Viðskipti innlent

Össur hf. greiði stjórnarformanni 9,6 milljónir í árslaun

Á aðalfundi Össurar sem haldinn verður í næstu viku verður gerð tillaga um að árslaun stjórnarformanns félagsins fyrir síðasta ár nemi 75.000 dollurum eða um 9,6 milljónum kr.

Samkvæmt tillögunni verða árslaun varaformanns stjórnar 45.000 dollarar eða 5,8 milljónir kr. og árslaun meðstjórnenda verða 30.000 dollarar eða um 3,8 milljónir kr.

Stjórn félagsins leggur til að stærð hennar verði óbreytt og að allir núverandi stjórnarmenn séu endurkjörnir, þ.e. Niels Jacobsen (stjórnarformaður), Þórður Magnússon, Arne Boye Nielsen, Kristján Tómas Ragnarsson og Svafa Grönfeldt.

Meðal annarra tillagna má nefna að stjórn félagsins leggur til að hagnaður félagsins á árinu 2009 verði fluttur til næsta árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×