Hafa miklar áhyggjur af Magma-málinu Þorbjörn Þórðarson í New York skrifar 9. febrúar 2011 17:47 Ásgeir Margeirsson, í miðju, var meðal ræðumanna á ráðstefnunni í New York og svaraði spurningum fundarmanna í pallborðsumræðum. Mynd Stöð 2 / Egill Aðalsteinsson Fjárfestar í Bandaríkjunum og bandarískir sérfræðingar á sviði jarðvarmaorku hafa áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi og hugsanlegu eignarnámi HS Orku. Spurningar þess efnis komu á blaðamannafundi á Jarðhitaþinginu á Ritz-Carlton hótelinu í New York í morgun og einnig í pallborðsumræðum um nýtingu jarðhitaauðlinda í ráðstefnusalnum sjálfum. Þá hafa fundarmenn sem fréttastofa hefur rætt við lýst yfir áhyggjum sínum og verið að spyrja um málið. Á blaðamannafundinum í morgun vildu blaðamenn heyra skoðanir Ólafs Ragnars, forseta, á Magma-málinu, en hann vildi efnislega mjög lítið tjá sig um málið og vísaði á fulltrúa Magma. Jarðhitaþingið í New York á Ritz-Carlton hótelinu er á vegum Geothermal Energy Association í Bandaríkjunum, en fulltrúar fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru á staðnum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sem er meðal fundargesta, sagði í pallborðsumræðum að boranir eftir jarðvarma gætu farið fram á sjálfbæran hátt og markmiðið væri að ganga skynsamlega um jarðhitaauðlindir með það fyrir augum að nýting þeirra væri sjálfbær til lengri tíma. Hafa áhyggjur af þjóðnýtingu Fjárfestir úr salnum hafði miklar áhyggjur af HS Orku og spurði hvort þjóðnýting væri hugsanleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem birst hefðu frá fulltrúum ríkisstjórnar í fjölmiðlum og ýmissa frétta um málið frá Íslandi. Ásgeir Margeirsson sagði að það hefði margoft komið fram að fjárfesting Magma Energy í HS Orku væri í fullu samræmi við lög og reglur á Íslandi. „Hvað varðar vinstristjórnina á Íslandi, sumum á Íslandi er illa við erlenda fjárfestingu. Svo við höfum lent í slag heima út af því. Að hluta til snýst þetta ekki um erlenda fjárfestingu heldur hindrun atvinnuuppbyggingar á sviði stóriðju," sagði Ásgeir. Þetta tvennt hefði blandast saman í umræðunni. Hann sagði að verið væri að ná sátt um þetta mál, þ.e eignarhaldið á HS Orku, á Íslandi með styttingu á nýtingartíma auðlindarinnar. Því væri þjóðnýtingin (eignarnámið) á HS Orku úr sögunni. „Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af þessu, en takk fyrir spurninguna," sagði Ásgeir. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum og bandarískir sérfræðingar á sviði jarðvarmaorku hafa áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi og hugsanlegu eignarnámi HS Orku. Spurningar þess efnis komu á blaðamannafundi á Jarðhitaþinginu á Ritz-Carlton hótelinu í New York í morgun og einnig í pallborðsumræðum um nýtingu jarðhitaauðlinda í ráðstefnusalnum sjálfum. Þá hafa fundarmenn sem fréttastofa hefur rætt við lýst yfir áhyggjum sínum og verið að spyrja um málið. Á blaðamannafundinum í morgun vildu blaðamenn heyra skoðanir Ólafs Ragnars, forseta, á Magma-málinu, en hann vildi efnislega mjög lítið tjá sig um málið og vísaði á fulltrúa Magma. Jarðhitaþingið í New York á Ritz-Carlton hótelinu er á vegum Geothermal Energy Association í Bandaríkjunum, en fulltrúar fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru á staðnum. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy á Íslandi, sem er meðal fundargesta, sagði í pallborðsumræðum að boranir eftir jarðvarma gætu farið fram á sjálfbæran hátt og markmiðið væri að ganga skynsamlega um jarðhitaauðlindir með það fyrir augum að nýting þeirra væri sjálfbær til lengri tíma. Hafa áhyggjur af þjóðnýtingu Fjárfestir úr salnum hafði miklar áhyggjur af HS Orku og spurði hvort þjóðnýting væri hugsanleg í ljósi þeirra yfirlýsinga sem birst hefðu frá fulltrúum ríkisstjórnar í fjölmiðlum og ýmissa frétta um málið frá Íslandi. Ásgeir Margeirsson sagði að það hefði margoft komið fram að fjárfesting Magma Energy í HS Orku væri í fullu samræmi við lög og reglur á Íslandi. „Hvað varðar vinstristjórnina á Íslandi, sumum á Íslandi er illa við erlenda fjárfestingu. Svo við höfum lent í slag heima út af því. Að hluta til snýst þetta ekki um erlenda fjárfestingu heldur hindrun atvinnuuppbyggingar á sviði stóriðju," sagði Ásgeir. Þetta tvennt hefði blandast saman í umræðunni. Hann sagði að verið væri að ná sátt um þetta mál, þ.e eignarhaldið á HS Orku, á Íslandi með styttingu á nýtingartíma auðlindarinnar. Því væri þjóðnýtingin (eignarnámið) á HS Orku úr sögunni. „Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af þessu, en takk fyrir spurninguna," sagði Ásgeir. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9. febrúar 2011 15:45
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur