Viðskipti innlent

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um þrjú prósent

Úr vinnslusal Marels.
Úr vinnslusal Marels.

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 3,08 prósent í Kauphöllinni í dag samtímis því sem félagið skilaði jákvæðu uppgjöri. Á sama tíma lækkaði gengi hlutabréfa Össurar um 1,25 prósent og færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 0,78 prósent.

Úrvalsvísitalan náði methæðum til skamms tíma í dag. Hún lækkaði hins vegar þegar á leið, lækkaði um 0,01 prósent og endaði í 998 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×