Milljónasamningur í höfn 16. júní 2010 06:00 Þórarinn Stefánsson Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. „Þeir ætla að stórauka umferð inn á farsímavefinn,“ segir Þórarinn Stefánsson, annar stofnenda Mobilitus, en Ticketmaster skiptir út eldra viðmóti fyrir viðmót íslenska upplýsingatæknifyrirtækisins. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til viðmót fyrir vefsíður sem birtast í farsímum og öðrum handtækjum. Meðal viðskiptavina er skemmtivefurinn Collegehumor.com, sem nýtur allnokkurra vinsælda á heimsvísu og nú Ticketmaster.com, stærsti miðasöluvefur heims. Fyrirtækið er í öðru sæti á eftir Amazon.com í umfangi rafrænna viðskipta í heiminum. „Það er satt að segja lygilegt að pínulítið sprotafyrirtæki uppi á Íslandi hafi landað þessum samningi,“ segir Þórarinn, en aðdragandi að viðmótsskiptum Ticketmaster hófst fyrir tæpum tveimur árum. Mobilitus fékk að taka þátt í og vann útboð verkefnisins hjá Ticketmaster. „Við unnum það bara á tækninni. Síðan náðist að semja um verð og undanfarna þrjá mánuði hefur þetta verið í virkri framleiðslu.“ Nýi samningurinn markar tímamót fyrir Mobilitus og segir Þórarinn að með þessu sé búinn til grunnur fyrir enn frekari vöxt fyrirtækisins. Tekjur komi til með að aukast þannig að fyrirtækið fari frá því að vera rekið á núllinu, yfir í að á rekstrinum verði allgóður hagnaður. Hann gæti numið tugum milljóna á þessu ári og enn meiru þegar fram í sækir, ef vel gengur. Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Mobilitusi, en að auki eru þrír aðrir. „Ein er í fæðingarorlofi og einn týndur í Belgíu,“ gantast Þórarinn. Helsta vanda fyrirtækisins segir hann nú vera að finna rétta starfsfólkið í vöxtinn. Tæknivinnan sé að baki og nú hægt að byggja á þeirri lausn sem búin hafi verið til. Þórarinn segir að hingað til hafi ríflega 30 þúsund manns komið daglega á farsímavef Ticketmaster. „Við sjáum fram á að það tvö- til þrefaldist á næstu 18 mánuðum,“ segir hann og kveður fyrirtækið ekki síst horfa til þess að auglýsa farsímasöluna á auglýsingaspjöldum sínum. Þannig megi fá þá til að kaupa miða strax sem annars hefðu hætt við á leiðinni heim. - óká Fréttir Innlent Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Ticketmaster hefur tekið í notkun farsímaviðmót frá íslenska sprotafyrirtækinu Mobilitusi. Viðmótið var tekið í notkun í Bandaríkjunum í gær, en síðan verður bætt við nýju landi hálfsmánaðarlega fram á haust. „Þeir ætla að stórauka umferð inn á farsímavefinn,“ segir Þórarinn Stefánsson, annar stofnenda Mobilitus, en Ticketmaster skiptir út eldra viðmóti fyrir viðmót íslenska upplýsingatæknifyrirtækisins. Fyrirtækið sérhæfir sig í að búa til viðmót fyrir vefsíður sem birtast í farsímum og öðrum handtækjum. Meðal viðskiptavina er skemmtivefurinn Collegehumor.com, sem nýtur allnokkurra vinsælda á heimsvísu og nú Ticketmaster.com, stærsti miðasöluvefur heims. Fyrirtækið er í öðru sæti á eftir Amazon.com í umfangi rafrænna viðskipta í heiminum. „Það er satt að segja lygilegt að pínulítið sprotafyrirtæki uppi á Íslandi hafi landað þessum samningi,“ segir Þórarinn, en aðdragandi að viðmótsskiptum Ticketmaster hófst fyrir tæpum tveimur árum. Mobilitus fékk að taka þátt í og vann útboð verkefnisins hjá Ticketmaster. „Við unnum það bara á tækninni. Síðan náðist að semja um verð og undanfarna þrjá mánuði hefur þetta verið í virkri framleiðslu.“ Nýi samningurinn markar tímamót fyrir Mobilitus og segir Þórarinn að með þessu sé búinn til grunnur fyrir enn frekari vöxt fyrirtækisins. Tekjur komi til með að aukast þannig að fyrirtækið fari frá því að vera rekið á núllinu, yfir í að á rekstrinum verði allgóður hagnaður. Hann gæti numið tugum milljóna á þessu ári og enn meiru þegar fram í sækir, ef vel gengur. Á skrifstofunni í Reykjavík eru nú fjórir starfsmenn í fullu starfi hjá Mobilitusi, en að auki eru þrír aðrir. „Ein er í fæðingarorlofi og einn týndur í Belgíu,“ gantast Þórarinn. Helsta vanda fyrirtækisins segir hann nú vera að finna rétta starfsfólkið í vöxtinn. Tæknivinnan sé að baki og nú hægt að byggja á þeirri lausn sem búin hafi verið til. Þórarinn segir að hingað til hafi ríflega 30 þúsund manns komið daglega á farsímavef Ticketmaster. „Við sjáum fram á að það tvö- til þrefaldist á næstu 18 mánuðum,“ segir hann og kveður fyrirtækið ekki síst horfa til þess að auglýsa farsímasöluna á auglýsingaspjöldum sínum. Þannig megi fá þá til að kaupa miða strax sem annars hefðu hætt við á leiðinni heim. - óká
Fréttir Innlent Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira