Fréttaskýring: Minni gjaldeyrir ferðamanna fellir krónuna Friðrik Indriðson skrifar 6. nóvember 2009 15:30 Mikið útflæði og nær ekkert innflæði á gjaldeyrismarkaðin hefur valdið því að krónan hefur fallið töluvert eftir hádegið í dag eða um 1,1% þegar þetta er skrifað hálftíma fyrir lokun markaðarins. Helsta ástæðan er að Seðlabankinn hefur ekki verið með nein inngrip á markaðinn í dag eins og áður í ár þegar þetta hefur gerst. Önnur stór ástæða fyrir gengisveikingunni í dag er að gjaldeyrir frá ferðamönnum er orðinn mun minni á markaðinum en hann var í sumar þegar ferðamannatímabilið stóð sem hæst. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka segir að sá gjaldeyrir skili sér fljótast og best inn á markaðinn og þegar hann minnkar eins og nú finni menn strax fyrir slíku. Hvað varðar vaxtalækkun Seðlabankans segir Jón Bjarki að hann telji ekki að hún eigi hér hlut að máli. Hinsvegar sé athyglisvert að aflétting á hluta af gjaldeyrishöftunum um síðustu mánaðarmót hafi ekki haft nein áhrif hvað varðar aukinn áhuga erlendra aðila á að kaupa krónur. „Þetta er allt spurning um trúverðugleika og þegar hann virðist ekki til staðar á krónan erfitt með að ná fluginu á ný," segir Jón Bjarki. „Krónan styrkist ekki að ráði að nýju nema erlendir fjárfestar fáist til að kaupa krónur." Hvað gjaldeyri ferðamannana varðar rímar minnkun hans á markaðinum við nýjar tölur frá Ferðamálastofu um fækkun á erlendum gestum um Leifsstöð í síðasta mánuði en hún nam 7,5% miðað við sama tíma í fyrra. Þar að auki er helsta ferðamannatímabilið liðið fyrir nokkru síðan. En hvað sem þessu líður er athyglisvert að skoða álit frá greiningardeild SEB bankans í Svíþjóð á afnámi hluta gjaldeyrishaftanna um síðustu mánaðarmót. Greiningin sér kauptækifæri í krónunni og mælir með kaupum henni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna. SEB spári því að aflandsgengið og skráð gengið hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 kr. fyrir evruna á fyrsta ársfjórðung. Og að gengið styrkist síðan og verði komið í 160 kr. fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Svo virðist sem fáir eða engir erlendir fjárfestar taki mikið mark á þessu áliti SEB. Allavega voru engin viðskipti með krónur á aflandsmarkaðinum fyrstu fjóra dagana í þessari viku, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Og þá komum við aftur að lykilatriðinu fyrir því að krónan styrkist. Kaup erlendra fjárfesta á krónum. Til þess þarf traust og trúverðugleika á íslenska fjármálakerfinu sem því miður virðist langt í land að náist. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Mikið útflæði og nær ekkert innflæði á gjaldeyrismarkaðin hefur valdið því að krónan hefur fallið töluvert eftir hádegið í dag eða um 1,1% þegar þetta er skrifað hálftíma fyrir lokun markaðarins. Helsta ástæðan er að Seðlabankinn hefur ekki verið með nein inngrip á markaðinn í dag eins og áður í ár þegar þetta hefur gerst. Önnur stór ástæða fyrir gengisveikingunni í dag er að gjaldeyrir frá ferðamönnum er orðinn mun minni á markaðinum en hann var í sumar þegar ferðamannatímabilið stóð sem hæst. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka segir að sá gjaldeyrir skili sér fljótast og best inn á markaðinn og þegar hann minnkar eins og nú finni menn strax fyrir slíku. Hvað varðar vaxtalækkun Seðlabankans segir Jón Bjarki að hann telji ekki að hún eigi hér hlut að máli. Hinsvegar sé athyglisvert að aflétting á hluta af gjaldeyrishöftunum um síðustu mánaðarmót hafi ekki haft nein áhrif hvað varðar aukinn áhuga erlendra aðila á að kaupa krónur. „Þetta er allt spurning um trúverðugleika og þegar hann virðist ekki til staðar á krónan erfitt með að ná fluginu á ný," segir Jón Bjarki. „Krónan styrkist ekki að ráði að nýju nema erlendir fjárfestar fáist til að kaupa krónur." Hvað gjaldeyri ferðamannana varðar rímar minnkun hans á markaðinum við nýjar tölur frá Ferðamálastofu um fækkun á erlendum gestum um Leifsstöð í síðasta mánuði en hún nam 7,5% miðað við sama tíma í fyrra. Þar að auki er helsta ferðamannatímabilið liðið fyrir nokkru síðan. En hvað sem þessu líður er athyglisvert að skoða álit frá greiningardeild SEB bankans í Svíþjóð á afnámi hluta gjaldeyrishaftanna um síðustu mánaðarmót. Greiningin sér kauptækifæri í krónunni og mælir með kaupum henni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna. SEB spári því að aflandsgengið og skráð gengið hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 kr. fyrir evruna á fyrsta ársfjórðung. Og að gengið styrkist síðan og verði komið í 160 kr. fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Svo virðist sem fáir eða engir erlendir fjárfestar taki mikið mark á þessu áliti SEB. Allavega voru engin viðskipti með krónur á aflandsmarkaðinum fyrstu fjóra dagana í þessari viku, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Og þá komum við aftur að lykilatriðinu fyrir því að krónan styrkist. Kaup erlendra fjárfesta á krónum. Til þess þarf traust og trúverðugleika á íslenska fjármálakerfinu sem því miður virðist langt í land að náist.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira