Fleiri fréttir

Aðalfundur Íslandsbanka: Enginn arður greiddur út

Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi. Friðrik Sophusson, formaður bankastjórnar Íslandsbanka flutti skýrslu stjórnar en í máli hans kom meðal annars fram að stjórn bankans teldi mikilvægt að fjárfesta enn frekar í innviðum bankans. Friðrik segir þá stefnu endurspeglast í því að ekki verði greiddur út arður fyrir starfsárið 2009.

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um þrjú prósent

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 3,08 prósent í Kauphöllinni í dag samtímis því sem félagið skilaði jákvæðu uppgjöri. Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa Össurar um 1,25 prósent og færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 0,78 prósent.

Rólegur dagur á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í 7 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 0,7 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 6,3 milljarða kr. viðskiptum.

Yfir 100 kaupsamingar um atvinnhúsnæði í mars

Í mars 2010 var þinglýst 42 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og 59 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 4.621 milljón króna en 637 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 16 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Gagnaver samþykkt úr iðnaðarnefnd - samningstími styttur um helming

Iðnaðarnefnd Alþingis samþykkti í morgun frumvarpið um gagnaver á Suðurnesjum með breytingum. Nefndin leggur til að gildistími samningsins verði styttur um helming, þannig að samningurinn gildi til 10 ára en ekki 20 ára eins og kveðið var á um í frumvarpinu. Þetta kom fram á bloggi Skúla Helgasonar, formanns iðnaðarnefndar á pressan.is.

Danske Bank: Evran hefur orðið fyrir varanlegum skaða

"Grundvöllurinn undir evrunni hefur hefur orðið fyrir varanlegum skaða," segir John Hydeskov gjaldmiðlasérfræðingur Danske Bank í samtali við börsen.dk og á þar við ástandið sem nú ríkir í löndunum í sunnanverðri Evrópu, einkum Grikklandi.

Íslandsbanki býður fyrirtækjum höfuðstólslækkun

Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjum, sem uppfylla ákveðin skilyrði, að sækja um lækkun á höfuðstól erlendra lána og breyta þeim um leið í lán í íslenskum krónum. Erlendum lánum er breytt í óverðtryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum miðað við sölugengi Seðlabanka Íslands þann 29. september 2008.

Íbúðalánasjóður heldur vöxtum óbreyttum

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða áfram 4,5% en 5,0% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis.

Hagnaður af rekstri móðurfélags Norðuráls

Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, skilaði 6,3 milljón dollara, eða rúmlega 800 milljóna kr., hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er mikill viðsnúningur á rekstri félagsins því 114,6 milljón dollara tap var á rekstrinum á sama tímabili í fyrra.

Verslunarmiðstöðin Smáralind er til sölu

Reginn ehf. dótturfélag Landsbankans (NBI hf.) hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. sem á og rekur verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi.

Kópavogur rekinn með 4 milljarða tapi í fyrra

Rekstur Kópavogsbæjar, A og B hluta, skilaði tapi upp á 4 milljarða kr. í fyrra. Ársreikningurinn var til umræðu í bæjarstjórn í gærdag. Í tilkynningu segir að þrátt fyrir erfitt rekstrarár hefur tekist að halda uppi þjónustustiginu.

Fyrrverandi sparisjóðsstjóri grunaður um innherjasvik

Grunur leikur á að fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs og tveir framkvæmdastjórar hafi nýtt sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með stofnfjárhluti í sjóðnum. Fráfarandi stjórn Byrs hefur vísað málinu til sérstaks saksóknara.

Samkeppniseftirlitið segir Símann á villigötum

Samkeppniseftirlitið segir málatilbúnað Símans ekki eiga við rök að styðjast en Síminn hefur stefnt Samkeppniseftirlitinu vegna húsleitar sem framkvæmd var á dögunum. Síminn krefst þess að öllum gögnum sem aflað var verði eytt í ljósi þess að starfsmenn samkeppnisaðila hafi annast afritatökuna.

Grikkir komnir í ruslflokk

Lækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum heimsins í kjölfar þess að Standard & Poors settu skuldabréf Grikklands í ruslflokk. Á mörkuðum er ótti um að Grikkland stefni í gjaldþrot. Grikkir eru fyrsta þjóðin á evrusvæðinu til þess að fá á sig ruslflokks stimpilinn. Portúgölsk skuldabréf voru einnig lækkuð í dag og jók það enn á lækkanir á mörkuðum og fall evrunnar.

Bland í poka á skuldabréfamarkaðinum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 12,1 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 3,2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 8,9 milljarða kr. viðskiptum.

Glitnir styrkti flokka og félög en ekki einstaklinga

„Þau gögn sem skilanefndin hefur farið yfir gefa ekki til kynna að Glitnir banki hafi styrkt einstaka stjórnmálamenn heldur hafi styrkjum sem tengjast stjórnmálum verið beint til stjórnmálaflokka og stjórnmálafélaga. Virðist þetta jafnframt vera í samræmi við þá styrktarstefnu sem bankinn setti sér sínum tíma."

KEA má eiga 35% í næstelstu fjármálastofnun landsins

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt KEA svf. heimild til að fara með allt að 35% eignarhlut í Sparisjóði Höfðhverfinga samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu FME.

Uppgjör Royal Unibrew betra en vænst var

Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, skiluðu betra uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins en vænst var. Fjórðungurinn er yfirleitt sá lélegasti á árinu hvað ölsölu varðar en Unbrew tókst að auka veltuna aðeins m.v. sama tímabil í fyrra.

