Viðskipti innlent

Jón Ásgeir hefur frest til klukkan 14

Jón Ásgeir hefur frest til klukkan 14 til þess að skila inn lista yfir eigur sínar. Mynd/ Vilhelm.
Jón Ásgeir hefur frest til klukkan 14 til þess að skila inn lista yfir eigur sínar. Mynd/ Vilhelm.
Frestur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til að skila lista yfir allar eignir sínar rennur út klukkan tvö í dag. Lögmenn hans hafa unnið að gerð listans frá því að þeir tóku við stefnu slitastjórnar Glitnis og kröfu um kyrrsetningu eigna hans á fimmtudag.

Í samtali við fréttastofu í gær sagði Jón Ásgeir að listinn yrði ekki langur en honum yrði skilað áður en frestur rennur út. Skili Jón Ásgeir ekki listanum fyrir tilsettan tíma á hann yfir höfði sér fangelsisvist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×