Viðskipti innlent

Yfir 100 kaupsamingar um atvinnhúsnæði í mars

Í mars 2010 var þinglýst 42 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og 59 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 4.621 milljón króna en 637 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 16 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands sem birtir nú upplýsingar um umsvif á markaði með atvinnuhúsnæði með nýjum hætti. Verða sambærilegar upplýsingar hér eftir birtar einu sinni í mánuði.

Í mars voru skráðir í kaupskrá 22 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og 17 utan þess. Heildarupphæð samninga á höfuðborgarsvæðinu var 1.339 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 1.264 milljónir króna.

Heildarupphæð samninga utan höfuðborgarsvæðisins var 253 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 137 milljónir króna. Af þessum samningum voru 8 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×