Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð lækkar áfram

Sennilegt að þessi lækkun á skuldatryggingaálagi ríkissjóðsins nú komi í kjölfar minnkandi áhættufælni á mörkuðum og skýrist þar með ekki af framvindu efnahagsmála hér á landi.
Sennilegt að þessi lækkun á skuldatryggingaálagi ríkissjóðsins nú komi í kjölfar minnkandi áhættufælni á mörkuðum og skýrist þar með ekki af framvindu efnahagsmála hér á landi.
Enn lækkar skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands. Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 253 punktum (2,53%) sem er 90 punktum lægra en það stóð í lok síðustu viku. Borið saman við hæsta gildi skuldatryggingaálagsins það sem af er ári, sem var í febrúarbyrjun þegar álagið stóð í 675 punktum, þá hefur það lækkað um heila 422 punkta.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að greiningin telur sennilegt að þessi lækkun á skuldatryggingaálagi ríkissjóðsins nú komi í kjölfar minnkandi áhættufælni á mörkuðum og skýrist þar með ekki af framvindu efnahagsmála hér á landi.

Þannig er þessi lækkun áhættuálagsins á Ríkissjóð Íslands ekkert einsdæmi og til að mynda hefur álagið á gríska ríkið lækkað um heila 413 punkta frá því í lok síðustu viku (þ.e. úr 939 í 526 punkta). Verulegt flökt hefur einkennt skuldatryggingaálagið á gríska ríkið að undanförnu enda hafa fá ríki fengið jafn mikla umfjöllun, og þá neikvæða, um stöðu efnahagsmála en einmitt hið gríska.

Einnig hefur orðið veruleg lækkun á skuldatryggingaálaginu á portúgalska ríkið á sama tíma og nemur lækkun þar 241 punktum (úr 440 í 199 punkta). Skuldatryggingaálag á önnur ríki, t.a.m. Írland, Spán og Ítalíu, sem glíma einnig við mikinn halla á opinberum fjármálum hefur verið að lækka um 93-101 punkta á þessu tímabili.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×