Fleiri fréttir

Enn ein bensín- og díselolíuhækkunin framundan

Enn ein bensín- og díselolíuhækkunin liggur í loftinu hér á landi vegna hækkana á heimsmarkaðsverði, en hlutur ríkisins í formi ýmissa gjalda er nú kominn upp í 112 krónur af hverjum bensínlítra.

Frétt í Financial Times róaði olíumarkaðinn

Heimsmarkaðsverð á olíu náði upp undir 120 dollara á tunnuna um tíma í gærdag. Þá birti Financial Times frétt á vef sínum um að Saudi Arabar væru nú í viðræðum við olíukaupendur í Evrópu um að auka framleiðslu sína þannig að framboðið yrði eins og það var áður en mótmælin hófust í Túnis og Líbýu.

Kalli í Pelsinum selur Kirkjuhvol

Karl J. Steingrímsson, oft kenndur við Pelsinn, hefur selt selt stórhýsið Kirkjuhvol við dómkirkjuna í Reykjavík, og áfast hús við Templarasund til fasteignafélagsins Þórsgarðs, sem er í eigu Bandaríkjamanns og tveggja íslenskra kvenna.

Töluvert dregur úr kaupum á atvinnuhúsnæði

45 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í janúar síðastliðnum og 52 utan þess eða 97 samningum samtals. Þetta er töluvert færri samningar en í desember þegar þeir voru 129 talsins. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Fyrst tekið á aflandskrónum

Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildarviðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta.

Pálmi og Hannes búnir að skila yfirlýsingum

Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason haf nú skilað yfirlýsingu til dómstóls í New York og því uppfyllt skilyrði sem voru sett þegar Glitnis-málinu var vísað frá. Reiði og gremja er í garð þeirra tveggja meðal annarra sem stefnt var í málinu vegna endurupptöku þess.

Segir Ólaf Ólafs ekki fá krónu út úr Kjalari

"[Ljóst er] að eigendur Kjalars munu aldrei fá krónu út úr félaginu," segir í yfirlýsingu frá Kjalari, félagi Ólafs Ólafssonar, en Kjalar hefur krafið þrotabú Kaupþings banka um 115 milljarða króna vegna gjaldeyrisskiptasamnings sem endurnýjaður var 6. október 2008 í miðju bankahruninu. Þetta fullyrðir Kjalar í yfirlýsingu, sem send er út af Einari Karli Haraldssyni almannatengli, þótt Ólafur Ólafsson sé stjórnarformaður Eglu, en Egla á fjárhagslegra hagsmuna að gæta í málinu.

TM: 765 milljónir í hagnað í fyrra

Tryggingamiðstöðin hefur skilað uppgjöri fyrir síðasta ár. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 765 milljónir samanborið við 237 milljóna hagnað árið 2009. Heildartekjur voru 11,6 milljarðar en 12,8 milljarðar árið áður. Af öðrum uppgjörstölum má nefna að eigin iðgjöld jukust um átta prósent og voru um tíu milljarðar og eigin tjónakostnaður lækkaði um tólf prósent.

Setja á fót upplýsingaveitu um jarðhitamarkað

Íslandsbanki og DataMarket hafa í samvinnu þróað og hannað upplýsingaveitu um alþjóðlegan jarðhitamarkað. Upplýsingarnar birtast á jarðhitamælaborði á vefsíðu Íslandsbanka. Þar er hægt að fylgjast með jarðhitamarkaðnum víðsvegar um heiminn en þó er lögð sérstök áhersla á Bandaríkin og Ísland.

Toyota innkallar rúmar 2 milljónir bíla

Toyotaverksmiðjurnar tilkynntu í dag að þeir myndu innkalla 2,1 milljón bifreiða af Toyota og Lexusgerð vegna vandræða sem tengjast bensíninngjöfum. Verksmiðjurnar innkölluðu hundruðþúsunda bifreiða í fyrra af söum ástæu. Fram kemur á vef USA Today að svo virðist vera sem bensíninngjöf á bifreiðunum geti festst í gólfmottum bifreiðanna.

Sóknarfæri á sviði einkarekinnar heilbrigðisþjónustu

Sóknarfæri eru til þess að fjölga útboðum þegar samið er um heilbrigðisþjónustu á vegum hins opinbera, segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga. Í nýlegum sjúkratryggingalögum, sem sett voru í október 2008, var gert ráð fyrir að farið sé í útboð í ríkara mæli. Í lögunum er hvorutveggja heimilt þegar samið er um heilbrigðisþjónustu, að semja yfir borðið eða fara í útboð.

Segir enga sanngirni í að menn græði 100 milljarða á átta dögum

"Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita.

Verðbólgan er 1,9%

Tólf mánaða verðbólga er 1,9% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,18% í febrúar, miðað við mánuðinn á undan. Vetrarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5% og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 2,5%.

Tekjubil minnkaði á Íslandi á síðasta ári

Tekjubil á Íslandi minnkaði frá árinu 2009 til ársins 2010. Tekjubilið hafði hins vegar breikkað árin þar á undan. Hlutfall Íslendinga undir lágtekjumörkum hefur haldist nær óbreytt frá fyrstu lífskjararannsókn Hagstofunnar árið 2004. Þetta sést þegar horft er til svokallaðs Gini-stuðuls og fimmtungastuðuls úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands.

