Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum 3. mars 2010 10:18 Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að beðni bandarískra stjórnvalda komi í kjölfar fundar sem sumir af stærstu vogunarsjóðum heims áttu þann 8. febrúar s.l. á Manhattan þar sem rætt var um að skortselja evruna og ná gengi hennar þannig niður í einn á móti einum gagnvart dollaranum.Meðal þeirra sem sjóða sem áttu háttsetta fulltrúa á þessum fundi voru SAC Capital, Soros Management og Brigade Capital. Enginn talsmaður þessara sjóða vildi ræða málið við Bloomberg þegar eftir því var leitað.Bloomberg greinir frá því að auk stöðutöku gegn evrunni var á fundinum rætt um að taka stöður með kanadíska dollaranum og hlutum í Philip Morris International og stöður gegn hlutum í Wells Fargo og Bank of America.Herbert Hovenkamp lögfræðikennari við háskólann í Iowa segir í samtali við Bloomberg að stóra spurningin sé hvort það hafi verið um óformlegan fund að ræða þar sem miðlarar ræddu viðbrögð sín við þeim straumum sem eru í gangi á markaðinum.„Slíkt væri löglegt," segir Hovenkamp. „Það sem er ólöglegt er ef menn hafi sammælst um ákveðin verð á evrunni til að fella gengi hennar og koma þar með af stað áhlaupi sem myndi veikja evruna ennfrekar."Bandarískir þingmenn hafa ákveðið að halda vitnaleiðslur um hvaða hlutverk Goldman Sachs gæti hafa átt í grísku skuldakreppunni. Vitnaleiðslurnar beinast að afleiðuviðskiptum Goldman Sachs við grískar fjármálastofnanir. Á sama tíma hefur framkvæmdastjórn ESB boðað rannsókn á viðskiptum vogunarsjóða og banka með skuldatryggingar í kjölfar grísku kreppunnar. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að beðni bandarískra stjórnvalda komi í kjölfar fundar sem sumir af stærstu vogunarsjóðum heims áttu þann 8. febrúar s.l. á Manhattan þar sem rætt var um að skortselja evruna og ná gengi hennar þannig niður í einn á móti einum gagnvart dollaranum.Meðal þeirra sem sjóða sem áttu háttsetta fulltrúa á þessum fundi voru SAC Capital, Soros Management og Brigade Capital. Enginn talsmaður þessara sjóða vildi ræða málið við Bloomberg þegar eftir því var leitað.Bloomberg greinir frá því að auk stöðutöku gegn evrunni var á fundinum rætt um að taka stöður með kanadíska dollaranum og hlutum í Philip Morris International og stöður gegn hlutum í Wells Fargo og Bank of America.Herbert Hovenkamp lögfræðikennari við háskólann í Iowa segir í samtali við Bloomberg að stóra spurningin sé hvort það hafi verið um óformlegan fund að ræða þar sem miðlarar ræddu viðbrögð sín við þeim straumum sem eru í gangi á markaðinum.„Slíkt væri löglegt," segir Hovenkamp. „Það sem er ólöglegt er ef menn hafi sammælst um ákveðin verð á evrunni til að fella gengi hennar og koma þar með af stað áhlaupi sem myndi veikja evruna ennfrekar."Bandarískir þingmenn hafa ákveðið að halda vitnaleiðslur um hvaða hlutverk Goldman Sachs gæti hafa átt í grísku skuldakreppunni. Vitnaleiðslurnar beinast að afleiðuviðskiptum Goldman Sachs við grískar fjármálastofnanir. Á sama tíma hefur framkvæmdastjórn ESB boðað rannsókn á viðskiptum vogunarsjóða og banka með skuldatryggingar í kjölfar grísku kreppunnar.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira