Fleiri fréttir

Seðlabankinn á 73% hlut í Sjóvá

Seðlabankinn á nú 73% hlut í tryggingarfélaginu Sjóvá. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur þingmanns Framsóknarflokksins um Sjóvá. Aðrir eigendur eru Íslandsbanki og SAT.

Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun

Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar.

Bílaleiga Akureyrar kaupir 30 Kia bíla af Öskju

Bílaleiga Akureyrar hefur samið við Bílaumboðið Öskju um kaup á liðlega 30 nýjum Kia bifreiðum sem afhentar verða á næstu vikum. Eins og fram hefur komið í sölutölum Bílgreinasambandsins hefur sala á nýjum bílum tekið að glæðast undanfarið og má meðal annars rekja það til þess að bílaleigurnar hafa verið að endurnýja flota sína fyrir sumarið.

SA: Snúa verður hallarekstri ríkissjóðs yfir í afgang

Einn meginþátturinn í endurreisn íslensks efnahags er að snúa hallarekstri ríkissjóðs við þannig að afgangur verði á rekstrinum. Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), á morgunverðarfundi SA í morgun þar sem nýtt rit SA um nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera var kynnt.

Microsoft hefur gefið út Office 2010 hugbúnaðinn

Microsoft hefur gefið út nýjustu útgáfu Office-skrifstofuhugbúnaðarins, Microsoft Office 2010. Þar með er komin út ný kynslóð algengustu skrifstofuforrita sem notuð eru í heiminum; forrita á borð við ritvinnsluforritið Word, töflureikninn Excel, glæruforritið PowerPoint og samskiptaforritið Outlook, svo nokkur séu nefnd.

Spænskir bankar slá lántökumet hjá ECB

Spænskir bankar slógu lántökumet hjá Seðlabanka Evrópu (ECB) í síðasta mánuði. Samtals tóku spænskir bankar lán hjá ECB að upphæð 85,6 milljarða evra eða tæplega 13.500 milljarða kr.

Aðeins einn lífeyrissjóður með jákvæða stöðu

Aðeins einn almennur lífeyrissjóður af 24 slíkum er með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Hér er um Lífeyrissjóð starfsmanna Búnaðarbankans að ræða en staða hans er jákvæð um 13,5%.

Milljónasamningur í höfn

Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust.

LV kaupir í Icelandair fyrir milljarð

Í dag gerði Lífeyrissjóður verzlunarmanna bindandi samkomulag við Icelandair Group hf. um að sjóðurinn muni fjárfesta í fyrirtækinu fyrir 1 milljarð króna og eignast með því 12% hlut í félaginu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna mun skrá sig fyrir 400 milljónum nýrra hluta á genginu 2,5 – alls fyrir 1 milljarð króna, segir í tilkynningu.

Meðaldagur á skuldabréfamarkaðinum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 9,3 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 7,3 milljarða kr. viðskiptum.

Mál Dekabank gegn íslenska ríkinu fær dómsmeðferð

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð héraðsdóms og dæmt að þýski bankinn Dekabank eigi að fá efnismeðferð í héraðsdómi í máli sínu gegn íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað að málinu bæri að vísa frá dómi.

Fitch ratings lækkar lánshæfiseinkunn BP

Matsfyrirtækið Fitch ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn BP olíufélagsins verulega eða úr AA og niður í BBB. Er einkunin því aðeins tveimur þrepum frá svokölluðum ruslflokki.

Merkel og Sarkozy ítreka alþjóðlegan bankaskatt

Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa ítrekað óskir sínar um að komið verði á fót alþjóðlegum bankaskatti. Skattinum er ætlað að koma í veg fyrir að bankahrun lendi á skattborgurum þess lands þar sem slíkt gerist.

Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi

Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times.

Spáir meiri samdrætti þjóðarútgjalda en aðrir

Hagstofan gerir ráð fyrir að þjóðarútgjöld muni dragast saman um 3,3% á árinu sem er nokkuð meira en sá samdráttur sem bæði Seðlabankinn (SÍ) sem og ASÍ reikna með. Þannig hljóðar spá SÍ upp á 1,9% samdrátt í þjóðarútgjöldum en ASÍ upp á 1,5% samdrátt.

Erlend kortavelta í maí langt yfir meðaltali ársins

Glögglega má sjá af tölum um úttektir erlendra debet- og kreditkorta hér á landi í maí að farfuglarnir eru komnir til landsins og ferðamannatímabilið er hafið. Þannig nam heildarúttekt erlendra korta hér á landi 3,1 milljörðum kr. í maí sem er langt yfir meðaltali síðustu mánaða, en fyrstu fjóra mánuði ársins nam erlend kortavelta hér á landi 2,4 milljarði kr. á mánuði.

Hagstofan spáir 4% verðbólgu í lok ársins

Hagstofan spáir því að verðbólga verði 6,0% að meðaltali í ár en komin í um 4,0% í lok ársins. Spáð er áframhaldandi hjöðnun verðbólgu árið 2011 og að hún verði á verðbólgumarkmiði (2,5% innsk. blm.) að meðaltali árið 2012.

Hagstofan spáir miklum samdrætti í samneyslunni

Hagstofan áætlar að samneysla dragist áfram saman á komandi árum. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að samneysla hins opinbera dragist saman að raunvirði árið 2010 og að samdrátturinn nemi 3,8% á milli ára. Árið 2011 er reiknað með að raunsamdrátturinn nemi 3,8% og 1,8% árið 2012. Samdrátturinn er bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

Yfir 50% útlána Byggðastofnunnar eru gengistryggð lán

Nú eru 53% lántakenda Byggðastofnunar með erlend lán eða 268 af 509 lántakendum. Gengistryggð útlán Byggðastofnunar stóðu í 9,9 milljörðum kr. 30. júní 2008 en voru komin í 16,1 milljarð kr. í árslok 2008. Að mati Byggðastofnunar var staðan svipuð í árslok 2009.

Eigið fé Íbúðalánasjóðs rýrnar áfram að mati S&P

Matsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) reiknar með því að eigið fé Íbúðalánasjóðs muni rýrna enn frekar á þessu ári og næsta. Þetta liggur meðal annars til grundvallar ákvörðun S&P að lækka lánshæfiseinkunn sjóðsins niður í ruslflokk.

Þjóðhagsspá Hagstofunnar svipuð og Seðlabankans

Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í morgun er á svipuðum línum og þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt var í síðasta mánuði í tengslum við útgáfu bankans á ritinu Fjármálastöðugleiki.

Heildaraflinn hefur dregist saman um 11,7%

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 5,5% minni en í maí 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 11,7% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði.

Mikill munur á þróun launakostnaðar milli ársfjórðunga

Heildarlaunakostnaður á greidda stund dróst saman um 3,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs frá fyrri ársfjórðungi í atvinnugreininni samgöngum og flutningum og um 2,1% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Á sama tímabili jókst heildarlaunakostnaður á greidda stund um 0,7% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 0,1% í iðnaði.

Hagstofan spáir 2,9% samdrætti í landsframleiðslu

Útlit er fyrir að árið 2010 dragist landsframleiðsla saman um 2,9%. Hagvöxtur verður hinsvegar jákvæður frá 2011 og út spátímann miðað við að stóriðjuframkvæmdir hefjist þá af fullum krafti og að geta heimilana til einkaneyslu verði ekki fyrir frekari skakkaföllum.

Gaman ef Seðlabankinn hefur fleiri tromp á hendi

Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa er fjallað um góðan árangur Seðlabanka Íslands að undanförnu og sagt að gaman væri að sjá á næstu vikum hvort bankinn hafi fleiri tromp á hendi.

Moody´s setur Grikkland í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Grikklands í svokallaðann ruslflokk. Moody´s lækkaði einkunina um fjögur stig eða úr A1 niður í Ba1. Þar með hafa öll stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors sett Grikkland í ruslflokk.

Viktoría prinsessa er efni í kauphallarhákarl

Brúðkaup sænsku prinsessunnar Viktoríu stendur fyrir dyrum og mikið rætt um allar hliðar málsins í sænskum fjölmiðlum. Nú hefur Dagens Industri fundið það út að Viktoría virðist vera ágætt efni í kaupahallarhákarl (börshaj).

Fjárfestar áhugasamir um ríkisvíxla - stabbinn minnkar

Fjárfestar reyndust áhugasamir um ríkisvíxlaútboðið sem haldið var hjá Lánamálum ríkisins síðastliðinn föstudag. Þannig bárust alls 50 gild tilboð í ríkisvíxlaflokkinn RIKV 10 1015 að fjárhæð tæplega 31,3 milljarða kr. að nafnverði. Á morgun mun ríkisvíxlastabbinn minnka um 4,3 milljarða kr.

Sjá næstu 50 fréttir