Fleiri fréttir Nýskráningum bíla heldur áfram að fækka Í febrúar síðastliðnum voru nýskráðir 117 bílar hér á landi sem er fækkun upp á 32% frá sama mánuði 2009 þegar 172 bílar voru skráðir. Ef tekið er mið af nýskráningum í janúar og febrúar þá er um að ræða 39% fækkun milli ára. 3.3.2010 10:35 Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni. 3.3.2010 10:18 Gengisvísitalan ekki verið lægri síðan í júlí í fyrra Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast í dag og hefur gengisvísitalan ekki verið lægri síðan í júlí í fyrra. Vísitalan stendur nú í 229,6 stigum en hún mældist síðast undir 230 stigum í byrjun júlí s.l. 3.3.2010 09:57 Bandaríkin tapa nýsköpunartitli sínum til Íslands Bandaríkin hafa tapað titli sínum sem mesta nýsköpunarþjóð heimsins til Íslands. Samkvæmt árlegri skýrslu frá INSEAD og Samtökum iðnaðarins á Indlandi skaust Ísland úr 20. sæti listans yfir mestu nýsköpunarþjóðirnar og upp í efsta sætið í ár. 3.3.2010 09:27 Pfizer með hærra tilboð en Actavis í Ratiopharm Bandaríski lyfjarisinn Pfizer ætlar að leggja fram hærra tilboð en Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt heimildum Reuters nemur tilboð Pfizer 3 milljörðum evra en tilboð Actavis hljóðaði upp á tæpa 3 milljarða evra. 3.3.2010 08:37 Lántökur ríkissjóðs námu tæpum 437 milljörðum í fyrra Lántökur ríkissjóðs námu alls 436,8 milljarða kr. á árinu 2009. Ríkissjóður seldi ríkisbréf fyrir um 194,5 milljarða kr. og jók útistandandi stöðu ríkisvíxla um 9 milljarða kr. Einnig gaf ríkissjóður út nýjan flokk ríkisskuldabréfa til fjármögnunar eiginfjárframlagi til bankanna og veittum lánum því tengdu að fjárhæð 186 milljarða kr. 3.3.2010 08:20 Ríkissjóður rekinn með 150 milljarða halla í fyrra Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um rúma 150 milljarða kr., sem er 138,1 milljarða kr. lakari útkoma en árið 2008. 3.3.2010 08:13 Nissan innkallar hálfa milljón bíla Nissanverksmiðjurnar þurfa að innkalla hálfa milljón bíla, að langstærstum hluta til í Bandaríkjunum, vegna bilunar í bremsubúnaði og eldsneytismæli. Í tilkynningu frá bílaframleiðandanum segir að Nissan verksmiðjurnar muni gera við þá bíla sem kunni að vera bilaðir. Um sé að ræða vöruflutningabíla og smáflutningabíla. Talsmenn Nissan verksmiðjanna segja að enginn slys hafi orðið vegna þessara bilanna. 3.3.2010 08:10 Bankarnir greiða úr eigin flækjum Í kjölfar þess að íslenskt efnahagslíf fór á hliðina haustið 2008 flykktust að þröskuldi bankanna fjölmörg fyrirtæki í fjárhagslegum vanda. Eigendur þeirra höfðu þá misst allt sitt og gátu ekki staðið við bak fyrirtækjanna, eða þá að efnahagsreikningur fyrirtækjanna var sligaður af skuldum, gjarnan í erlendri mynt. 3.3.2010 06:00 Listaháskólinn enn í biðstöðu í borginni Áætlanir eru enn á teikniborðinu um að reisa 14.000 fermetra hús yfir Listaháskóla Íslands á mótum Laugavegar, Frakkastígs og Hverfisgötu og verslana- og þjónustukjarna ofar við Laugaveginn. Sveinn Björnssonar, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Cube Properties, sem á meirihluta fasteigna og lóða á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, segir efnahagsástandið setja strik í reikninginn. 3.3.2010 06:00 Skrá má Marel ytra á næsta ári Ekki er útilokað að leitað verði eftir því að skrá hlutabréf Marels á erlendan hlutabréfamarkað á næsta ári. Um tvíhliða skráningu væri að ræða en Marel hefur verið á markaði hér frá 1982. 3.3.2010 06:00 Kaupþing í rúman aldarfjórðung Kaupþing banki hélt upp á fimm ára afmæli sitt í október 1987. Á myndinni má sjá Pétur Blöndal, einn af stofnendum Kaupþings og núverandi alþingismann, taka í höndina á jafnaldra bankans í tilefni dagsins. 3.3.2010 05:00 Ástralar hækka vexti Seðlabanki Ástralíu gerði sér lítið fyrir og hækkaði stýrivexti í fjögur prósent, og segir efnahagslífið vera að styrkjast verulega. 3.3.2010 04:15 Hryðjaverkalögin voru Glitni verst Bankahrunið hér og það hvernig Bretar beittu hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi eftir setningu neyðarlaganna í okóber 2008 olli því að 1.600 milljarðar króna gufuðu upp úr eignasafni Glitni. 3.3.2010 04:00 Fjármálakreppan smitar skemmtanalífið Eigendur bandaríska næturklúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heimild til greiðsluþrotaverndar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjármálakreppunnar. 3.3.2010 03:00 Halda listagyðjunni lifandi í kreppunni Innan Arion banka er starfræktur listaklúbbur með um 230 félagsmönnum. Hann var stofnaður fyrir um fjórum árum og er öflugur í kynningu á íslenskri og erlendri myndlist innan veggja bankans. Meðlimir, sem eru allir starfsmenn Arion banka og tengdra félaga, leggja eitt þúsund krónur af launum í sameiginlegan sjóð um hver mánaðamót og er fyrir það keypt í kringum þrjátíu verk eftir íslenska myndlistarmenn. 3.3.2010 03:00 Varasamt að færa féð úr Englandsbanka Þrotabú Landsbankans á háa fjárhæð, jafnvel 220 milljarða króna, á reikningi í Bank of England sem er seðlabanki Englands. Vextir á reikningnum eru mjög lágir eins og jafnan er með reikninga í seðlabönkum. Peningarnir eru afborganir af útlánum Landsbankans. 3.3.2010 02:15 Breska pundið fellur Breska pundið hefur náð nýjum lægðum gagnvart Bandaríkjadal og evru, bæði vegna fjármálaóróa og pólitískrar óvissu. 3.3.2010 02:00 Hagar færast nær hlutabréfamarkaði Síðasta rekstrarári Haga, móðurfélags Hagkaupa og Bónuss og á annan tug annarra verslana, lauk í febrúarlok og hófst nýtt ár í bókum félagsins á mánudag. Skráningarferli Haga á hlutabréfamarkað hófst fyrir nokkru og er fundað reglulega um málið. Þá er áreiðanleikakönnun á fyrstu metrunum. 3.3.2010 02:00 Finnland varð illa úti Samdráttur varð í efnahagslífi Svíþjóðar og Finnlands á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. 3.3.2010 01:00 Heildarviðskipti með hlutabréf í febrúar námu tæpum 200 milljörðum Heildarviðskipti með hlutabréf í febrúarmánuði námu rúmum 1.777 milljónum eða 89 milljónum á dag. 2.3.2010 23:10 Kaupþing vill selja spítalalóð í Bretlandi Kaupþing banki hefur ráðið ráðgjafarfyrirtækið CB Richard Ellis til að sjá um sölu á lóð, þar sem áður var Middlesex-sjúkrahúsið, í miðborg London samkvæmt tilkynningu á heimasíðu bankans. 2.3.2010 21:05 Iceland stendur undir tæpum fjórðung af Icesave Eignarhlutur Íslendinga í bresku verslunarkeðjunni Iceland einn og sér stendur undir tæplega fjórðungi af Icesaveskuldinni. Samkvæmt útreikningum byggðum á síðasta ársuppgjöri Iceland er eignarhluturinn 750 milljón punda virði en Icesave skuldin í heild nemur 3,2 milljörðum punda. 2.3.2010 18:15 Dráttur á gögnum frá Lúxemborg Hálfs árs dráttur getur orðið á því að embætti sérstaks saksóknara fái gögn sem efnahagsbrotadeildin í Lúxemborg lagði hald á í húsleit í Banque Havilland. 2.3.2010 18:40 Ólöglegt gjaldeyrisbrask veikti krónuna Í janúar voru 4 einstaklingar handteknir vegna gruns um brot gegn gjaldeyrishaftalögunum. Það var Seðlabankinn sem skoðaði málið fyrst, sendi það til Fjármálaeftirlitsins sem vísaði málinu svo til Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. 