Hagstofan spáir miklum samdrætti í samneyslunni 15. júní 2010 11:06 Hagstofan áætlar að samneysla dragist áfram saman á komandi árum. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að samneysla hins opinbera dragist saman að raunvirði árið 2010 og að samdrátturinn nemi 3,8% á milli ára. Árið 2011 er reiknað með að raunsamdrátturinn nemi 3,8% og 1,8% árið 2012. Samdrátturinn er bæði hjá ríki og sveitarfélögum.Í spánni segir að samneysla hins opinbera, ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, dróst saman um 3,0% árið 2009 og nam tæplega 392 milljörðum króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Samneysla ríkissjóðs dróst saman um 4,1%, sveitarfélaga um 2,1% og almannatrygginga um 0,6%. Samneysla er laun og launatengd gjöld, afskriftir og nettó kaup á vörum og þjónustu.Laun eru stærsti hluti samneyslunnar og árið 2009 námu þau 57,3%, en árið 2008 var hlutfallið 58,9% og 61,1% árið 2007. Laun í opinbera geiranum hafa hækkað minna en annar rekstarkostnaður.Á fyrsta ársfjórðungi 2010 dróst samneysla saman um 3,8% í samanburði við fyrsta ársfjórðung 2009 samkvæmt óárstíðaleiðréttum tölum Hagstofunnar. Samneysla ríkissjóðs dróst saman um 4,6% og sveitarfélaga 3,8%, en samneysla almannatrygginga jókst um 1,3% frá sama tímabili árið áður.Samstarf stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins miðast m.a. við að tryggja sjálfbærni ríkissjóðs. Það er gert með því að breyta miklum tekjuhalla í afgang og hraða lækkun skulda á komandi árum. Í áætluninni er miðað við að tekjujöfnuður ríkisins verði jákvæður árið 2013 og frumjöfnuður árið 2011. Til að ná settum markmiðum er þörf fyrir aukið aðhald, annars vegar með niðurskurði í rekstrarútgjöldum, tilfærslum og fjárfestingu, og hins vegar með breytingum á skattkerfinu sem auka skatttekjur.Samneysla hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var 26,1% árið 2009 og hefur hlutfallið hækkað eftir efnahagshrunið. Hlutfallið var 24,9% árið 2008 og 24,2% árið 2007. Hækkun hlutfalls endurspeglar mikinn samdrátt vergrar landsframleiðslu árið 2009. Hins vegar er gert ráð fyrir að hlutfallið muni lækka á næstunni þar sem vöxtur samneyslu verður minni en vöxtur landsframleiðslu. Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hagstofan áætlar að samneysla dragist áfram saman á komandi árum. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að samneysla hins opinbera dragist saman að raunvirði árið 2010 og að samdrátturinn nemi 3,8% á milli ára. Árið 2011 er reiknað með að raunsamdrátturinn nemi 3,8% og 1,8% árið 2012. Samdrátturinn er bæði hjá ríki og sveitarfélögum.Í spánni segir að samneysla hins opinbera, ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, dróst saman um 3,0% árið 2009 og nam tæplega 392 milljörðum króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Samneysla ríkissjóðs dróst saman um 4,1%, sveitarfélaga um 2,1% og almannatrygginga um 0,6%. Samneysla er laun og launatengd gjöld, afskriftir og nettó kaup á vörum og þjónustu.Laun eru stærsti hluti samneyslunnar og árið 2009 námu þau 57,3%, en árið 2008 var hlutfallið 58,9% og 61,1% árið 2007. Laun í opinbera geiranum hafa hækkað minna en annar rekstarkostnaður.Á fyrsta ársfjórðungi 2010 dróst samneysla saman um 3,8% í samanburði við fyrsta ársfjórðung 2009 samkvæmt óárstíðaleiðréttum tölum Hagstofunnar. Samneysla ríkissjóðs dróst saman um 4,6% og sveitarfélaga 3,8%, en samneysla almannatrygginga jókst um 1,3% frá sama tímabili árið áður.Samstarf stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins miðast m.a. við að tryggja sjálfbærni ríkissjóðs. Það er gert með því að breyta miklum tekjuhalla í afgang og hraða lækkun skulda á komandi árum. Í áætluninni er miðað við að tekjujöfnuður ríkisins verði jákvæður árið 2013 og frumjöfnuður árið 2011. Til að ná settum markmiðum er þörf fyrir aukið aðhald, annars vegar með niðurskurði í rekstrarútgjöldum, tilfærslum og fjárfestingu, og hins vegar með breytingum á skattkerfinu sem auka skatttekjur.Samneysla hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var 26,1% árið 2009 og hefur hlutfallið hækkað eftir efnahagshrunið. Hlutfallið var 24,9% árið 2008 og 24,2% árið 2007. Hækkun hlutfalls endurspeglar mikinn samdrátt vergrar landsframleiðslu árið 2009. Hins vegar er gert ráð fyrir að hlutfallið muni lækka á næstunni þar sem vöxtur samneyslu verður minni en vöxtur landsframleiðslu.
Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira