Viðskipti innlent

Kreditkortaveltan í apríl jókst um 2,9% milli ára

Heildarvelta kreditkorta í aprílmánuði var 24,4 milljarðar kr. samanborið við 23,7 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 2,9% aukning milli ára.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að heildarvelta kreditkorta jókst um 10,7% í apríl miðað við mánuðinn á undan.

Debetkortavelta í apríl var 26,7 milljarða kr. og dróst heildardebetkortaveltan í apríl saman um 4,5 milljarða kr miðað við mánuðinn á undan. Samanborið við sama tíma í fyrra dróst heildardebetkortaveltan í apríl saman um 2,1 milljarða kr. milli ára eða um 7,3%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×