Viðskipti innlent

Íbúðakaup taka kipp að nýju í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 76. Þar af voru 56 samningar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þetta er töluverð fjölgun á samningum frá vikunni á undan þegar þeir voru 56 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er einnig töluvert umfram meðaltal síðustu 12 vikna en það er 62 samningar á viku.

Heildarveltan Í síðustu viku var 1.941 milljón króna og meðalupphæð á samning 25,5 milljónir króna. Meðalveltan síðustu 12 vikur nemur rúmlega 1.800 milljónum kr. og meðalupphæðin rúmlega 29 milljónum kr.

Í síðustu viku var 6 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 4 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 132 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 65 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,3 milljónir króna.

Á sama tíma var einum kaupsamningi þinglýst á Árborgarsvæðinu. Hann var um sérbýli. Upphæð samningsins var 6 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×