2.3.2010 18:30 Landsbankinn selur Bílaleigu Flugleiða/Hertz Allt hlutafé Bílaleigu Flugleiða ehf. hefur verið selt til félags í jafnri eigu Sigfúsar R. Sigfússonar, Sigfúsar B. Sigfússonar, Hendriks Berndsen og Sigurðar Berndsen. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist söluna. 2.3.2010 15:02 Skuldabréfaveltan tæpir 9 milljarðar í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 8,9 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði einnig um 0,1% í 1,9 milljarða kr. viðskiptum sem og GAMMAxi: Óverðtryggt í 7,1 milljarða kr. viðskiptum. 2.3.2010 15:44 Orkukostnaður Íslendinga jókst langmest af OECD löndum Í nýrri skýrslu frá OECD kemur fram að orkukostnaður Íslendinga jókst langmest af öllum þjóðum innan OECD á tímabilinu janúar í fyrra og til janúar í ár. Á Íslandi jókst kostnaðurinn um 22,7% á tímabilinu en meðaltalshækkunin í OECD var 10,6%. 2.3.2010 14:10 Hollywood vill opna sína eigin kauphöll Hollywood áformar að opna sína eigin kauphöll þar sem almenningur getur átt viðskipti með hluti í kvikmyndum. Samkvæmt frétt í Hollywood Reporter stendur til að opna Hollywood Stock Exchange þann 20. apríl n.k. 2.3.2010 13:04 Ragna Sara Jónsdóttir ráðin til Landsvirkjunnar Ragna Sara Jónsdóttir hefur verið ráðin yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Ragna er MSc í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og BA í mannfræði frá Háskóla Íslands. 2.3.2010 12:25 Allar líkur á talsverðum viðskiptajöfnuði næsta kastið Greining Íslandsbanka telur allar líkur á að afgangur af viðskiptajöfnuði reynist talsverður næsta kastið, ef frá eru talin áhrif gömlu bankanna. Áfram séu horfur á myndarlegum afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði vegna lágs raungengis krónu og tiltölulegra hagstæðrar verðþróunar helstu útflutningsvara okkar. 2.3.2010 12:09 Sambíóin munu leigja kvikmyndahús Egilshallar Sambíóin / Kringlubíó og Kvikmyndahöllin ehf. hafa undirritað samning til 30 ára um leigu á húsnæði undir kvikmyndahús að Fossaleyni 1, Reykjavík (Egilshöll). 2.3.2010 11:59 Rúmlega 2 milljarðar greiddir í atvinnuleysisbætur Vinnumálastofnun greiddi í gær út rúmlega 2,1 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. janúar til 19. febrúar. Rúmlega 15.500 einstaklingar fengu greitt. 2.3.2010 11:05 Viðsnúningur hjá Strætó, hagnaður tæpar 300 milljónir Strætó bs. hagnaðist á síðasta ári um 296 milljónir króna eftir fjármagnsliði, en hagnaður af reglulegri starfsemi nam rúmum 400 milljónum króna. 2.3.2010 10:57 Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar Spænska úrvalsdeildarliðið Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar á síðasta keppnistímabili. Veltan nam yfir 400 milljónum evra eða 70 milljarða kr. Þetta er fimmta árið í röð sem Real Madrid er á toppi listans yfir stærstu fótboltafélög í heimi. 2.3.2010 10:49 Verðfall á hótelgistingum á Norðurlöndunum Mikið verðfall hefur orðið á hótelgistingum á Norðurlöndunum undanfarið ár. Verðin hafa lækkað mest á hótelum í Stokkhólmi eða 21%, í Osló er verðlækkunin 19% og í Kaupmannahöfn er nú 13% ódýrara að gista á hóteli en fyrir ári síðan. 2.3.2010 10:27 Gengið verður nærri gjaldeyrisforðanum á næsta ári Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa er fjallað um að töluvert hefur verið rætt um gjalddaga skulda ríkissjóðs og orkufyrirtækja á næsta og þar næsta ári. Í september á næsta ári er 300 milljón evra sambankalán ríkissjóðs á gjalddaga og í apríl 2012 er 250 milljón evra lán á gjalddaga. 