Öskureikingur ESB nemur 430 milljörðum

Askan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur kostað ESB um 2,5 milljarða evra eða um 430 milljarða kr. Þetta kemur fram í mati frá Siim Kalas samgöngumálastjóra framkvæmdanefndar ESB sem birt var í dag.

Buiter: Grikkland í gjaldþrot ef betri kjör fást ekki

Íslandsvinurinn Willem Buiter aðalhagfræðingur Citigroup segir að Grikkland fari líklega í þjóðargjaldþrot eða skapi eigendum ríkisskuldabréfa sinna verulegt tjón nema landið fái betri kjör á fyrirhuguð björgunarpakka ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Moody´s: Icesavedeilan ógnar efnahagsbata Íslands

Í árlegri skýrslu sinni um Ísland segir matsfyrirtækið Moody´s að efnahagslegri endurreisn Íslands sé ógnað af því að ekki hafi tekist að leiða Icesavedeiluna til lykta. Að mistekist hafi að ná samkomulagi í deilunni hindri aðgang landsins að erlendu fjármagni.

Mikill munur á mælingum á skuldatryggingaálagi

Mikill munur er á mælingu á skuldatryggingaálagi á ríkissjóði hjá gagnveitunum Markit og CMA. Vísir.is greindi frá því í gærdag að samkvæmt Markit Itraxx vísitölunni var skuldatryggingaálagið þá 353 punktar. Á CMA í dag er álagið mælt 401 punktar.

Bartentshafssamningur raskar ekki hagsmunum Íslands

Samkomulag Norðmanna og Rússa um landhelgislínur í Barentshafi mun ekki raska hagsmunum Íslendinga á svæðinu. Ísland hefur samning um þorskveiðar innan landhelgi bæði Noregs og Rússlands í Barentshafi.

Hagnaður Deutsche Bank langt umfram væntingar

Hagnaður Deutsche Bank á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 1,76 milljörðum evra eða rúmlega 300 milljörðum kr. Þetta er 48% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra og langt umfram væntingar sérfræðinga.

Telur líklegt að Seðlabankinn kaupi áfram evrubréf

Ávöxtunarkrafa á skuldabréf ríkissjóðs (í evrum) sem er á gjalddaga 1. desember 2011 heldur áfram að lækka og er nú um 7,8%, en var um 9,15% undir lok mars þegar Seðlabankinn tilkynnti um kaup á bréfum í flokknum. Líklegt er að Seðlabankinn hafi haldið kaupunum áfram, en slíkt er mjög hagkvæmt fyrir hann og þar með ríkissjóð.

Fengu milljónir að láni hjá Milestone

Sjö fyrrverandi stjórnendur Íslandsbanka og einn framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra fengu 564 milljóna króna lán hjá Milestone Import Export Ltd. til kaupa á hlutabréfum í Glitni í maí árið 2005.

Sjóvá í ríkiseign braut gegn lögum um vátryggingar

Sjóvá hefur verið gert að greiða Fjármálaeftirlitinu (FME) eina milljón kr. í sátt vegna brots félagsins á lögum um vátryggingastarfsemi. Athygli vekur að brotið var framið þegar Sjóvá var í raun komið í eigu ríkissjóðs.

Rannsaka verður tapið áður en menn segja af sér

Rúm sjötíu prósent þeirra stjórnarmanna sem áttu sæti í stjórnum lífeyrissjóðanna fyrir hrun, sitja enn þrátt fyrir tug milljarða tap sjóðanna. Skoða verður hvers vegna tapið var svo mikið áður en menn hlaupast undan ábyrgð með afsögn segir lektor.

Dótturfélag Nýherja undirritar 1,8 milljarða samning

Applicon A/S, dótturfélag Nýherja hf. í Danmörku, hefur sem undirverktaki þýska fyrirtækisins Siemens IT Solutions undirritað samning um að annast innleiðingu á SAP viðskiptakerfum fyrir sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir í Kaupmannahöfn og á Norður Sjálandi.

Betware skilaði 181 milljóna hagnaði í fyrra

Árið 2009 var hagfellt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware á Íslandi hf., sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi og skrifstofur líka í Danmörku, Kanada, á Spáni og í Póllandi. Fram kom á aðalfundi félagsins að hagnaður þess hefði numið 181 milljón íslenskra króna, eftir skatta.

Töluverð lækkun á GBI vísitölunni

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,5% í dag í 7,8 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,6% í 3,7 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 4,1 milljarða kr. viðskiptum.

Tölvuþrjótur selur 1,5 milljón persónusíðna af Facebook

Tölvuþrjóturinn Kirllos hefur stolið 1,5 milljón persónusíðna af Facebook og selur þær nú í 1.000 síðna skömmtum. Þetta samsvarar því að fyrir hverjar 300 persónusíður á Facebook hefur Kirllos stolið einni þeirra.

Fiskvinnsla HG lokuð í 3 vikur vegna strandveiða

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf (HG) segir að loka þurfi fiskvinnslu fyrirtækisins í þrjár vikur í sumar vegna strandveiðanna. Hann segir það „nöturlegt" í viðtali við Fiskifréttir að verið sé að færa atvinnu frá þeim sem hafa lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi til „hobbýkarla" eins og hann orðar það.

Sjá næstu 50 fréttir