Viðskipti innlent

Eyrir Invest selur í Össuri fyrir tæpa 3 milljarða

Eyrir Invest hefur selt tæplega 17 milljón af hlutum sínum í Össuri hf. Salan nemur tæpum 3 milljörðum kr.

Í flöggun til Kauphallarinnar segir að hlutirnir, 16,9 milljón talsins hafi verið seldir á 7,25 danskar kr. stykkið.

Eftir söluna á Eyrir Invest rúmlega 68,5 milljón hluti í Össur.

Fram kemur í flögguninni, um tengsl fruminnherja, að Þórður Magnússon sé stjórnarformaður Eyrir Invest. Þórður er jafnframt varaformaður stjórnar Össur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×