Viðskipti innlent

Hryðjaverkalögin voru Glitni verst

Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar
Í skýrslutöku Á þessari uppstilltu mynd má sjá hvernig skýrslutaka fer fram í húsakynnum skilanefndar og slitastjórnar Glitnis. Steinunn Guðbjartsdóttir situr við enda borðsins undir myndbandsupptökuvél.  Markaðurinn/GVA
Í skýrslutöku Á þessari uppstilltu mynd má sjá hvernig skýrslutaka fer fram í húsakynnum skilanefndar og slitastjórnar Glitnis. Steinunn Guðbjartsdóttir situr við enda borðsins undir myndbandsupptökuvél. Markaðurinn/GVA

Bankahrunið hér og það hvernig Bretar beittu hryðjuverkalögum til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi eftir setningu neyðarlaganna í okóber 2008 olli því að 1.600 milljarðar króna gufuðu upp úr eignasafni Glitni.

Árni Tómasson, formaður skilanefndar bankans, segir viðskiptavild hafa gufað upp og verðmæti afleiðusamninga orðið að nær engu. Þá hafi hryðjuverkalögin haft alvarlegar afleiðingar fyrir reksturinn erlendis. Viðvörunarbjöllur hafi hringt víða, erlendir kröfuhafar innkallað veð og starfsmenn erlendra dótturfélaga hótað að ganga út. Í kjölfarið hafi skilanefndin neyðst til að selja eignir á hrakvirði á brunaútsölu.

Þetta á einna helst við starfsstöðvar Glitnis á Norðurlöndunum en þar munaði litlu að stjórnendur gengju á dyr. Ákveðið var því að selja þeim þær fyrir lítinn pening svo skilanefndin gæti staðið við skuldbindingar sínar.

Skilanefnd og slitastjórn Glitnis hefur síðustu daga kynnt starfsemi sína og stöðuna eftir uppskiptingu í innlenda og erlenda starfsemi eftir hrun bankans. Þar hefur komið fram að dótturfélög á Norðurlöndunum og starfsstöðvar í Kína og Indlandi og víðar hafi verið seld afar lágu verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×