Viðskipti innlent

Yfirtaka NBI á Björgun heimil með skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að yfirtaka Nýja Landsbankans (NBI) á Björgun ehf. sé heimil en með skilyrðum.

Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að meðal skilyrða fyrir yfirtökunni sé að Björgun sé seld sem fyrst og þá í opnu og gegnsæju ferli.

Þá sé tryggt að viðskiptatengsl Landsbankans við fyrirtæki sem starfa á sömu eða skyldum mörkuðum og Björgun skaði ekki samkeppni á meðan Björgun er undir beinum yfirráðum Landsbankans. Skal bankinn í því skyni tryggja sjálfstæði Björgunar á samkeppnismarkaði, sbr. nánari ákvæði þessarar greinar.

Enn fremur að tryggja skal sjálfstæði Björgunar gagnvart bankanum. Rekstur Björgunar skal vera að fullu aðskilinn frá öðrum rekstri bankans.

Fram kemur í samrunaskrá að tilgangur Björgunar sé að annast björgun skipa og annarra verðmæta, öflun efna af hafsbotni, námuvinnslu, hafnargerð og aðra verktakastarfsemi ásamt efnissölu og skyldri starfsemi, svo og rekstur skipa og fasteigna, hafnardýpkanir og landgerð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×