2.3.2010 09:17 Bloomberg: Ísland á ekki að borga Icesaveskuld Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni. 2.3.2010 08:54 Össur hf. greiði stjórnarformanni 9,6 milljónir í árslaun Á aðalfundi Össurar hf. sem haldinn verður í næstu viku verður gerð tillaga um að árslaun stjórnarformanns félagsins fyrir síðasta ár nemi 75.000 dollurum eða um 9,6 milljónum kr. 2.3.2010 08:11 Vilja kaupa Manchester United Fjárfestar, sem eru kallaðir Rauðu riddararnir, undirbúa kaup á knattspyrnuliðinu Manchester United. Fundað var um kaupin og fjársöfnun vegna þeirra í gærkvöldi. 2.3.2010 06:53 Gífurlegar afleiðingar fyrir Evrópu ef Icesave leysist ekki John McFall formaður fjárlaganefndar breska þingins segir að það verði að nást niðurstaða í Icesave málinu. Ef slíkt niðurstaða næst ekki hefði það gífurlegar afleiðingar fyrir Evrópu. 2.3.2010 07:56 Geysir Green Energy selur hlut sinn í bandarísku jarðhitafélagi Geysir Green Energy (Geysir), hefur selt hlut sinn í bandaríska jarðhitafélaginu Ram Power Corp. Salan er hluti af markvissri áætlun til að stuðla að lækkun skulda félagsins samkvæmt tilkynningu frá félaginu. 1.3.2010 23:33 Gruna dótturfélög íslensku bankanna um að hafa falið arðgreiðslur Grunur leikur á að dótturfélög íslensku bankanna í Lúxemborg hafi falið arðgreiðslur til að raunverulegir eigendur félaganna sem fengu arðinn kæmust hjá því að greiða skatt hér á landi. 1.3.2010 18:38 Eyrir Invest selur í Össuri fyrir tæpa 3 milljarða Eyrir Invest hefur selt tæplega 17 milljón af hlutum sínum í Össuri hf. Salan nemur tæpum 3 milljörðum kr. 1.3.2010 18:58 Nettóskuldir þjóðarbúsins lækkuðu um 325 milljarða Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 8.964 milljörðum kr. í lok fjórða ársfjórðungs á síðasta ári en skuldir 14.530 milljarða kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.566 milljarða kr. og lækka nettó skuldir um tæpa 325 milljarða kr. á milli ársfjórðunga. 1.3.2010 18:13 Sjá næstu 50 fréttir
Nýskráningum bíla heldur áfram að fækka Í febrúar síðastliðnum voru nýskráðir 117 bílar hér á landi sem er fækkun upp á 32% frá sama mánuði 2009 þegar 172 bílar voru skráðir. Ef tekið er mið af nýskráningum í janúar og febrúar þá er um að ræða 39% fækkun milli ára. 3.3.2010 10:35
Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni. 3.3.2010 10:18
Gengisvísitalan ekki verið lægri síðan í júlí í fyrra Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast í dag og hefur gengisvísitalan ekki verið lægri síðan í júlí í fyrra. Vísitalan stendur nú í 229,6 stigum en hún mældist síðast undir 230 stigum í byrjun júlí s.l. 3.3.2010 09:57
Bandaríkin tapa nýsköpunartitli sínum til Íslands Bandaríkin hafa tapað titli sínum sem mesta nýsköpunarþjóð heimsins til Íslands. Samkvæmt árlegri skýrslu frá INSEAD og Samtökum iðnaðarins á Indlandi skaust Ísland úr 20. sæti listans yfir mestu nýsköpunarþjóðirnar og upp í efsta sætið í ár. 3.3.2010 09:27
Pfizer með hærra tilboð en Actavis í Ratiopharm Bandaríski lyfjarisinn Pfizer ætlar að leggja fram hærra tilboð en Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt heimildum Reuters nemur tilboð Pfizer 3 milljörðum evra en tilboð Actavis hljóðaði upp á tæpa 3 milljarða evra. 3.3.2010 08:37
Lántökur ríkissjóðs námu tæpum 437 milljörðum í fyrra Lántökur ríkissjóðs námu alls 436,8 milljarða kr. á árinu 2009. Ríkissjóður seldi ríkisbréf fyrir um 194,5 milljarða kr. og jók útistandandi stöðu ríkisvíxla um 9 milljarða kr. Einnig gaf ríkissjóður út nýjan flokk ríkisskuldabréfa til fjármögnunar eiginfjárframlagi til bankanna og veittum lánum því tengdu að fjárhæð 186 milljarða kr. 3.3.2010 08:20
Ríkissjóður rekinn með 150 milljarða halla í fyrra Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um rúma 150 milljarða kr., sem er 138,1 milljarða kr. lakari útkoma en árið 2008. 3.3.2010 08:13
Nissan innkallar hálfa milljón bíla Nissanverksmiðjurnar þurfa að innkalla hálfa milljón bíla, að langstærstum hluta til í Bandaríkjunum, vegna bilunar í bremsubúnaði og eldsneytismæli. Í tilkynningu frá bílaframleiðandanum segir að Nissan verksmiðjurnar muni gera við þá bíla sem kunni að vera bilaðir. Um sé að ræða vöruflutningabíla og smáflutningabíla. Talsmenn Nissan verksmiðjanna segja að enginn slys hafi orðið vegna þessara bilanna. 3.3.2010 08:10
Bankarnir greiða úr eigin flækjum Í kjölfar þess að íslenskt efnahagslíf fór á hliðina haustið 2008 flykktust að þröskuldi bankanna fjölmörg fyrirtæki í fjárhagslegum vanda. Eigendur þeirra höfðu þá misst allt sitt og gátu ekki staðið við bak fyrirtækjanna, eða þá að efnahagsreikningur fyrirtækjanna var sligaður af skuldum, gjarnan í erlendri mynt. 3.3.2010 06:00
Listaháskólinn enn í biðstöðu í borginni Áætlanir eru enn á teikniborðinu um að reisa 14.000 fermetra hús yfir Listaháskóla Íslands á mótum Laugavegar, Frakkastígs og Hverfisgötu og verslana- og þjónustukjarna ofar við Laugaveginn. Sveinn Björnssonar, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Cube Properties, sem á meirihluta fasteigna og lóða á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, segir efnahagsástandið setja strik í reikninginn. 3.3.2010 06:00
Skrá má Marel ytra á næsta ári Ekki er útilokað að leitað verði eftir því að skrá hlutabréf Marels á erlendan hlutabréfamarkað á næsta ári. Um tvíhliða skráningu væri að ræða en Marel hefur verið á markaði hér frá 1982. 3.3.2010 06:00
Kaupþing í rúman aldarfjórðung Kaupþing banki hélt upp á fimm ára afmæli sitt í október 1987. Á myndinni má sjá Pétur Blöndal, einn af stofnendum Kaupþings og núverandi alþingismann, taka í höndina á jafnaldra bankans í tilefni dagsins. 3.3.2010 05:00
Ástralar hækka vexti Seðlabanki Ástralíu gerði sér lítið fyrir og hækkaði stýrivexti í fjögur prósent, og segir efnahagslífið vera að styrkjast verulega. 3.3.2010 04:15
Hryðjaverkalögin voru Glitni verst Bankahrunið hér og það hvernig Bretar beittu hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi eftir setningu neyðarlaganna í okóber 2008 olli því að 1.600 milljarðar króna gufuðu upp úr eignasafni Glitni. 3.3.2010 04:00
Fjármálakreppan smitar skemmtanalífið Eigendur bandaríska næturklúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heimild til greiðsluþrotaverndar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjármálakreppunnar. 3.3.2010 03:00
Halda listagyðjunni lifandi í kreppunni Innan Arion banka er starfræktur listaklúbbur með um 230 félagsmönnum. Hann var stofnaður fyrir um fjórum árum og er öflugur í kynningu á íslenskri og erlendri myndlist innan veggja bankans. Meðlimir, sem eru allir starfsmenn Arion banka og tengdra félaga, leggja eitt þúsund krónur af launum í sameiginlegan sjóð um hver mánaðamót og er fyrir það keypt í kringum þrjátíu verk eftir íslenska myndlistarmenn. 3.3.2010 03:00
Varasamt að færa féð úr Englandsbanka Þrotabú Landsbankans á háa fjárhæð, jafnvel 220 milljarða króna, á reikningi í Bank of England sem er seðlabanki Englands. Vextir á reikningnum eru mjög lágir eins og jafnan er með reikninga í seðlabönkum. Peningarnir eru afborganir af útlánum Landsbankans. 3.3.2010 02:15
Breska pundið fellur Breska pundið hefur náð nýjum lægðum gagnvart Bandaríkjadal og evru, bæði vegna fjármálaóróa og pólitískrar óvissu. 3.3.2010 02:00
Hagar færast nær hlutabréfamarkaði Síðasta rekstrarári Haga, móðurfélags Hagkaupa og Bónuss og á annan tug annarra verslana, lauk í febrúarlok og hófst nýtt ár í bókum félagsins á mánudag. Skráningarferli Haga á hlutabréfamarkað hófst fyrir nokkru og er fundað reglulega um málið. Þá er áreiðanleikakönnun á fyrstu metrunum. 3.3.2010 02:00
Finnland varð illa úti Samdráttur varð í efnahagslífi Svíþjóðar og Finnlands á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. 3.3.2010 01:00
Heildarviðskipti með hlutabréf í febrúar námu tæpum 200 milljörðum Heildarviðskipti með hlutabréf í febrúarmánuði námu rúmum 1.777 milljónum eða 89 milljónum á dag. 2.3.2010 23:10
Kaupþing vill selja spítalalóð í Bretlandi Kaupþing banki hefur ráðið ráðgjafarfyrirtækið CB Richard Ellis til að sjá um sölu á lóð, þar sem áður var Middlesex-sjúkrahúsið, í miðborg London samkvæmt tilkynningu á heimasíðu bankans. 2.3.2010 21:05
Iceland stendur undir tæpum fjórðung af Icesave Eignarhlutur Íslendinga í bresku verslunarkeðjunni Iceland einn og sér stendur undir tæplega fjórðungi af Icesaveskuldinni. Samkvæmt útreikningum byggðum á síðasta ársuppgjöri Iceland er eignarhluturinn 750 milljón punda virði en Icesave skuldin í heild nemur 3,2 milljörðum punda. 2.3.2010 18:15
Dráttur á gögnum frá Lúxemborg Hálfs árs dráttur getur orðið á því að embætti sérstaks saksóknara fái gögn sem efnahagsbrotadeildin í Lúxemborg lagði hald á í húsleit í Banque Havilland. 2.3.2010 18:40
Ólöglegt gjaldeyrisbrask veikti krónuna Í janúar voru 4 einstaklingar handteknir vegna gruns um brot gegn gjaldeyrishaftalögunum. Það var Seðlabankinn sem skoðaði málið fyrst, sendi það til Fjármálaeftirlitsins sem vísaði málinu svo til Efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. 2.3.2010 18:30
Landsbankinn selur Bílaleigu Flugleiða/Hertz Allt hlutafé Bílaleigu Flugleiða ehf. hefur verið selt til félags í jafnri eigu Sigfúsar R. Sigfússonar, Sigfúsar B. Sigfússonar, Hendriks Berndsen og Sigurðar Berndsen. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist söluna. 2.3.2010 15:02
Skuldabréfaveltan tæpir 9 milljarðar í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 8,9 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði einnig um 0,1% í 1,9 milljarða kr. viðskiptum sem og GAMMAxi: Óverðtryggt í 7,1 milljarða kr. viðskiptum. 2.3.2010 15:44
Orkukostnaður Íslendinga jókst langmest af OECD löndum Í nýrri skýrslu frá OECD kemur fram að orkukostnaður Íslendinga jókst langmest af öllum þjóðum innan OECD á tímabilinu janúar í fyrra og til janúar í ár. Á Íslandi jókst kostnaðurinn um 22,7% á tímabilinu en meðaltalshækkunin í OECD var 10,6%. 2.3.2010 14:10
Hollywood vill opna sína eigin kauphöll Hollywood áformar að opna sína eigin kauphöll þar sem almenningur getur átt viðskipti með hluti í kvikmyndum. Samkvæmt frétt í Hollywood Reporter stendur til að opna Hollywood Stock Exchange þann 20. apríl n.k. 2.3.2010 13:04
Ragna Sara Jónsdóttir ráðin til Landsvirkjunnar Ragna Sara Jónsdóttir hefur verið ráðin yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Ragna er MSc í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og BA í mannfræði frá Háskóla Íslands. 2.3.2010 12:25
Allar líkur á talsverðum viðskiptajöfnuði næsta kastið Greining Íslandsbanka telur allar líkur á að afgangur af viðskiptajöfnuði reynist talsverður næsta kastið, ef frá eru talin áhrif gömlu bankanna. Áfram séu horfur á myndarlegum afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði vegna lágs raungengis krónu og tiltölulegra hagstæðrar verðþróunar helstu útflutningsvara okkar. 2.3.2010 12:09
Sambíóin munu leigja kvikmyndahús Egilshallar Sambíóin / Kringlubíó og Kvikmyndahöllin ehf. hafa undirritað samning til 30 ára um leigu á húsnæði undir kvikmyndahús að Fossaleyni 1, Reykjavík (Egilshöll). 2.3.2010 11:59
Rúmlega 2 milljarðar greiddir í atvinnuleysisbætur Vinnumálastofnun greiddi í gær út rúmlega 2,1 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. janúar til 19. febrúar. Rúmlega 15.500 einstaklingar fengu greitt. 2.3.2010 11:05
Viðsnúningur hjá Strætó, hagnaður tæpar 300 milljónir Strætó bs. hagnaðist á síðasta ári um 296 milljónir króna eftir fjármagnsliði, en hagnaður af reglulegri starfsemi nam rúmum 400 milljónum króna. 2.3.2010 10:57
Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar Spænska úrvalsdeildarliðið Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar á síðasta keppnistímabili. Veltan nam yfir 400 milljónum evra eða 70 milljarða kr. Þetta er fimmta árið í röð sem Real Madrid er á toppi listans yfir stærstu fótboltafélög í heimi. 2.3.2010 10:49
Verðfall á hótelgistingum á Norðurlöndunum Mikið verðfall hefur orðið á hótelgistingum á Norðurlöndunum undanfarið ár. Verðin hafa lækkað mest á hótelum í Stokkhólmi eða 21%, í Osló er verðlækkunin 19% og í Kaupmannahöfn er nú 13% ódýrara að gista á hóteli en fyrir ári síðan. 2.3.2010 10:27
Gengið verður nærri gjaldeyrisforðanum á næsta ári Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa er fjallað um að töluvert hefur verið rætt um gjalddaga skulda ríkissjóðs og orkufyrirtækja á næsta og þar næsta ári. Í september á næsta ári er 300 milljón evra sambankalán ríkissjóðs á gjalddaga og í apríl 2012 er 250 milljón evra lán á gjalddaga. 2.3.2010 09:17
Bloomberg: Ísland á ekki að borga Icesaveskuld Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni. 2.3.2010 08:54
Össur hf. greiði stjórnarformanni 9,6 milljónir í árslaun Á aðalfundi Össurar hf. sem haldinn verður í næstu viku verður gerð tillaga um að árslaun stjórnarformanns félagsins fyrir síðasta ár nemi 75.000 dollurum eða um 9,6 milljónum kr. 2.3.2010 08:11
Vilja kaupa Manchester United Fjárfestar, sem eru kallaðir Rauðu riddararnir, undirbúa kaup á knattspyrnuliðinu Manchester United. Fundað var um kaupin og fjársöfnun vegna þeirra í gærkvöldi. 2.3.2010 06:53
Gífurlegar afleiðingar fyrir Evrópu ef Icesave leysist ekki John McFall formaður fjárlaganefndar breska þingins segir að það verði að nást niðurstaða í Icesave málinu. Ef slíkt niðurstaða næst ekki hefði það gífurlegar afleiðingar fyrir Evrópu. 2.3.2010 07:56
Geysir Green Energy selur hlut sinn í bandarísku jarðhitafélagi Geysir Green Energy (Geysir), hefur selt hlut sinn í bandaríska jarðhitafélaginu Ram Power Corp. Salan er hluti af markvissri áætlun til að stuðla að lækkun skulda félagsins samkvæmt tilkynningu frá félaginu. 1.3.2010 23:33
Gruna dótturfélög íslensku bankanna um að hafa falið arðgreiðslur Grunur leikur á að dótturfélög íslensku bankanna í Lúxemborg hafi falið arðgreiðslur til að raunverulegir eigendur félaganna sem fengu arðinn kæmust hjá því að greiða skatt hér á landi. 1.3.2010 18:38
Eyrir Invest selur í Össuri fyrir tæpa 3 milljarða Eyrir Invest hefur selt tæplega 17 milljón af hlutum sínum í Össuri hf. Salan nemur tæpum 3 milljörðum kr. 1.3.2010 18:58
Nettóskuldir þjóðarbúsins lækkuðu um 325 milljarða Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 8.964 milljörðum kr. í lok fjórða ársfjórðungs á síðasta ári en skuldir 14.530 milljarða kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.566 milljarða kr. og lækka nettó skuldir um tæpa 325 milljarða kr. á milli ársfjórðunga. 1.3.2010 18:13