Arion hefur endurreiknað 98% lána

Arion banki hefur endurreiknað 98% erlendra íbúðalána bankans til einstaklinga. Niðurstaða endurútreikningsins er birt viðskiptavinum í Netbanka Arion og verða síðustu lánin birt næstkomandi laugardag.

Ekkert lát á olíuverðshækkunum

Ekkert lát er á verðhækkunum á olíu vegna ástandsins í Líbýu. Verðið á Brent olíunni er komið yfir 110 dollara á tunnuna. Nú er talið að um helmingur af olíuframleiðslu Líbýu liggi niðri.

Mjólkurvörur kunna að hækka enn frekar

Mjólkurvörur, sem hækkuðu um síðustu mánaðamót, kunna að hækka enn frekar þegar verðið verður endurskoðað í apríl, vegna hækkunar á áburðarverði.

Staða ríkissjóðs betri en vænst var

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um tæpa 74 milljarða króna í fyrra samanborið við 150 milljarða árið áður. Það má því segja að yfirdráttur á reikningi hins opinbera hafi lækkað um 77 milljarða á einu ári.

Hannes og Pálmi skiluðu ekki í tíma

Mál gegn sjö fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis hefur verið tekið upp að nýju fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum, að sögn Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis.

Markaðurinn bíður átekta

Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar.

Bóksalar borguðu sjálfum sér nær tvöfalda húsaleigu

Eigendur Kaupangs, sem rak Bókabúð Máls og menningar (BMM) við Laugaveg, létu verslunina greiða tæplega tvöfalt hærri húsaleigu en Penninn-Eymundsson greiddi er hann rak þar verslun. Sjálfir áttu þeir húsnæðið sem bókabúðin leigði.

Vandséð hvað gera á við peningana

Staða íslenskra lífeyrissjóða er með ágætum, þrátt fyrir bankahrunið, að mati greiningardeildar Arion banka. Staða sjóðanna er sér í lagi sögð góð í samanburði við önnur lönd.

Velta eykst á millibankamarkaði

Tölur Seðlabankans um daglega veltu á millibankamarkaði í febrúar benda, að mati Greiningar Íslandsbanka, til þess að veltan verði sú mesta í einum mánuði síðan í nóvember árið 2009.

Eignir REI seldar

Í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup Nevada Geothermal Power (NGP) á öllum jarðhitaréttindum Iceland America Energy (IAE) í sunnanverðri Kaliforníu samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunnu. Söluverðið er 4,15 milljónir bandaríkjadala.

Landsbankinn tapaði í héraði og áfrýjar til Hæstaréttar

Landsbankinn hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar féllst dómari á rök þrotabús Mótormax ehf að lán sem fyrirtækið tók hjá Landsbankanum væri ekki í erlendri mynt, heldur í íslenskum krónum með gengistryggingu við erlenda mynt. Bankinn taldi hinsvegar að umræddur samningur hafi falið í sér skuldbindingu í erlendri mynt.

Iceland Foods sagt greiða út 67 milljarða í arð

Matvörukeðjan Iceland, sem er að stærstum hluta í eigu Landsbankans, ætlar að greið út 330 milljónir punda í arð, eða rúma 60 milljarða íslenskra króna. Skilanefnd Landsbankans fer með um 67% hlut í keðjunni og því kæmu rúmir 43 milljarðar í hlut bankans. Frá málinu er sagt í breska blaðinu Liverpool Daily Post.

Nýir stjórnarmenn hjá Framtakssjóði Íslands

Þær Auður Björk Guðmundsdóttir, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir og Linda Jónsdóttir hafa verið skipaðar í stjórn Framtakssjóðs Íslands. Þær hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi.

Velta á millibankamarkaði sú mesta frá 2009

Tölur Seðlabankans um daglega veltu á millibankamarkaði með gjaldeyri nú í febrúar benda til þess að veltan í mánuðinum verði sú mesta í einum mánuði síðan í nóvember árið 2009.

Mærsk hagnaðist um rúma 600 milljarða í fyrra

Hagnaður danska skipa- og olíurisans A.P. Möller-Mærsk í fyrra sló öll met. Hagnaðurinn eftir skatta nam 28,2 milljörðum danskra kr. eða rúmum 600 milljörðum kr. Fyrra hagnaðarmet hjá Mærsk var sett árið 2004 þegar hagnaðurinn nam 24,4 milljörðum danskra kr.

Stærsta útboðið í sautján ár

Eigendur alþjóðlega ræstinga- og fasteignaumsýslurisans ISS hyggjast skrá félagið á hlutabréfamarkað í Kaupmannahöfn á næstunni.

Olíuverðið ekki hærra í þrjátíu mánuði

Hlutabréf féllu í verði um allan heim í dag og óöldin í Líbíu varð til þess að hækka verð á hráolíu í hæstu hæðir. Það hefur ekki veið hærra í 30 mánuði. Fjárfestar óttast nú að óróinn í miðausturlöndum breiðist til annara olíuframleiðsluríkja og að hann geti haft áhrif á hagvöxt um heim allan.

Svartsýni eykst hjá íslenskum neytendum

Íslenskir neytendur eiga enn töluvert í land með að teljast vera bjartsýnir á ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. Mældist gildi hennar nú í febrúar 59,9 stig og lækkar lítillega, eða um 1,6 stig, frá því í janúar.

Sjá næstu 50 fréttir