna hagnaður af rekstri VÍS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagnaður af rekstri Vátryggingafélags Íslands eftir skatta árið 2010 nam liðlega 204 milljónum króna, sem er mun lakari niðurstaða en árið 2009 þegar hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta nam liðlega 1160 milljónum króna.

Í fréttatilkynningu frá VÍS segir að þeennan viðsnúning í afkomu félagsins milli ára megi fyrst og fremst rekja til  hátt í 300 milljóna króna taps á fjárfestingastarfsemi árið 2010 en árið áður skiluðu fjárfestingar félagsins um 670 milljóna króna hagnaði.

Liðlega 600 milljóna króna hagnaður var hins vegar af  vátryggingastarfsemi VÍS, sem er svipuð afkoma og árið áður þegar vátryggingastarfsemin skilaði 604 milljóna króna hagnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×