Viðskipti innlent

Skuldabréf Farice ehf. sett á Athugunarlista

Skuldabréf útgefin af Eignarhaldsfélaginu Farice ehf. hafa verið færð á Athugunarlista Kauphallarinnar vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til upplýsinga í ársreikningi, dags. 30. apríl 2010.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Kauphallarinnar. Í fyrrgreindum ársreikningi kemur m.a. fram að Stjórn félagsins ákvað í nóvember s.l. að hefja vinnu við endurskipulagningu fjármögnunar félagsins til lengri tíma, með samningum við helstu lánardrottna félagsins.

Stefnt er að því að vinnu þessari ljúki á öðrum ársfjórðungi 2010, en helstu lánveitendur félagsins hafa tekið þátt í þeirri vinnu.

Í annarri tilkynningu frá 20. apríl segir að endurskipulagningin hafi frestast til 14. maí þ.e. í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×