Viðskipti innlent

Fundar með seðlabankastjóra evrópska seðlabankans

Jean-Claude Trichet.
Jean-Claude Trichet.

Efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, mun funda með seðlabankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, í dag.

Árni Páll mun hitta bankastjórann í Frankfurt í Þýskalandi eftir hádegi en að hans sögn verður meðal annars rætt um enduruppbyggingu efnahags Íslands og verkefni sem eru framundan.

Árni Páll hitti Olli Rehn, framkvæmdastjóra efnahags- og gjaldeyrismála hjá Evrópusambandinu, á sunnudaginn. Þar lýsti Olli yfir ánægju með stefnu íslenskra stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta og hét stuðningi framkvæmdastjórnar ESB við hana á fundi með Árna Páli. Sá fundur fór fram í Brussel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×