Tívólí skiptir út Carlsberg fyrir Royal Unibrew 9. nóvember 2009 09:57 Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Unibrew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hluthafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega 20% hlut í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Breytingin tekur gildi frá og með áramótum og segir í frétt um málið á börsen.dk að í framtíðinni verði gestum í Tívólí boðið upp á Royal bjórtegundir, Pepsi, Faxe Kondi, Heineken, Nikoline og Egekilde. Um samning til fimm ára er að ræða. Lars Liebst forstjóri Tívolí segir að hann sé ánægður með þessi skipti. Samtímis verður Royal Unibrew kostunaraðili fyrir tónleikaröðina Fredagsrock en þar er um 20 tónleika að ræða á hverju ári og samtals sækja um hálf milljón gesta hana. "Tívolí er eitt sterkasta vörumerki Danmerkur og þetta er því samstarf sem við erum mjög stolt af," segir Hans Savonije forstjóri Norður-Evrópudeildar Royal Unibrew í samtali við börsen.dk. "Þetta gefur okkur einstakt tækifæri til að styrkja markaðsstöðu okkar á höfuðborgarsvæðinu." Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Unibrew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hluthafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega 20% hlut í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Breytingin tekur gildi frá og með áramótum og segir í frétt um málið á börsen.dk að í framtíðinni verði gestum í Tívólí boðið upp á Royal bjórtegundir, Pepsi, Faxe Kondi, Heineken, Nikoline og Egekilde. Um samning til fimm ára er að ræða. Lars Liebst forstjóri Tívolí segir að hann sé ánægður með þessi skipti. Samtímis verður Royal Unibrew kostunaraðili fyrir tónleikaröðina Fredagsrock en þar er um 20 tónleika að ræða á hverju ári og samtals sækja um hálf milljón gesta hana. "Tívolí er eitt sterkasta vörumerki Danmerkur og þetta er því samstarf sem við erum mjög stolt af," segir Hans Savonije forstjóri Norður-Evrópudeildar Royal Unibrew í samtali við börsen.dk. "Þetta gefur okkur einstakt tækifæri til að styrkja markaðsstöðu okkar á höfuðborgarsvæðinu."
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira