Gjaldeyrisforða má nota í gróðaskyni 7. nóvember 2009 06:30 Íslendingar þurfa gjaldeyrisvaraforða til að geta staðið við afborganir erlendra lána til ríkissjóðs og stundað hófleg inngrip á gjaldeyrismarkaði. „Það hefur ekkert upp á sig að hlaða upp gjaldeyrisforða þegar vel árar ef fólk heykist á að nota hann á úrslitastundu. Hið opinbera getur haft lengri sjóndeildarhring en einkageirinn og því getur hann tekið stöðu með eða á móti eigin gjaldmiðli, jafnað sveiflur og grætt á öllu saman," segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már var aðalræðumaður á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær. Hann ræddi um stöðu efnahagsmála, þar á meðal gjaldeyrishöft í skugga fjármálahrunsins. Hann benti á að einn af lærdómum fjármálakreppunnar sé að rétt beiting gjaldeyrisforða geti skipt sköpum hvað snerti varðveislu peningalegs og fjármálalegs stöðugleika við erfiðar aðstæður. Hann benti á að Ástralar hefðu nýtt gjaldeyrisvaraforða sinn með árangursríkum hætti. Þá benti Már á að ekki mætti verja gengið gegnum þykkt og þunnt. Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkað um þessar mundir miðuðu að því að draga úr óstöðugleika gengisins og koma í veg fyrir „spírala gengislækkunar". Hann sagði mjög hafa dregið úr inngripum bankans á gjaldeyrismarkaði. Bankinn hafi fram til þessa notað átta milljónir evra, jafnvirði tæpra fimmtán milljarða króna á gengi gærdagsins. Krónan féll nokkuð fram eftir degi í gær. Gengisvísitalan rauf 240 stiga múrinn og hafði krónan ekki verið veikari á árinu. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að Seðlabankinn hafi gripið í taumana og selt þrjár milljónir evra, tæpar 560 milljónir króna, fyrir krónur með þeim árangri að veikingin gekk að hluta til baka. Gengið endaði þó í rúmum 237 stigum, sem er með því veikara á árinu. Í nýrri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að gengi evrunnar liggi nálægt núverandi gengi. Ein evra kostaði í gær 186 krónur. Horft er til þess að gengið styrkist á næstu þremur árum og kunni evran að lækka við það niður í 170 krónur. jonab@frettabladid.is Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
„Það hefur ekkert upp á sig að hlaða upp gjaldeyrisforða þegar vel árar ef fólk heykist á að nota hann á úrslitastundu. Hið opinbera getur haft lengri sjóndeildarhring en einkageirinn og því getur hann tekið stöðu með eða á móti eigin gjaldmiðli, jafnað sveiflur og grætt á öllu saman," segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már var aðalræðumaður á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær. Hann ræddi um stöðu efnahagsmála, þar á meðal gjaldeyrishöft í skugga fjármálahrunsins. Hann benti á að einn af lærdómum fjármálakreppunnar sé að rétt beiting gjaldeyrisforða geti skipt sköpum hvað snerti varðveislu peningalegs og fjármálalegs stöðugleika við erfiðar aðstæður. Hann benti á að Ástralar hefðu nýtt gjaldeyrisvaraforða sinn með árangursríkum hætti. Þá benti Már á að ekki mætti verja gengið gegnum þykkt og þunnt. Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkað um þessar mundir miðuðu að því að draga úr óstöðugleika gengisins og koma í veg fyrir „spírala gengislækkunar". Hann sagði mjög hafa dregið úr inngripum bankans á gjaldeyrismarkaði. Bankinn hafi fram til þessa notað átta milljónir evra, jafnvirði tæpra fimmtán milljarða króna á gengi gærdagsins. Krónan féll nokkuð fram eftir degi í gær. Gengisvísitalan rauf 240 stiga múrinn og hafði krónan ekki verið veikari á árinu. Hagfræðideild Landsbankans bendir á að Seðlabankinn hafi gripið í taumana og selt þrjár milljónir evra, tæpar 560 milljónir króna, fyrir krónur með þeim árangri að veikingin gekk að hluta til baka. Gengið endaði þó í rúmum 237 stigum, sem er með því veikara á árinu. Í nýrri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að gengi evrunnar liggi nálægt núverandi gengi. Ein evra kostaði í gær 186 krónur. Horft er til þess að gengið styrkist á næstu þremur árum og kunni evran að lækka við það niður í 170 krónur. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent