Viðskipti innlent

Skráðum íbúðum fækkaði um 85% milli ára

Fjöldi fokheldra og fullbúinna skráðra íbúða á Íslandi í byrjun október árið 2009 var 129.824 Um áramótin 2008-2009 var fjöldi skráðra íbúða á Íslandi 129.366. Hefur því skráningum fjölgað um 458 áramótunum 2008-2009 til byrjun október 2009. Til samanburðar fjölgaði skráningum frá áramótum 2007-2008 til október 2008 um 2.896. Hlutfallslega hefur skráningum því fækkað um 85% á milli þessara tímabila.

Þessar upplýsingar koma fram á vefsíðu Fasteignaskrár. Þar segir að fjöldi fokheldra og fullbúinna skráðra íbúða á Íslandi í byrjun október árið 2009 skiptist þannig milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar að fjöldi íbúða á höfuðborgarsvæðinu er 79.767 og 50.057 íbúðir utan þess.

Frá áramótum 2008-2009 til byrjun október 2009 hefur skráðum íbúðum fjölgað um 263 á höfuðborgarsvæðinu og 195 utan höfuðborgarsvæðisins.

Fjöldi fokheldra og fullbúinna skráðra íbúða á Íslandi í byrjun ársins 2008 var 125.683. Um október 2008 var fjöldi skráðra íbúða á Íslandi 128.579. Fjölgaði því skráningum frá áramótunum 2007-2008 til byrjun október 2008 um 2.896

Fjöldi fokheldra og fullbúinna skráðra íbúða á Íslandi í byrjun október árið 2008 skiptist þannig milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar að fjöldi íbúða á höfuðborgarsvæðinu var 79.040 og 49.539 íbúðir utan þess.

Frá áramótum 2007-2008 til byrjun október 2008 hafði íbúðum fokeldum og fullbúnum fjölgað um 1.504 á höfuðborgarsvæðinu og um 1.392 utan höfuðborgarsvæðisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×