Fleiri fréttir

Miðlarar veðja á að evran veikist áfram

Gengi evrunnar gagnvart dollaranum hefur ekki verið veikara í fjögur ár. Gjaldeyrismiðlarar veðja á að gengið muni veikjast enn frekar en fram kemur á Bloomberg fréttaveitunni að verðið fyrir að tryggja sig gegn frekari veikingu evrunnar hefur ekki verið hærra í sjö ár.

HS Orka skilar 1,2 milljarða hagnaði

Hagnaður HS Orku á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 1,2 milljörðum kr. en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 800 milljónum kr.

Verkfall áfram hjá Carlsberg, bjórþurrkur hjá Dönum

Meiri harka er nú hlaupin í verkfallsaðgerðir starfsmanna brugghússins Carlsberg í Danmörku en starfsmennirnir samþykktu að halda verkfalli sínu áfram á stórum fundi í morgun. Danskar verslanir og krár eru að verða uppiskroppa með Carlsberg og Tuborg bjóra.

Heildaraflinn minnkaði um 16,5% milli ára í apríl

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum aprílmánuði, metinn á föstu verði, var 16,5% minni en í apríl 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 14,7% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði.

Olíuverð lækkar hratt, tunnan fór undir 70 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka á töluverðum hraða og fór í morgun undir 70 dollara á tunnuna. Verðið stendur nú í rétt rúmum 70 dollurum. Það er einkum ótryggur efnahagur í Evrópu sem veldur þessum lækkunum.

Ríkisstjórnin skoðar aðkomu að HS Orku

Fulltrúar kanadíska fyrirtækisins Magma Energy munu ganga á fund ráðherra í dag þar sem möguleg aðkoma ríkisins að málum HS Orku verður rædd. Ekki var tekin ákvörðun um sölu á hlut Geysis Green í HS Orku til Magma í gær. Boðað verður til blaðamannafundar um málið í dag.

Aldrei fleiri kaupmálar verið gerðir

Aldrei hafa fleiri kaupmálar verið gerðir eins og strax eftir bankahrunið. Ekki verður hægt að rifta þeim öllum þrátt fyrir að fyrningarfrestur hafi verið lengdur.

Tollstjóri getur krafist gjaldþrotaskipta

Tollstjóri, fyrir hönd skattrannsóknarstjóra, getur krafist þess að fyrrverandi forsvarsmenn FL Group verði teknir til gjaldþrotaskipta. Enginn þeirra á eignir upp í kyrrsetningarkröfu skattrannsóknarstjóra vegna meintrar refsiverðar háttsemi þeirra á lögum um virðisaukaskatt.

Helmingur stærstu útgerða stefna í þrot án fyrningar

Elín Björg Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda sagði á opnum sjávarútvegsfundi á Ísafirði s.l. miðvikudag að samkvæmt skýrslu Rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sé skuldarstaða 12 af 20 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna mjög slæm.

Magma mun eignast bróðurhlutann í HS orku

Fátt getur komið í veg fyrir að kanadíska fyrirtækið Magma Energy eignist 98 prósenta hluti í HS orku. Þar með yrði þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í eigu erlendra aðila. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir þetta þýða að hagnaður af orkusölunni flytjist úr landi. Bæjarfélagið hafi selt frá sér mjólkurkúna.

Jón Ásgeir segir sig úr stjórn Iceland

Jón Ásgeir Jóhannesson mun segja sig úr stjórn Iceland matvöruverslunarkeðjunnar um helgina, að því er Sunday Mail fullyrðir. Hann sagði sig úr stjórn House of Fraser í síðustu viku.

Fleiri riftunarmál í farvatninu

Fleiri riftunarmál eru í farvatninu hjá slitastjórn Landsbankans en nú þegar hefur slitastjórnin endurheimt einn milljarð króna með riftun ráðstafanna. Þeir sem riftunarmálin beinast að hafa fram til loka næstu viku til að svara slitastjórninni, að öðrum kosti verður þeim stefnt.

Frestur Jóns Ásgeirs framlengdur til mánudags

Frestur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til að skila inn lista yfir eignir sínar til slitastjórnar Glitnis framlengist fram á mánudag, segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar. „Ég geng út frá því," segir Steinunn. Fresturinn átti upphaflega að renna út klukkan tvö í dag.

Jón Ásgeir hefur frest til klukkan 14

Frestur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til að skila lista yfir allar eignir sínar rennur út klukkan tvö í dag. Lögmenn hans hafa unnið að gerð listans frá því að þeir tóku við stefnu slitastjórnar Glitnis og kröfu um kyrrsetningu eigna hans á fimmtudag.

