Viðskipti innlent

Besta ár í sögu Atlantic Petroleum var í fyrra

Árið í fyrra var hið besta í sögu færeyska olíufélagsins Atlantic Petroleum frá stofnun þess 1998. Hagnaður félagsins nam 163 milljónum danskra kr. fyrir skatta eða um 3,5 milljörðum kr. Til samanburðar nam tapið af starfseminni 60 milljónum danskra kr. í fyrra.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að félagið framleiddi rétt tæplega milljón tunnur af olíu af vinnslusvæðum sínum og að meðalverðið yfir árið hafi numið rúmlega 80 dollurum á tunnuna. Reiknað er með að framleiðslan í ár geti numið allt að 950.000 tunnum.

Félagið reiknar með að hagnaður næsta árs geti numið allt að 150 milljónum danskra kr. Er þá miðað við að meðalverðið á olíunni verði 90 dollarar á tunnuna.

Atlantic Petroleum er skráð í kauphöllina hér á landi og er raunar eitt af félögunum í úrvalsvísitölunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×