Viðskipti innlent

Kroll leitar að týnda skuldabréfinu

Skilanefnd Glitnis hefur fengið fjármálarannsóknafyrirtækið Kroll til þess að hafa upp á týndu skuldabréfi upp á 140 milljarða króna en frá málinu var greint á föstudaginn. Breska blaðið Telegraph segir frá málinu í dag en Kroll er þekkt fyrir að hafa reynt að rekja slóð þeirra fjármuna sem Saddam Hussein forseti Íraks dró sér og faldi á erlendum reikningum.

Blaðið segir einnig að finnist peningarnir gæti það þýtt minni heimtur fyrir bresk sveitarfélög sem áttu innistæður í Glitni.

Enn hefur ekki verið greint frá því hver skuldarinn er, en blaðið segir að um einstakling sé að ræða sem verið hafi í miklum viðskiptum við Royal Bank of Scotland. Kroll hefur áður unnið fyrir Glitni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×