Viðskipti innlent

Seðlabankinn setti evrur fyrir hálfan milljarð á markaðinn

Seðlabanki Íslands greip til viðamikilla inngripa á gjaldeyrismarkaðinn núna undir lokun hans í dag. Alls setti bankinn 3 milljónir evra á markaðinn eða rúmlega 540 milljónir kr.

Við þetta snérist veiking krónunnar upp á 1,1% við yfir í styrkingu upp á 0,1%. Gengisvístalan endaði daginn í 237,5 stigum en hún fór hæst í dag í 240,4 stig.

Við lok dagsins kostar dollarinn 124,7 kr., pundið er í tæpum 207 kr., evran í 185,5 kr. og danska krónan féll rétt undir 25 kr.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×