Lárus sagður leppur Jóns Ásgeirs í Glitni 14. maí 2010 06:45 Eftir að Jón Ásgeir og tengdir aðilar höfðu skipt út stjórnarmönnum Glitnis var röðin komin að Bjarna Ármannssyni bankastjóra (til hægri). Arftaki hans, Lárus Welding, fékk ótrúlega góð kjör miðað við reynsluleysi, segir í stefnu skilanefndar og slitastjórnar. Fréttablaðið/Daníel Jón Ásgeir Jóhannesson er sakaður um að hafa komið Lárusi Welding á stól bankastjóra í Glitni eftir að hafa losað sig við Bjarna Ármannsson þrátt fyrir að Lárus hafi skort nauðsynlega reynslu til að takast á við starfið, í stefnu skilanefndar og slitastjórnar Glitnis. Stefna skilanefndar og slitastjórnar Glitnis var þingfest fyrir dómi í New York á þriðjudag. Þar er Jóni Ásgeiri, Lárusi og fimm öðrum einstaklingum stefnt til greiðslu jafnvirði 257 milljarða króna skaðabóta. Endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers er einnig stefnt. Í stefnunni er Jón Ásgeir sagður hafa náð undirtökunum í Glitni þegar hann, í gegnum félög í hans eigu, ásamt tengdum aðilum átti um 39 prósenta hlut í Glitni árið 2007. Jón er sagður hafa sett fólk sér handgengið í stjórn Glitnis, og komið því til leiðar að stjórnin losaði sig við Bjarna Ármannsson úr stóli forstjóra bankans. Í stefnunni er því haldið fram að Jón Ásgeir hafi í raun stýrt stjórninni, og séð til þess að hún réði Lárus Welding sem bankastjóra í stað Bjarna. Lárus var áður útibússtjóri Landsbankans í London, þar sem hann stýrði 75 starfsmönnum. Starfsmenn Glitnis voru á þeim tíma um 1.900 í tíu löndum. Í stefnunni er því haldið fram að Lárus hafi verið of reynslulítill til að takast á við starfið. Auk þess að stýra Glitni sem bankastjóri var Lárus einnig formaður lánanefndar bankans, sem tók ákvarðanir um útlán, meðal annars til fyrirtækja tengdum Jóni Ásgeiri. Í starfsreglum lánanefndarinnar voru ákvæði um að ef ekki væri mögulegt að fjalla um mál á fundum lánanefndarinnar gætu einhverjir tveir nefndarmenn heimilað lánveitingar. Annar þeirra varð að vera formaður eða varaformaður nefndarinnar. Lárus var því, að því er fram kemur í stefnunni, í lykilstöðu til að veita lán til aðila sem tengdust eigendum bankans. Lárusi er í stefnunni lýst sem nokkurs konar leppi Jóns Ásgeirs, sem hafi tekið við beinum skipunum um hvernig reka ætti bankann frá Jóni. Vitnað er í tölvupóst frá Lárusi, þar sem hann kvartaði undan því að Jón Ásgeir kæmi fram við hann eins og útibússtjóra, ekki bankastjóra. Laun Lárusar voru úr öllu samhengi við launakjör Bjarna Ármannssonar, forvera hans á bankastjórastóli. Í stefnunni kemur fram að Bjarni hafi fengið 3,3 milljónir Bandaríkjadala í laun á þeim tíu árum sem hann stýrði bankanum. Sé það reiknað á gengi dagsins í gær samsvarar það um 426 milljónum króna, eða um 42,6 milljónum á ári að meðaltali. Lárus fékk sem frægt er orðið 300 milljóna króna eingreiðslu þegar hann kom til starfa, og var lofað ríflega 10 milljónum Bandaríkjadala, 1,3 milljörðum króna, í laun fyrir fyrsta árið. Það er ríflega þreföld sú upphæð sem Bjarni fékk greidda fyrir tíu ára starf fyrir Glitni, að því er fram kemur í stefnunni. brjann@frettabladid.is Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson er sakaður um að hafa komið Lárusi Welding á stól bankastjóra í Glitni eftir að hafa losað sig við Bjarna Ármannsson þrátt fyrir að Lárus hafi skort nauðsynlega reynslu til að takast á við starfið, í stefnu skilanefndar og slitastjórnar Glitnis. Stefna skilanefndar og slitastjórnar Glitnis var þingfest fyrir dómi í New York á þriðjudag. Þar er Jóni Ásgeiri, Lárusi og fimm öðrum einstaklingum stefnt til greiðslu jafnvirði 257 milljarða króna skaðabóta. Endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers er einnig stefnt. Í stefnunni er Jón Ásgeir sagður hafa náð undirtökunum í Glitni þegar hann, í gegnum félög í hans eigu, ásamt tengdum aðilum átti um 39 prósenta hlut í Glitni árið 2007. Jón er sagður hafa sett fólk sér handgengið í stjórn Glitnis, og komið því til leiðar að stjórnin losaði sig við Bjarna Ármannsson úr stóli forstjóra bankans. Í stefnunni er því haldið fram að Jón Ásgeir hafi í raun stýrt stjórninni, og séð til þess að hún réði Lárus Welding sem bankastjóra í stað Bjarna. Lárus var áður útibússtjóri Landsbankans í London, þar sem hann stýrði 75 starfsmönnum. Starfsmenn Glitnis voru á þeim tíma um 1.900 í tíu löndum. Í stefnunni er því haldið fram að Lárus hafi verið of reynslulítill til að takast á við starfið. Auk þess að stýra Glitni sem bankastjóri var Lárus einnig formaður lánanefndar bankans, sem tók ákvarðanir um útlán, meðal annars til fyrirtækja tengdum Jóni Ásgeiri. Í starfsreglum lánanefndarinnar voru ákvæði um að ef ekki væri mögulegt að fjalla um mál á fundum lánanefndarinnar gætu einhverjir tveir nefndarmenn heimilað lánveitingar. Annar þeirra varð að vera formaður eða varaformaður nefndarinnar. Lárus var því, að því er fram kemur í stefnunni, í lykilstöðu til að veita lán til aðila sem tengdust eigendum bankans. Lárusi er í stefnunni lýst sem nokkurs konar leppi Jóns Ásgeirs, sem hafi tekið við beinum skipunum um hvernig reka ætti bankann frá Jóni. Vitnað er í tölvupóst frá Lárusi, þar sem hann kvartaði undan því að Jón Ásgeir kæmi fram við hann eins og útibússtjóra, ekki bankastjóra. Laun Lárusar voru úr öllu samhengi við launakjör Bjarna Ármannssonar, forvera hans á bankastjórastóli. Í stefnunni kemur fram að Bjarni hafi fengið 3,3 milljónir Bandaríkjadala í laun á þeim tíu árum sem hann stýrði bankanum. Sé það reiknað á gengi dagsins í gær samsvarar það um 426 milljónum króna, eða um 42,6 milljónum á ári að meðaltali. Lárus fékk sem frægt er orðið 300 milljóna króna eingreiðslu þegar hann kom til starfa, og var lofað ríflega 10 milljónum Bandaríkjadala, 1,3 milljörðum króna, í laun fyrir fyrsta árið. Það er ríflega þreföld sú upphæð sem Bjarni fékk greidda fyrir tíu ára starf fyrir Glitni, að því er fram kemur í stefnunni. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira