Fréttaskýring: Minni gjaldeyrir ferðamanna fellir krónuna Friðrik Indriðson skrifar 6. nóvember 2009 15:30 Mikið útflæði og nær ekkert innflæði á gjaldeyrismarkaðin hefur valdið því að krónan hefur fallið töluvert eftir hádegið í dag eða um 1,1% þegar þetta er skrifað hálftíma fyrir lokun markaðarins. Helsta ástæðan er að Seðlabankinn hefur ekki verið með nein inngrip á markaðinn í dag eins og áður í ár þegar þetta hefur gerst. Önnur stór ástæða fyrir gengisveikingunni í dag er að gjaldeyrir frá ferðamönnum er orðinn mun minni á markaðinum en hann var í sumar þegar ferðamannatímabilið stóð sem hæst. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka segir að sá gjaldeyrir skili sér fljótast og best inn á markaðinn og þegar hann minnkar eins og nú finni menn strax fyrir slíku. Hvað varðar vaxtalækkun Seðlabankans segir Jón Bjarki að hann telji ekki að hún eigi hér hlut að máli. Hinsvegar sé athyglisvert að aflétting á hluta af gjaldeyrishöftunum um síðustu mánaðarmót hafi ekki haft nein áhrif hvað varðar aukinn áhuga erlendra aðila á að kaupa krónur. „Þetta er allt spurning um trúverðugleika og þegar hann virðist ekki til staðar á krónan erfitt með að ná fluginu á ný," segir Jón Bjarki. „Krónan styrkist ekki að ráði að nýju nema erlendir fjárfestar fáist til að kaupa krónur." Hvað gjaldeyri ferðamannana varðar rímar minnkun hans á markaðinum við nýjar tölur frá Ferðamálastofu um fækkun á erlendum gestum um Leifsstöð í síðasta mánuði en hún nam 7,5% miðað við sama tíma í fyrra. Þar að auki er helsta ferðamannatímabilið liðið fyrir nokkru síðan. En hvað sem þessu líður er athyglisvert að skoða álit frá greiningardeild SEB bankans í Svíþjóð á afnámi hluta gjaldeyrishaftanna um síðustu mánaðarmót. Greiningin sér kauptækifæri í krónunni og mælir með kaupum henni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna. SEB spári því að aflandsgengið og skráð gengið hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 kr. fyrir evruna á fyrsta ársfjórðung. Og að gengið styrkist síðan og verði komið í 160 kr. fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Svo virðist sem fáir eða engir erlendir fjárfestar taki mikið mark á þessu áliti SEB. Allavega voru engin viðskipti með krónur á aflandsmarkaðinum fyrstu fjóra dagana í þessari viku, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Og þá komum við aftur að lykilatriðinu fyrir því að krónan styrkist. Kaup erlendra fjárfesta á krónum. Til þess þarf traust og trúverðugleika á íslenska fjármálakerfinu sem því miður virðist langt í land að náist. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Sjá meira
Mikið útflæði og nær ekkert innflæði á gjaldeyrismarkaðin hefur valdið því að krónan hefur fallið töluvert eftir hádegið í dag eða um 1,1% þegar þetta er skrifað hálftíma fyrir lokun markaðarins. Helsta ástæðan er að Seðlabankinn hefur ekki verið með nein inngrip á markaðinn í dag eins og áður í ár þegar þetta hefur gerst. Önnur stór ástæða fyrir gengisveikingunni í dag er að gjaldeyrir frá ferðamönnum er orðinn mun minni á markaðinum en hann var í sumar þegar ferðamannatímabilið stóð sem hæst. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka segir að sá gjaldeyrir skili sér fljótast og best inn á markaðinn og þegar hann minnkar eins og nú finni menn strax fyrir slíku. Hvað varðar vaxtalækkun Seðlabankans segir Jón Bjarki að hann telji ekki að hún eigi hér hlut að máli. Hinsvegar sé athyglisvert að aflétting á hluta af gjaldeyrishöftunum um síðustu mánaðarmót hafi ekki haft nein áhrif hvað varðar aukinn áhuga erlendra aðila á að kaupa krónur. „Þetta er allt spurning um trúverðugleika og þegar hann virðist ekki til staðar á krónan erfitt með að ná fluginu á ný," segir Jón Bjarki. „Krónan styrkist ekki að ráði að nýju nema erlendir fjárfestar fáist til að kaupa krónur." Hvað gjaldeyri ferðamannana varðar rímar minnkun hans á markaðinum við nýjar tölur frá Ferðamálastofu um fækkun á erlendum gestum um Leifsstöð í síðasta mánuði en hún nam 7,5% miðað við sama tíma í fyrra. Þar að auki er helsta ferðamannatímabilið liðið fyrir nokkru síðan. En hvað sem þessu líður er athyglisvert að skoða álit frá greiningardeild SEB bankans í Svíþjóð á afnámi hluta gjaldeyrishaftanna um síðustu mánaðarmót. Greiningin sér kauptækifæri í krónunni og mælir með kaupum henni á núverandi aflandsgengi sem er í kringum 210 kr. fyrir evruna. SEB spári því að aflandsgengið og skráð gengið hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 kr. fyrir evruna á fyrsta ársfjórðung. Og að gengið styrkist síðan og verði komið í 160 kr. fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Svo virðist sem fáir eða engir erlendir fjárfestar taki mikið mark á þessu áliti SEB. Allavega voru engin viðskipti með krónur á aflandsmarkaðinum fyrstu fjóra dagana í þessari viku, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Og þá komum við aftur að lykilatriðinu fyrir því að krónan styrkist. Kaup erlendra fjárfesta á krónum. Til þess þarf traust og trúverðugleika á íslenska fjármálakerfinu sem því miður virðist langt í land að náist.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun