Bloomberg: Ísland á ekki að borga Icesaveskuld 2. mars 2010 08:54 Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.Lynn hvetur Íslendinga til þess að senda heiminum skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. Þau eru: „Getum ekki borgað, munum ekki borga svo þið getið hoppað í hafið (so go take a hike).Lynn segir að það sé engin ástæða til þess að Íslendingar greiði Icesaveskuldin, þvert á móti séu gildar ástæður fyrir því að gera slíkt ekki.Í fyrsta lagi stofnaði almenningur á Íslandi ekki til þessarar skuldar. Það voru nokkrir villtir bankamenn sem tóku brjálaða og óábyrga áhættu. Enginn fékk tækifæri til að kjósa um hvort íslensku bankarnir ættu að blása út um allan heim.Í öðru lagi liggur sökin jafn mikið hjá Bretum og Hollendingum. Þeir leyfðu íslensku bönkunum að starfa í löndum sínum. Þeir tóku síðan ákvörðun um að borga innistæðueigendum. Ef stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi eru ábyrg að hluta til eiga þau að bera hluta af kostnaðinum.Í þriðja lagi liggur sökin hjá innistæðueigendunum sjálfum eins og hverjum öðrum. Þeir settu fé sitt í íslensku bankanna sem borguðu hærri vexti en nokkrir aðrir. Og samt þarftu aðeins greindarvísitölu upp á 10 til að vita að hærri ávinningur þýðir meiri áhætta. „Það var heimskuleg ákvörðun þeirrra að setja fé sitt inn í þessa banka og það er engin ástæða til að vernda þá fyrir afleiðingum þessarar slæmu dómgreindar," segir Lynn.Í fjórða lagi er skuldabyrðin of íþyngjandi fyrir Íslendinga. Hún mun sliga þjóðina í heila kynslóð. Ísland þarf að endurbyggja sig eftir hrunið og þarf á öllu sínu fé að halda til að slíkt takist.Í lok segir Lynn svo að Íslendingar ættu að senda frá sér þau skýru skilaboð að þeir sköpuðu ekki þetta vandamál og það er ástæðulaust að almenningur borgi fyrir það. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.Lynn hvetur Íslendinga til þess að senda heiminum skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. Þau eru: „Getum ekki borgað, munum ekki borga svo þið getið hoppað í hafið (so go take a hike).Lynn segir að það sé engin ástæða til þess að Íslendingar greiði Icesaveskuldin, þvert á móti séu gildar ástæður fyrir því að gera slíkt ekki.Í fyrsta lagi stofnaði almenningur á Íslandi ekki til þessarar skuldar. Það voru nokkrir villtir bankamenn sem tóku brjálaða og óábyrga áhættu. Enginn fékk tækifæri til að kjósa um hvort íslensku bankarnir ættu að blása út um allan heim.Í öðru lagi liggur sökin jafn mikið hjá Bretum og Hollendingum. Þeir leyfðu íslensku bönkunum að starfa í löndum sínum. Þeir tóku síðan ákvörðun um að borga innistæðueigendum. Ef stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi eru ábyrg að hluta til eiga þau að bera hluta af kostnaðinum.Í þriðja lagi liggur sökin hjá innistæðueigendunum sjálfum eins og hverjum öðrum. Þeir settu fé sitt í íslensku bankanna sem borguðu hærri vexti en nokkrir aðrir. Og samt þarftu aðeins greindarvísitölu upp á 10 til að vita að hærri ávinningur þýðir meiri áhætta. „Það var heimskuleg ákvörðun þeirrra að setja fé sitt inn í þessa banka og það er engin ástæða til að vernda þá fyrir afleiðingum þessarar slæmu dómgreindar," segir Lynn.Í fjórða lagi er skuldabyrðin of íþyngjandi fyrir Íslendinga. Hún mun sliga þjóðina í heila kynslóð. Ísland þarf að endurbyggja sig eftir hrunið og þarf á öllu sínu fé að halda til að slíkt takist.Í lok segir Lynn svo að Íslendingar ættu að senda frá sér þau skýru skilaboð að þeir sköpuðu ekki þetta vandamál og það er ástæðulaust að almenningur borgi fyrir það.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira