Viðskipti innlent

Kaupþing í rúman aldarfjórðung

til hamingju með daginn Pétur Blöndal, einn af stofnendum Kaupþings, tekur í höndina á jafnaldra bankans á fimm ára afmæli hans.
  Mynd/Brynjar gauti sveinsson (ljósmyndasafn reykjavíkur)
til hamingju með daginn Pétur Blöndal, einn af stofnendum Kaupþings, tekur í höndina á jafnaldra bankans á fimm ára afmæli hans. Mynd/Brynjar gauti sveinsson (ljósmyndasafn reykjavíkur)

Kaupþing banki hélt upp á fimm ára afmæli sitt í október 1987. Á myndinni má sjá Pétur Blöndal, einn af stofnendum Kaupþings og núverandi alþingismann, taka í höndina á jafnaldra bankans í tilefni dagsins.

Pétur var einn átta Íslendinga sem stofnuðu Kaupþing 1982. Fjórum árum síðar seldu stofnfélagarnir 49 prósent hlutabréfa sinna til sparisjóðanna. Sá hlutur var aukinn um eitt prósent árið 1990 og Búnaðarbanki Íslands eignaðist hinn helminginn í bankanum. Sex árum síðar eignuðust sparisjóðirnir hlut Búnaðarbankans í Kaupþingi, sem var alfarið í þeirra eigu til ársins 2000 þegar Kaupþing banki hf. var skráður á Verðbréfaþing Íslands.

Kaupþing sameinaðist Búnaðarbankanum á fyrri hluta árs 2003. Sameinaður banki var stærsti viðskiptabanki á Íslandi. Í kjölfarið tók hann upp nafnið KB banki en því var aftur breytt í Kaupþing bank árið 2007.

Ríkið tók Kaupþing yfir ásamt öðrum viðskiptabönkum í október 2008. Fyrir nokkrum mánuðum náðust samningar um að erlendir kröfuhafar tækju yfir eignir bankans og í framhaldinu var nafni hans breytt í Arion bank.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×