Lárus sagður leppur Jóns Ásgeirs í Glitni 14. maí 2010 06:45 Eftir að Jón Ásgeir og tengdir aðilar höfðu skipt út stjórnarmönnum Glitnis var röðin komin að Bjarna Ármannssyni bankastjóra (til hægri). Arftaki hans, Lárus Welding, fékk ótrúlega góð kjör miðað við reynsluleysi, segir í stefnu skilanefndar og slitastjórnar. Fréttablaðið/Daníel Jón Ásgeir Jóhannesson er sakaður um að hafa komið Lárusi Welding á stól bankastjóra í Glitni eftir að hafa losað sig við Bjarna Ármannsson þrátt fyrir að Lárus hafi skort nauðsynlega reynslu til að takast á við starfið, í stefnu skilanefndar og slitastjórnar Glitnis. Stefna skilanefndar og slitastjórnar Glitnis var þingfest fyrir dómi í New York á þriðjudag. Þar er Jóni Ásgeiri, Lárusi og fimm öðrum einstaklingum stefnt til greiðslu jafnvirði 257 milljarða króna skaðabóta. Endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers er einnig stefnt. Í stefnunni er Jón Ásgeir sagður hafa náð undirtökunum í Glitni þegar hann, í gegnum félög í hans eigu, ásamt tengdum aðilum átti um 39 prósenta hlut í Glitni árið 2007. Jón er sagður hafa sett fólk sér handgengið í stjórn Glitnis, og komið því til leiðar að stjórnin losaði sig við Bjarna Ármannsson úr stóli forstjóra bankans. Í stefnunni er því haldið fram að Jón Ásgeir hafi í raun stýrt stjórninni, og séð til þess að hún réði Lárus Welding sem bankastjóra í stað Bjarna. Lárus var áður útibússtjóri Landsbankans í London, þar sem hann stýrði 75 starfsmönnum. Starfsmenn Glitnis voru á þeim tíma um 1.900 í tíu löndum. Í stefnunni er því haldið fram að Lárus hafi verið of reynslulítill til að takast á við starfið. Auk þess að stýra Glitni sem bankastjóri var Lárus einnig formaður lánanefndar bankans, sem tók ákvarðanir um útlán, meðal annars til fyrirtækja tengdum Jóni Ásgeiri. Í starfsreglum lánanefndarinnar voru ákvæði um að ef ekki væri mögulegt að fjalla um mál á fundum lánanefndarinnar gætu einhverjir tveir nefndarmenn heimilað lánveitingar. Annar þeirra varð að vera formaður eða varaformaður nefndarinnar. Lárus var því, að því er fram kemur í stefnunni, í lykilstöðu til að veita lán til aðila sem tengdust eigendum bankans. Lárusi er í stefnunni lýst sem nokkurs konar leppi Jóns Ásgeirs, sem hafi tekið við beinum skipunum um hvernig reka ætti bankann frá Jóni. Vitnað er í tölvupóst frá Lárusi, þar sem hann kvartaði undan því að Jón Ásgeir kæmi fram við hann eins og útibússtjóra, ekki bankastjóra. Laun Lárusar voru úr öllu samhengi við launakjör Bjarna Ármannssonar, forvera hans á bankastjórastóli. Í stefnunni kemur fram að Bjarni hafi fengið 3,3 milljónir Bandaríkjadala í laun á þeim tíu árum sem hann stýrði bankanum. Sé það reiknað á gengi dagsins í gær samsvarar það um 426 milljónum króna, eða um 42,6 milljónum á ári að meðaltali. Lárus fékk sem frægt er orðið 300 milljóna króna eingreiðslu þegar hann kom til starfa, og var lofað ríflega 10 milljónum Bandaríkjadala, 1,3 milljörðum króna, í laun fyrir fyrsta árið. Það er ríflega þreföld sú upphæð sem Bjarni fékk greidda fyrir tíu ára starf fyrir Glitni, að því er fram kemur í stefnunni. brjann@frettabladid.is Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson er sakaður um að hafa komið Lárusi Welding á stól bankastjóra í Glitni eftir að hafa losað sig við Bjarna Ármannsson þrátt fyrir að Lárus hafi skort nauðsynlega reynslu til að takast á við starfið, í stefnu skilanefndar og slitastjórnar Glitnis. Stefna skilanefndar og slitastjórnar Glitnis var þingfest fyrir dómi í New York á þriðjudag. Þar er Jóni Ásgeiri, Lárusi og fimm öðrum einstaklingum stefnt til greiðslu jafnvirði 257 milljarða króna skaðabóta. Endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers er einnig stefnt. Í stefnunni er Jón Ásgeir sagður hafa náð undirtökunum í Glitni þegar hann, í gegnum félög í hans eigu, ásamt tengdum aðilum átti um 39 prósenta hlut í Glitni árið 2007. Jón er sagður hafa sett fólk sér handgengið í stjórn Glitnis, og komið því til leiðar að stjórnin losaði sig við Bjarna Ármannsson úr stóli forstjóra bankans. Í stefnunni er því haldið fram að Jón Ásgeir hafi í raun stýrt stjórninni, og séð til þess að hún réði Lárus Welding sem bankastjóra í stað Bjarna. Lárus var áður útibússtjóri Landsbankans í London, þar sem hann stýrði 75 starfsmönnum. Starfsmenn Glitnis voru á þeim tíma um 1.900 í tíu löndum. Í stefnunni er því haldið fram að Lárus hafi verið of reynslulítill til að takast á við starfið. Auk þess að stýra Glitni sem bankastjóri var Lárus einnig formaður lánanefndar bankans, sem tók ákvarðanir um útlán, meðal annars til fyrirtækja tengdum Jóni Ásgeiri. Í starfsreglum lánanefndarinnar voru ákvæði um að ef ekki væri mögulegt að fjalla um mál á fundum lánanefndarinnar gætu einhverjir tveir nefndarmenn heimilað lánveitingar. Annar þeirra varð að vera formaður eða varaformaður nefndarinnar. Lárus var því, að því er fram kemur í stefnunni, í lykilstöðu til að veita lán til aðila sem tengdust eigendum bankans. Lárusi er í stefnunni lýst sem nokkurs konar leppi Jóns Ásgeirs, sem hafi tekið við beinum skipunum um hvernig reka ætti bankann frá Jóni. Vitnað er í tölvupóst frá Lárusi, þar sem hann kvartaði undan því að Jón Ásgeir kæmi fram við hann eins og útibússtjóra, ekki bankastjóra. Laun Lárusar voru úr öllu samhengi við launakjör Bjarna Ármannssonar, forvera hans á bankastjórastóli. Í stefnunni kemur fram að Bjarni hafi fengið 3,3 milljónir Bandaríkjadala í laun á þeim tíu árum sem hann stýrði bankanum. Sé það reiknað á gengi dagsins í gær samsvarar það um 426 milljónum króna, eða um 42,6 milljónum á ári að meðaltali. Lárus fékk sem frægt er orðið 300 milljóna króna eingreiðslu þegar hann kom til starfa, og var lofað ríflega 10 milljónum Bandaríkjadala, 1,3 milljörðum króna, í laun fyrir fyrsta árið. Það er ríflega þreföld sú upphæð sem Bjarni fékk greidda fyrir tíu ára starf fyrir Glitni, að því er fram kemur í stefnunni. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira