Viðskipti innlent

Margeir: Bankaskattur á þá sem ekki fengu fyrirgreiðslu fráleitur

Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Banka.
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Banka.
Samfylkingin vinnur að því að koma á sérstökum bankaskatti til að sauma í stórt fjárlagagat ríkissjóðs sem myndaðist í kjölfar bankahrunsins.

Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Banka, segir að bankaskattur á fjármálafyrirtæki sem hafi ekki fengið afslætti eða fyrirgreiðslu eins og föllnu bankarnir sé fráleitur.

„Það er skiljanlegt að litið sé til svo gífurlegs hagnaðar í einni atvinnugrein þegar reyna á að stoppa í stórt fjárlagagat. En það verður að hafa í huga að

mikill hagnaður í föllnu bönkunum getur ekki verið viðvarandi fyrirbrigði heldur aðeins til kominn vegna þess að þeir hafa fengið skuldir viðskiptavinanna til sín á undirverði. Það kostar u.þ.b. 70 milljarða á ári að reka bankakerfið, að kerfið sé með 50 milljarða hagnað ofaná þá háu tölu þýðir að kostnaður þjóðfélagsins af milliliðastarfsemi í íslenska fjármálakerfinu er 120 milljarðar króna á ári," segir hann við Vísir.is.

„Nú er ekki hægt að vísa til tekna af útrás eða erlendum viðskiptum eins og 2007. Þetta er kostnaður sem fellur á íslensk heimili og fyrirtæki og er algerlega úr samhengi við okkar litla íslenska hagkerfi. Íslendingar þurfa að koma sér upp ódýru og einföldu bankakerfi sem byggir á fáum útibúum og netbankaþjónustu," segir Margeir og bætir við: „Sérstakur bankaskattur á fjármálafyrirtæki eins og MP Banka sem hefur ekki fengið neina afslætti eða fyrirgreiðslu eins og föllnu bankarnir er auðvitað algerlega fráleitur."


Tengdar fréttir

Magnús Orri: Umtalsverðar fjárhæðir með bankaskatti

Tvær leiðir eru færar í hinum svokallaða „bankaskatti" sem Samfylkingin hefur hug á að koma á: Tekjuskattur eða skattur á eignir, að sögn Magnús Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar. Hagnaður bankanna væri jafnframt skattlagður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×