Breskir bankar banna notkun 500 evra seðils

Breskir bankar og gjaldmiðlasalar hafa hætt að nota, eða skipta, 500 evra seðlum. Ástæðan er sú að lögregluyfirvöld hafa upplýst að 9 og hverjum 10 slíkum seðlum sem eru í umferð eru notaðir af glæpamönnum.

Landsbankinn undirbýr 250 milljarða skaðabótakröfu

Slitastjórn Landsbankans telur að fyrrverandi eigendur og stjórnendur bankans beri skaðabótaskyldu gagnvart bankanum upp á 250 milljarða króna. Ákvörðun um skaðabótamál verður tekin á næstu vikum. Að auki vinnur slitastjórnin að riftun samninga upp á um 90 milljarða króna.

Lífeyrissjóðir fjármagna öryggisíbúðir fyrir Eir

Fjármögnun á lokafrágangi við síðustu áfanga öryggisíbúða hjúkrunarheimilisins Eirar við Fróðengi í Grafarvogi er lokið, en verðbréfafyrirtækið Virðing hf. útvegaði fé til verkefnisins. Alls nam lánsfjárhæðin um ellefu hundruð milljónum króna og kemur fjármagnið frá lífeyrissjóðum landsins.

Rannsóknarteymi skilar skýrslu um Landsbankann

Páll Benediktsson talsmaður skilanefndar Landsbankans segir að sérstakt rannsóknarteymi hjá endurskoðendunum Deloitte hafi unnið að rannsókn á hugsanlegu misferli í bankanum fyrir hrunið haustið 2008.

Ferðamálastofa nýtir gosið á jákvæðan hátt

Skrifstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum sendi í vikunni út bæði fréttatilkynningar og fréttbréf tengt gosinu í Eyjafjallajökli sem skilað hafa mikilli og jákvæðri umfjöllun. Þetta kemur fram á vefsíðu Ferðamálastofu.

SA telur svigrúm til skattahækkana fullnýtt

Samtök atvinnulífsins (SA) telja að svigrúm ríkisstjórnarinnar til skattahækkana á árunum 2009-2011 sé nú þegar fullnýtt og ná verði markmiðum um bætta afkomu ríkissjóðs 2011 með gjaldalækkunum.

Séreignarsparnaðurinn nemur allt að 300 milljörðum

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í grein á vef SA um lífeyrismál og séreignarsparnað að áætlað er að séreignarsparnaður landsmanna nemi nú allt að 300 milljörðum króna.

Eimskip skilar hagnaði

Afkoma Eimskipafélags Íslands hf. eftir skatta er jákvæð um 2,3 milljónir evra eða 423 milljónir kr. fyrir tímabilið frá 1 október - 31. desember 2009.

Tekjur ríkissjóðs drógust saman um 12 milljarða

Tekjur ríkissjóðs drógust saman um rúma 12 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í yfirliti fjármálaráðuneytisins um greiðsluafkomu ríkissjóðs. Tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts drógust saman um nærri helming.

Saksóknari rannsaki söluna á Sparisjóði Hafnarfjarðar

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar, miðvikudaginn 12. maí, var samþykkt að leggja til að bæjarstjórn Hafnarfjarðar óski eftir því við embætti sérstaks saksóknara að tekin verði til skoðunar og rannsóknar sala á eignarhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar, yfirtaka Byr á eigum SPH og meðferð eignahluta.

Fyrirtæki fá aðgang að Microsoft Office 2010

Microsoft hefur nú gefið fyrirtækjum aðgang að nýjustu útgáfu Office-skrifstofuhugbúnaðarins, Microsoft Office 2010. Um leið hefur fyrirtækið gefið út nýja útgáfu af hópvinnukerfi sínu, SharePoint 2010. Þessar lausnir eru sérhannaðar til að auka framleiðni og hagkvæmni, t.d. með því að auka notkunarmöguleika þeirra á Netinu og í farsímum.

Málsókn gegn Actavis í Bandaríkjunum

Breska lyfjafyrirtækið Shire hefur tilkynnt að dótturfélag þess í Bandaríkjunum hafi höfðað mál gegn Actavis Elizabeth og Actavis Inc. þar í landi. Shire ákærir Actavis fyrir að hafa brotið gegn þremur einkaleyfum sínum á framleiðslu ofvirknilyfsins Intuniv.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð lækkar áfram

Enn lækkar skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands. Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 253 punktum (2,53%) sem er 90 punktum lægra en það stóð í lok síðustu viku. Borið saman við hæsta gildi skuldatryggingaálagsins það sem af er ári, sem var í febrúarbyrjun þegar álagið stóð í 675 punktum, þá hefur það lækkað um heila 422 punkta.

