Viðskipti innlent

Leita til EFTA vegna innflutnings á aflandskrónum

Hæstréttur hefur samþykkt að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna innflutnings á aflandskrónum til landsins. Um 200 milljarðar króna eru núna á reikningum í útlöndum.

Í október 2009 seldi Pálmi Sigmarsson fasteign erlendis og keypti íslenskar krónur fyrir söluandvirðið í Bretlandi. Pálmi sótti síðan um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál til að mega flytja inn krónur og vísaði til laga um gjaldeyrismál frá árinu 1992. Seðlabankinn hafnaði umsókn Pálma.

Pálmi höfðaði þá mál á hendur Seðlabankanum og krafðist þess að ákvörðun bankans yrði dæmd ógild. Hæstiréttur taldi að skýra yrði hinar matskenndu heimildir laga um gjaldeyrismál að veita undanþágur frá takmörkunum á fjármagnshreyfingum með tilliti til EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutning og samþykkt að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru í dag um 200 milljarðar aflandskróna inn á svonefndum VOSTRO reikningum erlendra bankastofnanna. Þar að auki eru 200 milljarðar bundnir í íslenskum ríkisskuldabréfum og húsbréfum.

Ef leyfi verður veitt fyrir því að flytja aflandskrónur til landsins myndu gjaldeyrishöftin samt sem áður hindra að aflandskrónunum sé skipt í erlenda mynt og þær fluttar út á ný. Því þyrftu erlendir eigendur aflandskróna að fjárfesta þeim á íslandi og gæti sú aukna innspýting fjármagns örvað fjárfestingu í landinu en líka gæti hún skapað eignaverðbólgu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×