Fleiri fréttir

Ölreikningur til IBM eftir að netþjónabú sló út

Rafmagnsleysi hjá einu netþjónabúi IBM í Bröndby í Danmörku í nótt hefur valdið verulegu tekjutapi hjá Carlsberg bruggverksmiðjunum. Ætlar Carlsberg af þessum sökum að krefja IBM um skaðabætur.

Hluthafafundur Atorku fjallar um nauðasamninga

Stjórn Atorku Group hf. boðar til hluthafafundar félagsins miðvikudaginn 21. október 2009 kl. 10:00 á Hótel Hilton Nordica. Þar verður m.a. fjallað um nauðasamninga sem framundan eru hjá félaginu.

Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni

Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%.

Hagstæðari skattar fyrir nýsköpunarfyrirtæki

Stjórnvöld hyggjast styðja við þróunar- og nýsköpunarfyrirtæki í landinu með hagstæðara skattaumhverfi. Í því augnamiði kynnti fjármálaráðherra frumvarp á ríkisstjórnarfundi í gær.

Leigusamningum fjölgaði um 55% milli ára

Í heild hefur leigusamningum fjölgað um 55% í ár m.v. árið í fyrra. Þessi aukning er í takt við þá þróun sem hefur verið á árinu og lýsir hún aukinni sókn í leiguhúsnæði.

JPMorgan skilar mjög góðu uppgjöri

JPMorgan Chase & Co bankinn skilaði mjög góðu uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. Mun betra en flestir sérfræðingar áttu von á.

Lyfjarisinn GlaxoSmithKline í verulegum vandræðum

Breski lyfjarisinn GlaxoSmithkKline (GSK) er í verulegum vandræðum eftir að dómstóll í Pennsylvaníu dæmdi móður skaðabætur frá GSK upp á 2,5 milljónir dollara. Móðirin hafði fætt barn með hjartagalla eftir að hafa notað þunglyndislyfið Paxil meðan á meðgöngunni stóð.

Ford innkallar 4,5 milljónir bíla

Bílaframleiðandinn Ford hefur innkallað 4,5 milljónir bíla og vill fá þá á verkstæði til að gera við gallaðan hnapp í mælaborði þeirra. Vegna hnappsins er hætta á að eldur kvikni í bílunum, jafnvel þegar þeir eru ekki í gangi.

David Sullivan í viðræðum um kaup á West Ham

David Sullivan hefur átt óformlegar viðræður við CB Holding um kaup á enska úrvalsdeildarliðinu West Ham að því er segir í frétt í blaðinu Evening Standard. Sullivan er einn af fyrrum eigendum Birmingham liðsins.

Afli íslenskra skipa jókst um 18,5% milli mánaða

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 18,5% meiri en í september 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 6,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði.

Atvinnuleysi 6% á þriðja ársfjórðungi

Á þriðja ársfjórðungi 2009 voru að meðaltali 10.900 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 6,5% hjá körlum og 5,4% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 12,3%.

Risabónusar bíða eftir strákunum á Wall Street

Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja.

Góðar hagtölur frá Kína og dollar hækka olíuverðið

Heimsmarkaðsverð á olíu fór í morgun yfir 75 dollara á tunnuna en þetta er hæsta verð á olíu hingað til í ár. Það eru góðar hagtölur frá Kína og áframhaldandi veiking dollarans sem valda olíuverðhækkunum í augnablikinu.

Sérsveit lögreglu í skipulögðum glæpum rannsakar JJB Sports

Sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organised Crime Agency eða SOCA) er nú að kanna mál fyrrum yfirmanna íþróttavörukeðunnar JJB Sports. Rannsókin beinist meðal annars að Chris Ronnie fyrrum viðskiptafélaga Existu í Bretlandi.

Danir dæla peningum inn á bankareikninga

Danir leggja peninga inn á bankareikninga nú sem aldrei fyrr. Á einu ári hafa innistæður danskra heimila í bönkunum aukist úr 690 í 741 milljarð danskra króna, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten.

Bakkavör lækkaði um 21,2%

Bakkavör lækkaði um 21,5% í kauphöllinni í dag og Icelandair lækkaði um 18,2%. Í báðum tilvikum var um viðskipti upp á ca. 1,5 milljón kr. að ræða.

FME sektar RUV og fleiri fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað RUV, RARIK, Byggðastofnun og fleiri fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Öllum málunum hefur lokið með sátt þar sem viðkomandi aðilar féllust á að greiða sektir sem nema á bilinu 400.000 til 800.000 kr.

Verulegur verðmunur á dekkjaskiptum

Allt að 5.000 króna verðmunur er á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu dekkja á jeppa með sautján tommu álfelgum (t.d. Mitsubishi Pajero), sem er 67% verðmunur. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 49 þjónustuaðilum víðsvegar á landinu í gær.

Stjórn Landsvaka áfrýjar dómi vegna Peningabréfa

Stjórn Landsvaka hf. ákvað á fundi sínum í dag að áfrýja dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málum er varða málefni fjárfestingarsjóðsins Peningabréf Landsbankans ISK til Hæstaréttar.

Ferðaþjónusta fær 170 milljónir í markaðsátak

Starfshópur sem í sátu fulltrúar Ferðamálastofu, Útflutningsráðs og Höfuðborgarstofu hefur farið yfir umsóknir um samstarfsverkefni til markaðssetningar Íslands á tímabilinu október 2009 til mars 2010.

Tilboðum tekið í ríkisvíxla fyrir tæpa 33 milljarða

Alls bárust 86 gild tilboð í ríkisvíxla í flokknum RIKV 10 0215 að fjárhæð tæplega 46 milljarða kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 32.8 milljarða kr. að nafnverði á verðinu 97,178 (flatir vextir 8,50%).

Alvogen Group byggir upp starfsemi á Íslandi

Samheitalyfjafyrirtækið Alvogen Group ætlar að byggja upp hluta starfsemi sinnar á Íslandi, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Félag í eigu Róberts Wessman, fyrrum forstjóra Actavis, á ráðandi hlut í Alvogen.

Íslandsbanki tjáir sig ekki um orð Jón Geralds

Íslandsbanki kveðst bundinn trúnaði um samskipti við Jón Gerald Sullenberger og geti því ekki tjáð sig um þá fullyrðingu Jóns að bankinn hafi hafnað viðskiptum við lágvöruverðsverlsun hans á þeim forsendum að fyrirhuguð álagning væri of lág.

Greining: Spáir 9% ársverðbólgu í þessum mánuði

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,5% í október. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 10,8% í 9%, enda dettur þá út úr 12 mánaða taktinum október á síðasta ári.

Atvinnulausum erlendum ríkisborgurum fjölgar á ný

Eftir að hafa fækkað samfellt fimm mánuði í röð fjölgaði erlendum ríkisborgurum sem eru án atvinnu í september. Í lok september voru alls 1.717 erlendir ríkisborgarar án atvinnu sem jafngildir um 12,5% allra á atvinnuleysisskrá.

Skráðum íbúðum fækkaði um 85% milli ára

Fjöldi fokheldra og fullbúinna skráðra íbúða á Íslandi í byrjun október árið 2009 var 129.824 Um áramótin 2008-2009 var fjöldi skráðra íbúða á Íslandi 129.366. Hefur því skráningum fjölgað um 458 áramótunum 2008-2009 til byrjun október 2009. Til samanburðar fjölgaði skráningum frá áramótum 2007-2008 til október 2008 um 2.896. Hlutfallslega hefur skráningum því fækkað um 85% á milli þessara tímabila.

Norsk stjórnvöld ganga á olíusjóðinn

Norsk stjórnvöld ætla að ganga á olíusjóðinn í meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Ætlunin er að dæla olíupeningunum út í ýmis samfélagsverkefni því að atvinnuleysið er enn að aukast frá þeim 3% sem það stendur nú í.

Halvorsen: Okkur er mikið í mun að hjálpa Íslandi

Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs ræddi málefni Íslands m.a. í fjárlagaræðu sinni á norska Stórþinginu. Halvorsen segir að Norðmönnum sé mikið í mun að hjálpa Íslandi í þeim þrengingum sem íslenska þjóðin gengur í gegnum.

Ísland er grænasta landið fyrir netþjónabú

Ísland er efst á lista yfir staði sem taldir eru þeir „grænustu" hvað varðar staðsetningar og rekstur á netþjónabúum og gagnasetrum. Listinn var tekinn saman af Ronald Bowman forstjóra Tishman Technologies.

Álverðið aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið

Heimsmarkaðsverð á áli er aftur að nálgast 2.000 dollara á tonnið eftir miklar sveiflur á markaðinum í London (London Metal Exchange) undanfarinn mánuð. Í morgun var verðið komið í rétt tæpa 1.950 dollara m.v. þriggja mánaða framvirka samninga.

Dagvöruverslun dróst saman um 4,4% í september

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 4,3% á föstu verðlagi í september miðað við sama mánuð í fyrra en jókst um 13,3% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í september 4,4% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 18,4% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Um 90% fást upp í Icesave skuldbindingarnar

Allt bendir til þess að níutíu prósent fáist upp í Icesaveskuldbindingar Íslands miðað við uppgjör milli gamla og nýja bankans sem gert var um helgina. Um 75 milljarðar króna falla þá á íslensku þjóðina auk vaxta.

Rólegur dagur í kauphöllinni

Dagurinn var mjög rólegur í kauphöllinni og er OMX16 úrvalsvísitalan nær óbreytt frá því á föstudag í rúmum 810 stigum.

Havila Shipping lýkur kaupum á íslenskum skuldabréfum

Norska skipafélagið Havila Shipping hefur lokið kaupum á íslenskum skuldabréfum sem voru gefin út 2005 og áttu að koma til borgunar á næsta ári. Skuldabréfin voru skráð í kauphöllinni og námu 250 milljónum norskra kr. eða ríflega 5 milljörðum kr.

Makrílstríð í uppsiglingu milli Noregs og ESB

Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að í uppsiglingu sé makrílstríð milli Noregs og Evrópusambandsins. LÍÚ fjallar um málið á vefsíðu sinni og vitnar til formanns systursamtaka sinna í Noregi.

Þráðlausir peningar eru handan við hornið

Víða erlendis er að ryðja sér til rúms tækni þar sem farsímar virka sem greiðslukort, bankareikningar og seðlar. Það verður sum sé hægt að borga fyrir innkaup og reikninga með því að ýta á einn takka á farsímanum.

VÍ: Óskynsamlegt að kollsteypa lífeyrissjóðakerfinu

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) segir að það væri óskynsamlegt að leggja í illa ígrundaðar kollsteypur á lífeyrissjóðakerfinu þrátt fyrir þær miklu þrengingar sem nú standa yfir. Engu að síður er mjög mikilvægt að kanna alla fleti þess að lífeyrissjóðirnir verði nýttir til að efla viðnám hagkerfisins, án þess að langtímahagsmunum þjóðarinnar sé ógnað.

Sjá næstu 50 fréttir