Íslandsbanki Fjármögnun lækkar vexti

Íslandsbanki Fjármögnun hefur lækkað vexti á óverðtryggðum samningum um 0,75% frá og með 12. maí síðastliðnum. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á stýrivöxtum Seðlabankans í síðustu viku.

Óvenjumikill samdráttur í verslun í apríl, sala áfengis 31% minni

Óvenjumikill samdráttur varð í veltu dagvöruverslunar og áfengisverslunar í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuði í fyrra. Ástæðuna má að hluta til rekja til þess að páskaverslun fór fram í mars á þessu ári en í apríl í fyrra. Páskarnir skýra samt ekki alfarið þennan mikla mun. Þegar horft er til samanburðar á fyrri árum þegar páskar voru annað árið í mars og það næsta í apríl kom ekki fram þessi mikli munur á veltu milli ára.

Skuldabréf Farice ehf. sett á Athugunarlista

Skuldabréf útgefin af Eignarhaldsfélaginu Farice ehf. hafa verið færð á Athugunarlista Kauphallarinnar vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til upplýsinga í ársreikningi, dags. 30. apríl 2010.

Yfirtaka Sparisjóðabankans á Mörgu smáu í lagi

„Ekki er ástæða til þess að aðhafast frekar vegna yfirtöku Sparisjóðabanka Íslands hf. á Mörgu smáu ehf." segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið en það barst inn á borð eftirlitsins í febrúar s.l. Yfirtakan var í formi þess að skuldum félagsins var breytt í eignarhald bankans.

Sex bankar á Wall Street í sigti saksóknara

Sex stórir bankar á Wall Street eru nú í sigti saksóknara í New York sem fyrirskipað hefur víðtæka glæparannsókn gegn þeim. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum.

Sigurður með sama lögmann og Amy Winehouse

Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, nú eftirlýstur af Interpol, hefur ráðið sér lögmanninn Ian Burton. Meðal fyrrum skjólstæðinga Burton má nefna söngkonuna Amy Winehouse.

Staða ríkissjóðs versnar, tekjur lækka og gjöld hækka

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2010 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 10,3 milljarð kr., sem er 5,4 milljörðum kr. lakari útkoma en á sama tímabili árið 2009. Tekjur reyndust 11,2 milljarða kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 7,7 milljarða kr.

Lárus sagður leppur Jóns Ásgeirs í Glitni

Jón Ásgeir Jóhannesson er sakaður um að hafa komið Lárusi Welding á stól bankastjóra í Glitni eftir að hafa losað sig við Bjarna Ármannsson þrátt fyrir að Lárus hafi skort nauðsynlega reynslu til að takast á við starfið, í stefnu skilanefndar og slitastjórnar Glitnis.

Jón Ásgeir ekki lengur í stjórn House of Fraser

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ákveðið að stíga úr stjórn bresku verslanakeðjunni House of Fraser. Þetta gerir hann vegna málaferla slitastjórnar Glitnis á hendur honum og sex öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins Financial Times.

Seðlabankastjóri telur réttast að stofna eftirlitshóp

Mati á kerfisáhættu var hér mjög ábótavant, mat á erlendri og innlendri lausafjár­áhættu var vanmetið og stofnana­umgjörðin svo gölluð að fólki var ekki ljóst hvar ábyrgðin lá fyrir efnahagshrunið 2008.

Um 20 starfsmenn Kaupþings grunaðir

Um tuttugu starfsmenn Kaupþings, bæði núverandi og fyrrverandi, hafa nú réttarstöðu grunaðra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekki tjá sig um rannsóknina að öðru leyti en því að yfirheyrslur stæðu yfir og myndu gera á meðan sakborningar sætu í gæsluvarðhaldi.

Hafa mánuð til að setja fram andmæli í New York

Hin stefndu í 260 milljarða króna skaðabótamáli slitastjórnar Glitnis hafa þrjátíu daga til að skila greinargerð með andmælum til dómstóls í New York. Án andmæla fellur dómur slitastjórn sjálfkrafa í vil. Lögmenn Jóns Ásgeirs í Bretlandi hafa tekið við kyrrsetningarbeiðninni á hendur honum.

Sjá næstu 50 fréttir