Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi 10. febrúar 2011 07:16 Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. Fasteignamógúlarnir Vincent og Robert krefjast tveggja milljarða punda af hinum fallna banka að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph í dag. Þeir krefjast þess að verða viðurkenndir sem kröfuhafar í þrotabúið þrátt fyrir að hafa skuldað Kaupþingi milljónir punda þegar bankinn féll, ef marka má lánabók bankans sem lak út á netið á sínum tíma. Sjóður sem tengist Vincent Tchenguiz hefur hins vegar gert kröfu upp á 1,6 milljarð punda og vill fá hana viðurkennda sem forgangskröfu í búið. Sjóður í eigu Róberts er ekki eins stórtækur og hefur gert kröfu upp á 500 milljónir punda. Bankinn hafnaði báðum kröfunum í fyrra. Lögfræðingar bræðranna halda því hins vegar fram að viðskiptasamningar upp á milljónir punda hafi farið í súginn þegar bankinn féll og að Kaupþing hafi haldið rekstri sínum áfram eftir að bankinn hafi í raun verið fallinn. Blaðamaður Telegraph segir að krafa bræðranna eigi eftir að valda úlfúð í Bretlandi. Á meðan þeir standi í lagaflækjum dragist að greiða kröfuhöfum þeirra innistæður í bankanum en á meðal þeirra sem bíða eftir því að fá sitt er breska ríkið og fjölmörg sveitarfélög á Englandi. Málið var tekið fyrir í Lundúnum í gær þar sem lögmenn bankans höfnuðu kröfum bræðranna og bentu á að málið ætti heima frammi fyrir íslenskum dómstólum en ekki breskum. Að sögn Telegraph hafa þeir reyndar líka höfðað svipað mál hér á landi. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista. Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. Fasteignamógúlarnir Vincent og Robert krefjast tveggja milljarða punda af hinum fallna banka að því er fram kemur í breska blaðinu Telegraph í dag. Þeir krefjast þess að verða viðurkenndir sem kröfuhafar í þrotabúið þrátt fyrir að hafa skuldað Kaupþingi milljónir punda þegar bankinn féll, ef marka má lánabók bankans sem lak út á netið á sínum tíma. Sjóður sem tengist Vincent Tchenguiz hefur hins vegar gert kröfu upp á 1,6 milljarð punda og vill fá hana viðurkennda sem forgangskröfu í búið. Sjóður í eigu Róberts er ekki eins stórtækur og hefur gert kröfu upp á 500 milljónir punda. Bankinn hafnaði báðum kröfunum í fyrra. Lögfræðingar bræðranna halda því hins vegar fram að viðskiptasamningar upp á milljónir punda hafi farið í súginn þegar bankinn féll og að Kaupþing hafi haldið rekstri sínum áfram eftir að bankinn hafi í raun verið fallinn. Blaðamaður Telegraph segir að krafa bræðranna eigi eftir að valda úlfúð í Bretlandi. Á meðan þeir standi í lagaflækjum dragist að greiða kröfuhöfum þeirra innistæður í bankanum en á meðal þeirra sem bíða eftir því að fá sitt er breska ríkið og fjölmörg sveitarfélög á Englandi. Málið var tekið fyrir í Lundúnum í gær þar sem lögmenn bankans höfnuðu kröfum bræðranna og bentu á að málið ætti heima frammi fyrir íslenskum dómstólum en ekki breskum. Að sögn Telegraph hafa þeir reyndar líka höfðað svipað mál hér á landi. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista.
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent