Viðskipti innlent

Kaupir í Icelandair á lægra verði en lánadrottnar

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
„Beinharðir peningar hafa meira vægi en skuldir," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir í samtali Vísir.is, um viðskipti sem tilkynnt var í dag.

Framtakssjóður Íslands kaupir hlut í Icelandair Group, með 3 milljarða króna hlutafjáraukningu, á lægra verði en lánadrottnar fyrirtækisins, sem kaupa hlut með því að skuldbreyta lánum í hlutafé.

Sjóðurinn kaupir á genginu 2,5 en stærstu lánveitendur fyrirtækisins breyta skuldum í hlutafé á genginu 5. Sjóðurinn kaupir 1,2 milljarða nýja hluti en bankarnir fá 720 milljón hluti fyrir að skuldbreytinguna.

Björgólfur segir að það sé algengt í samningum sem þessum að fjárfestar sem komi með peninga inn í reksturinn fái betra verð en þeir sem breyti skuldum í hlutafé.

Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu 16 lífeyrissjóða, samdi um kaup á 30% hlut í Icelandair með því að leggja fyrirtækinu til 3 milljarða króna.

Björgólfur segir að markmið hlutafjáraukningarinnar sé að bæta lausafjárstöðu fyrirtækisins og styrkja efnahagsreikninginn.

Gert er ráð fyrir að fjárfestum og almenningi verði gefinn kostur á að leggja félaginu til nýtt hlutafé í hlutafjárútboðum síðar á árinu. Að þeim loknum verður eiginfjárhlutfallið ríflega 34% að sögn Björgólfs.

Hann segir að það teljist mjög gott hjá flugfélögum um þessar mundir.

Samhliða þessu er unnið að því að lengja í lánum.

Við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins er gert ráð fyrir að skuldir þess verði lækkaðar um ríflega 10 milljarða króna m.a. með yfirfærslu og sölu á tilteknum eignum sem eru ekki hluti af kjarnastarfsemi félagsins.

 


Tengdar fréttir

Framtakssjóður kaupir 30% hlut í Icelandair

Framtakssjóður Íslands gerði í dag bindandi samkomulag við Icelandair Group um að Framtakssjóðurinn muni fjárfesta í fyrirtækinu fyrir 3 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×