Viðskipti innlent

Landsbankinn undirbýr 250 milljarða skaðabótakröfu

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Slitastjórn Landsbankans telur að fyrrverandi eigendur og stjórnendur bankans beri skaðabótaskyldu gagnvart bankanum upp á 250 milljarða króna. Ákvörðun um skaðabótamál verður tekin á næstu vikum. Að auki vinnur slitastjórnin að riftun samninga upp á um 90 milljarða króna.

Slitastjórn og skilanefnd Landsbankans fengu til liðs við sig sérfræðiteymi á vegum Deloitte í Bretlandi til að rannsaka starfsemi bankans í aðdraganda hrunsins.

Herdís Hallmarsdóttir, sem á sæti í slitastjórn Landsbankans, segir að ákvörðun um málshöfðun muni verða tekin á næstu vikum.

Herdís bendir á að ekki sé víst að öll þessi verðmæti skili sér inn í búið. Tveir af upphaflegum eigendum bankans séu t.a.m. gjaldþrota.

Allt kapp verði sett í að sækja tryggingu sem bankinn var með í breskri tryggingarmiðlun gegn saknæmri háttsemi stjórnenda bankans.

Sú trygging hljóðar upp á níu milljarða króna.

Þá vinnur slitastjórnin einnig að nokkrum rifturnarmálum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×