Bloomberg: Ísland á ekki að borga Icesaveskuld 2. mars 2010 08:54 Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.Lynn hvetur Íslendinga til þess að senda heiminum skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. Þau eru: „Getum ekki borgað, munum ekki borga svo þið getið hoppað í hafið (so go take a hike).Lynn segir að það sé engin ástæða til þess að Íslendingar greiði Icesaveskuldin, þvert á móti séu gildar ástæður fyrir því að gera slíkt ekki.Í fyrsta lagi stofnaði almenningur á Íslandi ekki til þessarar skuldar. Það voru nokkrir villtir bankamenn sem tóku brjálaða og óábyrga áhættu. Enginn fékk tækifæri til að kjósa um hvort íslensku bankarnir ættu að blása út um allan heim.Í öðru lagi liggur sökin jafn mikið hjá Bretum og Hollendingum. Þeir leyfðu íslensku bönkunum að starfa í löndum sínum. Þeir tóku síðan ákvörðun um að borga innistæðueigendum. Ef stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi eru ábyrg að hluta til eiga þau að bera hluta af kostnaðinum.Í þriðja lagi liggur sökin hjá innistæðueigendunum sjálfum eins og hverjum öðrum. Þeir settu fé sitt í íslensku bankanna sem borguðu hærri vexti en nokkrir aðrir. Og samt þarftu aðeins greindarvísitölu upp á 10 til að vita að hærri ávinningur þýðir meiri áhætta. „Það var heimskuleg ákvörðun þeirrra að setja fé sitt inn í þessa banka og það er engin ástæða til að vernda þá fyrir afleiðingum þessarar slæmu dómgreindar," segir Lynn.Í fjórða lagi er skuldabyrðin of íþyngjandi fyrir Íslendinga. Hún mun sliga þjóðina í heila kynslóð. Ísland þarf að endurbyggja sig eftir hrunið og þarf á öllu sínu fé að halda til að slíkt takist.Í lok segir Lynn svo að Íslendingar ættu að senda frá sér þau skýru skilaboð að þeir sköpuðu ekki þetta vandamál og það er ástæðulaust að almenningur borgi fyrir það. Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.Lynn hvetur Íslendinga til þess að senda heiminum skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn kemur. Þau eru: „Getum ekki borgað, munum ekki borga svo þið getið hoppað í hafið (so go take a hike).Lynn segir að það sé engin ástæða til þess að Íslendingar greiði Icesaveskuldin, þvert á móti séu gildar ástæður fyrir því að gera slíkt ekki.Í fyrsta lagi stofnaði almenningur á Íslandi ekki til þessarar skuldar. Það voru nokkrir villtir bankamenn sem tóku brjálaða og óábyrga áhættu. Enginn fékk tækifæri til að kjósa um hvort íslensku bankarnir ættu að blása út um allan heim.Í öðru lagi liggur sökin jafn mikið hjá Bretum og Hollendingum. Þeir leyfðu íslensku bönkunum að starfa í löndum sínum. Þeir tóku síðan ákvörðun um að borga innistæðueigendum. Ef stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi eru ábyrg að hluta til eiga þau að bera hluta af kostnaðinum.Í þriðja lagi liggur sökin hjá innistæðueigendunum sjálfum eins og hverjum öðrum. Þeir settu fé sitt í íslensku bankanna sem borguðu hærri vexti en nokkrir aðrir. Og samt þarftu aðeins greindarvísitölu upp á 10 til að vita að hærri ávinningur þýðir meiri áhætta. „Það var heimskuleg ákvörðun þeirrra að setja fé sitt inn í þessa banka og það er engin ástæða til að vernda þá fyrir afleiðingum þessarar slæmu dómgreindar," segir Lynn.Í fjórða lagi er skuldabyrðin of íþyngjandi fyrir Íslendinga. Hún mun sliga þjóðina í heila kynslóð. Ísland þarf að endurbyggja sig eftir hrunið og þarf á öllu sínu fé að halda til að slíkt takist.Í lok segir Lynn svo að Íslendingar ættu að senda frá sér þau skýru skilaboð að þeir sköpuðu ekki þetta vandamál og það er ástæðulaust að almenningur borgi fyrir það.
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira