Lárus sagður leppur Jóns Ásgeirs í Glitni 14. maí 2010 06:45 Eftir að Jón Ásgeir og tengdir aðilar höfðu skipt út stjórnarmönnum Glitnis var röðin komin að Bjarna Ármannssyni bankastjóra (til hægri). Arftaki hans, Lárus Welding, fékk ótrúlega góð kjör miðað við reynsluleysi, segir í stefnu skilanefndar og slitastjórnar. Fréttablaðið/Daníel Jón Ásgeir Jóhannesson er sakaður um að hafa komið Lárusi Welding á stól bankastjóra í Glitni eftir að hafa losað sig við Bjarna Ármannsson þrátt fyrir að Lárus hafi skort nauðsynlega reynslu til að takast á við starfið, í stefnu skilanefndar og slitastjórnar Glitnis. Stefna skilanefndar og slitastjórnar Glitnis var þingfest fyrir dómi í New York á þriðjudag. Þar er Jóni Ásgeiri, Lárusi og fimm öðrum einstaklingum stefnt til greiðslu jafnvirði 257 milljarða króna skaðabóta. Endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers er einnig stefnt. Í stefnunni er Jón Ásgeir sagður hafa náð undirtökunum í Glitni þegar hann, í gegnum félög í hans eigu, ásamt tengdum aðilum átti um 39 prósenta hlut í Glitni árið 2007. Jón er sagður hafa sett fólk sér handgengið í stjórn Glitnis, og komið því til leiðar að stjórnin losaði sig við Bjarna Ármannsson úr stóli forstjóra bankans. Í stefnunni er því haldið fram að Jón Ásgeir hafi í raun stýrt stjórninni, og séð til þess að hún réði Lárus Welding sem bankastjóra í stað Bjarna. Lárus var áður útibússtjóri Landsbankans í London, þar sem hann stýrði 75 starfsmönnum. Starfsmenn Glitnis voru á þeim tíma um 1.900 í tíu löndum. Í stefnunni er því haldið fram að Lárus hafi verið of reynslulítill til að takast á við starfið. Auk þess að stýra Glitni sem bankastjóri var Lárus einnig formaður lánanefndar bankans, sem tók ákvarðanir um útlán, meðal annars til fyrirtækja tengdum Jóni Ásgeiri. Í starfsreglum lánanefndarinnar voru ákvæði um að ef ekki væri mögulegt að fjalla um mál á fundum lánanefndarinnar gætu einhverjir tveir nefndarmenn heimilað lánveitingar. Annar þeirra varð að vera formaður eða varaformaður nefndarinnar. Lárus var því, að því er fram kemur í stefnunni, í lykilstöðu til að veita lán til aðila sem tengdust eigendum bankans. Lárusi er í stefnunni lýst sem nokkurs konar leppi Jóns Ásgeirs, sem hafi tekið við beinum skipunum um hvernig reka ætti bankann frá Jóni. Vitnað er í tölvupóst frá Lárusi, þar sem hann kvartaði undan því að Jón Ásgeir kæmi fram við hann eins og útibússtjóra, ekki bankastjóra. Laun Lárusar voru úr öllu samhengi við launakjör Bjarna Ármannssonar, forvera hans á bankastjórastóli. Í stefnunni kemur fram að Bjarni hafi fengið 3,3 milljónir Bandaríkjadala í laun á þeim tíu árum sem hann stýrði bankanum. Sé það reiknað á gengi dagsins í gær samsvarar það um 426 milljónum króna, eða um 42,6 milljónum á ári að meðaltali. Lárus fékk sem frægt er orðið 300 milljóna króna eingreiðslu þegar hann kom til starfa, og var lofað ríflega 10 milljónum Bandaríkjadala, 1,3 milljörðum króna, í laun fyrir fyrsta árið. Það er ríflega þreföld sú upphæð sem Bjarni fékk greidda fyrir tíu ára starf fyrir Glitni, að því er fram kemur í stefnunni. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson er sakaður um að hafa komið Lárusi Welding á stól bankastjóra í Glitni eftir að hafa losað sig við Bjarna Ármannsson þrátt fyrir að Lárus hafi skort nauðsynlega reynslu til að takast á við starfið, í stefnu skilanefndar og slitastjórnar Glitnis. Stefna skilanefndar og slitastjórnar Glitnis var þingfest fyrir dómi í New York á þriðjudag. Þar er Jóni Ásgeiri, Lárusi og fimm öðrum einstaklingum stefnt til greiðslu jafnvirði 257 milljarða króna skaðabóta. Endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers er einnig stefnt. Í stefnunni er Jón Ásgeir sagður hafa náð undirtökunum í Glitni þegar hann, í gegnum félög í hans eigu, ásamt tengdum aðilum átti um 39 prósenta hlut í Glitni árið 2007. Jón er sagður hafa sett fólk sér handgengið í stjórn Glitnis, og komið því til leiðar að stjórnin losaði sig við Bjarna Ármannsson úr stóli forstjóra bankans. Í stefnunni er því haldið fram að Jón Ásgeir hafi í raun stýrt stjórninni, og séð til þess að hún réði Lárus Welding sem bankastjóra í stað Bjarna. Lárus var áður útibússtjóri Landsbankans í London, þar sem hann stýrði 75 starfsmönnum. Starfsmenn Glitnis voru á þeim tíma um 1.900 í tíu löndum. Í stefnunni er því haldið fram að Lárus hafi verið of reynslulítill til að takast á við starfið. Auk þess að stýra Glitni sem bankastjóri var Lárus einnig formaður lánanefndar bankans, sem tók ákvarðanir um útlán, meðal annars til fyrirtækja tengdum Jóni Ásgeiri. Í starfsreglum lánanefndarinnar voru ákvæði um að ef ekki væri mögulegt að fjalla um mál á fundum lánanefndarinnar gætu einhverjir tveir nefndarmenn heimilað lánveitingar. Annar þeirra varð að vera formaður eða varaformaður nefndarinnar. Lárus var því, að því er fram kemur í stefnunni, í lykilstöðu til að veita lán til aðila sem tengdust eigendum bankans. Lárusi er í stefnunni lýst sem nokkurs konar leppi Jóns Ásgeirs, sem hafi tekið við beinum skipunum um hvernig reka ætti bankann frá Jóni. Vitnað er í tölvupóst frá Lárusi, þar sem hann kvartaði undan því að Jón Ásgeir kæmi fram við hann eins og útibússtjóra, ekki bankastjóra. Laun Lárusar voru úr öllu samhengi við launakjör Bjarna Ármannssonar, forvera hans á bankastjórastóli. Í stefnunni kemur fram að Bjarni hafi fengið 3,3 milljónir Bandaríkjadala í laun á þeim tíu árum sem hann stýrði bankanum. Sé það reiknað á gengi dagsins í gær samsvarar það um 426 milljónum króna, eða um 42,6 milljónum á ári að meðaltali. Lárus fékk sem frægt er orðið 300 milljóna króna eingreiðslu þegar hann kom til starfa, og var lofað ríflega 10 milljónum Bandaríkjadala, 1,3 milljörðum króna, í laun fyrir fyrsta árið. Það er ríflega þreföld sú upphæð sem Bjarni fékk greidda fyrir tíu ára starf fyrir Glitni, að því er fram kemur í stefnunni. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Viðskipti erlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent