Viðskipti innlent

Jón Ásgeir segir sig úr stjórn Iceland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson segir sig úr stjórn Iceland, fullyrðir Sunday Mail.
Jón Ásgeir Jóhannesson segir sig úr stjórn Iceland, fullyrðir Sunday Mail.
Jón Ásgeir Jóhannesson mun segja sig úr stjórn Iceland matvöruverslunarkeðjunnar um helgina, að því er Sunday Mail fullyrðir. Hann sagði sig úr stjórn House of Fraser í síðustu viku.

Sunday Mail segir að ákvörðunin sé tekin eftir að slitastjórn Glitnis stefndi Jóni Ásgeir og sex öðrum Íslendingum fyrir dómstól í New York vegna 260 milljarða kröfu á hendur þeim. Þá hafi dómstóll í Bretlandi úrskurðað að allar eigur Jóns Ásgeirs skuli kyrrsettar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×