Fleiri fréttir

Nýr forstjóri Reiknistofu bankanna ráðinn

Stjórn Reiknistofu bankanna hf. hefur ráðið Friðrik Þór Snorrason sem næsta forstjóra félagsins en Helgi H. Steingrímsson, sem gengt hefur því starfi frá 1996, ákvað eftir 15 ára farsælan feril hjá félaginu að láta af störfum nú í febrúar.

Varað við fleiri bankagjaldþrotum í Danmörku

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu.

Vöruskiptin hagstæð um 8,5 milljarða í janúar

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir janúar 2011 var útflutningur 43,5 milljarðar króna og innflutningur 35,0 milljarðar króna. Vöruskiptin í janúar voru því hagstæð um tæpa 8,5 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Hagnaður Össurar hf. nam 4 miljörðum í fyrra

Hagnaður Össurar hf. á síðasta ári nam 35 milljónum dollara, eða rúmum 4 milljörðum kr. sem er 10% af sölu. Til samanburðar var hagnaðurinn 23 milljónir dollara árið 2009 sem var 7% af sölu. Góður vöxtur í sölu er megin ástæða aukins hagnaðar.

„Ekki hægt að stytta sér leið“

Engin leið er fyrir Ísland að taka upp evruna eða fá stuðning Evrópska seðlabankans við krónuna nema með Evrópusambandsaðild og því að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru, segir Olli Rehn, efnahags- og peningastefnustjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Söluferlið á Högum á lokasprettinum

Viðræður Arion banka við fjárfesta um kaup á kjölfestuhlut í verslanakeðjunni Högum eru nú á lokastigi og býst bankinn við að ganga frá sölu á hlutnum á næstu vikum.

Fjórði hver danskur banki fallinn í kreppunni

Það er svipuð staða komin upp í danska bankageiranum og laginu um Tíu litla negrastráka. Einn af öðrum hafa þeir horfið bakvið móðuna miklu undanfarin ár. Frá árinu 2007 þegar fjármálakreppan hófst hefur fjórði hver banki í Danmörku hætt rekstri eða sameinast öðrum banka.

ESB aðstoðar við afnám gjaldeyrishafta

Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hjá Evrópusambandinu, lýsti yfir ánægju með stefnu íslenskra stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta og hét stuðningi framkvæmdastjórnar ESB við hana á fundi með Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, í Brussel fyrr í dag.

Ísland nógu ríkt samfélag fyrir sómasamlega framfærslu

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti ný neysluviðmið í ráðuneytinu fyrir stundu. „Ísland er nógu ríkt samfélag til að hafa sómasamlega framfærslu til allra og er í dag tekið mikilvægt skref í þá átt. Viðmiðin eiga samt ekki að vera endanlegur mælikvarði á hvað sé hæfileg neysla eða dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa til að framfleyta sér,“ sagði Guðbjartur við þetta tilefni.

Sjælsö reiknar með að reksturinn verði á sléttu í ár

Sjælsö Gruppen reiknar með því að rekstur félagsins verði á sléttu í ár, það er að hagnaður ársins verði 0 kr. fyrir skatta og hugsanlegar afskriftir. Skattar og afskriftir nemi hinsvegar um 240 milljónum danskra kr. fyrir árið í fyrra.

Metfjöldi erlendra ferðamanna í janúar

Erlendir gestir hafa aldrei verið jafn margar í janúar og í ár, frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð. Um 22 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.500 fleiri brottfarir en á árinu 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 18,5% í janúarmánuði á milli ára.

Miklar hreinsanir á næstunni meðal Nokia stjóra

Nokkrir háttsettir stjórnendur finnska farsímarisans Nokia verða látnir taka pokann sinn á næstunni. Hinn nýi forstjóri Nokia, Stephen Elop, ætlar sér að hreinsa rækilega til í stjórnunarteymi fyrirtækisins. Þetta hefur The Wall Street Journal eftir ónafngreindum heimildum.

Eyrir Invest hagnaðist um 8 milljarða í fyrra

Hagnaður af rekstri Eyris Invest árið 2010 nam 52 milljónum evra eða rúmlega 8 milljörðum kr. Til samanburðar var tap á rekstrinum árið 2009 upp á 24 milljónir evra.

Mótmælin kosta Egyptland 36 milljarða á dag

Mótmælin í Eyptlandi hafa hingað til kostað hagkerfi landsins 36 milljarða kr. á dag. Þetta kemur fram í skýrslu greiningar franska bankans Credit Agricole um málið.

Umfangsmikið skattafúsk í kvótasölu í Noregi

Skattyfirvöld í Noregi segja að við eftirlit með sjávarútvegsfyrirtækjum landsins í fyrra hafi skatturinn uppgvötvað tekjur upp á 1,2 milljarða norskra kr. eða 24 milljarða kr. sem ekki voru taldar fram. Megnið af þessum tekjum, eða 800 milljónir norskra kr., voru vegna viðskipta með veiðiheimildir.

Mat greiningar: Ágætar horfur hjá Marel

„Uppgjör Marels ber með sér þá jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað undanfarið en félagið hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu. Horfurnar eru með ágætum enda félagið minna skuldsett en áður, þar að auki er það fjármagn á ódýrari kjörum og salan hefur tekið við sér á ný.“

Beinagrindurnar rúlla úr skápum Amagerbanken

Tölurnar um hugsanlegt tap vegna gjaldþrots Amagerbanken fara hækkandi eftir því sem líður á morguninn. Nú er talið að tapið geti numið allt að 9 milljörðum danskra kr. eða vel yfir 180 milljarða kr.

Fjölnota toghlerar seljast grimmt hjá Polar Fishing Gear

Íslenska fyrirtækið Polar Fishing Gear selur nú grimmt af nýjustu vöru sinni, fjölnota toghleranum „Hercules“. Toghlerinn er kominn í skip hér heima, á Bretlandseyjum, í Frakklandi, Suður Afríku og Suður Ameríku.

Danska ríkið gæti tapað 140 milljörðum á Amagerbanken

Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins.

Góður hagnaður hjá French Connection

Breska tískuverslanakeðjan French Connection hefur tilkynnt að áætlaður hagnaður hennar á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. janúar s.l., hafi numið 6,8 milljónum punda eða tæplega 1,3 milljörðum kr. Um mikinn viðsnúning er að ræða m.v. við árið á undan þegar keðjan tapaði tæpum 13 milljónum punda.

Amagerbankinn gjaldþrota

Amagerbankinn danski er gjaldþrota og var yfirtekinn af dönsku fjármálastöðugleikastofnuninni í gær. Þar með er lokið miklum darraðardansi sem stjórnendur bankans hafa staðið í allt frá því efnahagskreppan skall á, en oft hefur bankinn verið nærri því að leggja upp laupana. Það gerðist í gær í kjölfar þess að greint var frá því á föstudag að bankinn hefði þurft að afskrifa þrjá milljarða danskra króna af reikningum bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Bankinn var sá níundi stærsti í Danmörku.

Veruleg hækkun á gjöldum Fiskistofu

Fiskstofa hefur hækkað verulega gjöld fyrir ýmsa þjónustu við sjávarútveginn. Þannig hefur gjald fyrir eftirlitsmenn um borð í fullvinnsluskipum hækkað um 76%. Það kostar útgerðir nú nær milljón krónur á mánuði að hafa menn um borð.

Lán fyrir Búðarháls bíða Icesave-lausnar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur að lokið verði við fjármögnun Búðarhálsvirkjunar á næstu vikum. Lausn Icesave-deilunnar, sem nú hillir undir, gæti haft úrslitaáhrif.

Lánamál Kaupþingsmanna: Margir eru búnir að semja

Búið er að gera upp í málum 24 fyrrverandi starfsmanna Kaupþings af þeim sextíu sem fengu lán til kaupa á hlutabréfum bankans fyrir fall hans haustið 2008. Mörg þeirra mála sem út af standa eru í samningaferli.

Grunur um umboðssvik hjá stjórnendum SpKef

Rannsókn Fjármálaeftirlitsins á málefnum Sparisjóðsins í Keflavík er langt komin en grunur leikur á að umdeildar lánveitingar sparisjóðsins falli undir umboðssvik. Átján milljarðar króna eru í sparisjóðnum vegna innistæðna en afar lítið fé til að mæta innistæðum og þarf ríkið að borga brúsann.

Hagnaður KSÍ 67 milljónir

Knattspyrnusamband Íslands birti ársreikning sinn fyrir árið 2010 í gær. Sambandið skilaði 67 milljóna hagnaði, en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 32 milljóna króna hagnaði.

Títan og Samherji fjárfesta í MP banka

Títan fjárfestingarfélag ehf. og Samherji hf. leiða breiðan hóp öflugra fjárfesta í hlutafjáraukningu MP banka að upphæð 5 milljarðar króna. Í tilkynningu frá MP banka segir að bankinn og nýir fjárfestar hafi undirritað samkomulag þess efnis með fyrirvara um frekari áreiðanleikakönnun, samþykki FME og hluthafafundar MP banka.

Atvinnuleysisskáin styttist í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum dróst saman um 0,4 prósent á milli mánaðanna desember og janúar að því er fram kemur í tölum vinnumálastofnunarinnar þar í landi.

Seðlabankinn segir engar óeðlilegar ákvarðanir teknar í söluferli Sjóvár

Seðlabankastjóri segir að í söluferli Sjóvár og tengdum atvikum hafi engar meiriháttar ákvarðanir verið teknar sem telja megi á einhvern hátt óeðlilegar. Þær hafi verið vel grundaðar og leitað hafi verið álita utanaðkomandi lögfræðinga og sérfræðinga eftir því sem þótt hefur þurfa. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem seðlabankastjóri sendi frá sér nú undir kvöld.

Miðengi eignast meirihluta í Ingvari Helgasyni

Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, hefur eignast 62,9% í eignarhaldsfélaginu BLIH ehf. sem fer með allt hlutafé í Ingvari Helgasyni ehf. og Bifreiðum og landbúnaðarvélum ehf.

Fullt út úr dyrum á Landsbankafundi á Akureyri

Fundaröð Landsbankans hófst í gærkvöld á Akureyri. Í tilkynningu frá bankanum segir að mjög góð mæting hafi verið á fundinn og sköpuðust líflegar umræður að loknum erindum. „Tilgangurinn með þessum opnu fundum er að hlusta og skiptast á skoðunum við fólkið í landinu og eigendur bankans.“

Brynjólfur verður forstjóri Icelandic Group

Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Icelandic Group, mun tímabundið gegna starfi forstjóra félagsins og tekur hann sæti í framkvæmdastjórn félagsins, ásamt Ævari Agnarssyni, forstjóra Icelandic USA og Magna Geirssyni, framkvæmdastjóra Icelandic UK.

Forstjórar segja upp störfum hjá Icelandic Group

Forstjóri og aðstoðarforstjóri Icelandi Group hafa sagt upp störfum vegna ákvörðunar Framtakssjóðs Íslands um að slíta viðræðum við Tríton. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Finnboga Baldvinssyni, forstjóra IG og Ingvari Eyfirði, aðstoðarforstjóra IG.

Segist hafa aflétt leynd en Már neitar að veita svör

Heiðar Már Guðjónsson sem fór fyrir hópi fjárfesta sem vildi kaupa Sjóvá segir að lögmenn sínir hafi aflétt leynd af öllum gögnum sem snerti hann og félög í hans eigu og tilkynnt það viðskiptanefnd Alþingis, en seðlabankastjóri hefur neitað að veita nefndinni upplýsingar um söluferlið.

Óttast að gosið í fyrra fæli frá í ár

Blikur eru á lofti hvað varðar ferðamannastraum til Íslands frá Evrópu og þá sér í lagi Þýskalandi, verði ekki brugðist sérstaklega við. Þetta segir Ole Nysetvold, svæðisstjóri Norður-Evrópumarkaðar hjá þýsku ferðaskrifstofunni Wolters Reisen.

Arion banki að ljúka endurreikningi erlendra íbúðalána

Arion banki hefur endurreiknað meirihluta erlendra íbúðalána bankans til einstaklinga og birt þeim niðurstöðuna í Netbanka Arion banka. Bankinn mun á næstu dögum halda áfram að birta viðskipavinum sínum endurútreikning erlendra lána eða allt fram til 26. febrúar næstkomandi en þá lýkur endurútreikningnum.

Úlfur átti að þola ferðalag yfir hafið

Úlfur er nýr bjór frá Borg Brugghúsi og hann er jafnframt fyrsti India pale ale bjórinn sem framleiddur er hér á landi. India pale ale bjór á sér afar merkilega sögu og var fyrst bruggaður á 18. öld í þeim ákveðna tilgangi að þola siglingu yfir hálfan heiminn, eða frá Bretlandseyjum til Indlands.

FME: Öll fjármálafyrirtæki rannsökuð sem farið hafa í þrot

Vegna umræðu sem átt hefur sér stað undanfarið varðandi rannsóknir á fjármálafyrirtækjum sem farið hafa í þrot í kjölfar bankahrunsins í október 2008 vill Fjármálaeftiritið (FME) taka fram að þessi fjármálafyrirtæki eru og verða öll rannsökuð, þar með taldir viðskiptabankar, fjárfestingabankar og sparisjóðir.

Sjá næstu 50 fréttir