Viðskipti innlent

Krónan í frjálsu falli, gengisvísitalan yfir 240 stig

Gengi krónunnar hefur verið í frjálsu falli eftir hádegið og er gengisvístalan nú komin í 240,4 stig sem er hæsta gildi hennar á árinu. Veiking krónunnar í dag nemur 1,2%.

Gengisvísitalan náði hæst á árinu áður í ágúst er hún fór í 239,5 stig. Hæsta gengi hennar varð hinsvegar í hruninu í fyrra er hún fór í rúmt 251 stig.

Evran er komin í tæpar 188 kr., dollarinn í rúmar 126 kr., pundið í 209 kr. og danska krónan er rúmlega 25 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×