Fleiri fréttir

Ekki búið að yfirheyra Ólaf Ólafsson

Húsleit fór fram á heimilum fyrrverandi stjórnenda Kaupþings og í bankanum á vegum sérstaks sakskóknara í tengslum við rannsókn á kaupum eignarhaldsfélags sjeiksins Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Ólafur Ólafsson, sem var um tíma annar stærsti eigandi Kaupþings og hafði milligöngu um viðskiptin, hefur ekki verið yfirheyrður.

Kaupþing á Mön tekið til gjaldþrotaskipta

Útibú Singer & Friedlander, banka Kaupþings á eyjunni Mön, verðu tekið til gjaldþrotaskipta eftir að innistæðueigendur höfnuðu samningi um endurgreiðslur á innistæðum sínum í kosningum í gær.

Atlantic Petroleum skilar 367 milljónum í hagnað

Atlantic Petroleum skilaði 367 milljónum kr. í hagnað á fyrsta ársfjórðungi eftir skatta. E þetta mikill viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra er tap félagsins nam 830 milljónum kr.

VBS greiðir 1,5 milljón í sátt við FME

VBS fjárfestingarbanki hefur gert sátt við Fjármálaeftirlitið (FME) í máli er verðar tilkynningu á innherjalista frá því s.l. haust. FME mat að fjárhæð sáttarinnar væri hæfilega ákveðin 1,5 milljón kr.

British Airways þarf að segja upp starfsfólki

Talsmenn British Airways flugfélagsins gera ráð fyrir að þeir þurfi að segja upp starfsfólki til að takast á við tap félagsins á liðnu ári. Þá tilkynntu þeir í dag að langt væri í að fyrirhugaður samruni við spænska Iberia flugfélagið væri langt því frá lokið.

Húsleit hjá Samskipum

Einn af þeim 12 stöðum sem Sérstakur saksóknari gerði húsleit á í dag og á þriðjudag er Samskip, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá greinir RÚV frá því að annað félagið sé Kjalar, en fréttastofa hefur ekki fengið það staðfest. Bæði félögin eru tengd Ólafi Ólafssyni fjárfesti.

Icelandair hækkaði um 5%

Icelandair hækkaði um 5% í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,7% og stendur í tæpum 260 stigum.

Byr býður tvær lausnir vegna gengislána

Þeir einstaklingar í viðskiptum við Byr sparisjóð sem tekið hafa erlend lán með veði í fasteign geta nú leitað eftir lækkun á greiðslubyrði, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma.

Rannsóknin snýr að 25 milljarða kaupum Al-Thani

Rannsókn sérstaks saksóknarar sem greint er frá hér á síðunni og leitt hefur af sér tug af húsleitum snýst um 25 milljarða kr. kaup Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani frá Qatar á 5% hlut í Kaupþingi. Kaupin áttu sér stað skömmu fyrir fall Kaupþings s.l. haust og hafa töluverðir eftirmálar orðið síðan.

Tíu húsleitir á vegum sérstaks saksóknara

Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf á 5,01% hlut í Kaupþing banka fóru fram húsleitir á tíu stöðum í dag og síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur.

Segir spákaupmenn keyra upp olíuverðið

Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí.

Stuttermabolur með þremur úlfum sá mest seldi á Amazon

Söluauknin á stuttermabol með þremur úlfum, Three Wolf Moon, á vefsíðunni amazon.com jarðar við geðveiki að sögn BBC. Söluaukningin í maí er 2.300% og er þetta mesta selda varan í sínum flokki á vefsíðunni.

Vonar að önnur greiðsla AGS komi á næstu vikum

Fjármálaráðherra segist vona að næsti hluti lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) verði greiddur á næstu vikum. Sendinefnd frá sjóðnum er stödd hér á landi að eigin ósk til að funda með íslenskum ráðamönnum.

Skipað að nýju í stjórnir Portusar og Situsar

Austurhöfn-TR, sem er félag í eigu ríkis og borgar um byggingu Tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn, hefur í samráði við eigendur sína skipað nýjar stjórnir í eignarhaldsfélaginu Portusi og systurfélagi þess, Situsi, sem orðin eru dótturfélög Austurhafnar-TR eftir að félagið yfirtók verkefnið.

Rólegur dagur í kauphöllinni

Það stefnir í rólegan dag í kauphöllinni í dag. Aðeins þrjú félög á hreyfingu í lítilli veltu. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,3% og stendur í tæpum 259 stigum.

Gjaldeyrishöft hjá fleiri löndum en Íslandi

Gjaldeyrishöft eru við lýði hjá fleiri löndum en Íslandi. Þau eru einnig til staðar í Nígeríu og Úkraníu. Og nokkur lönd til viðbótar eru að íhuga gjaldeyrishöft.

Álverðið tekur dýfu á markaðinum í London

Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið dýfu á markaðinum í London undanfarna tvo dag. Í morgun var verðið komið niður í 1.465 dollara fyrir tonnið í framvirkum þriggja mánaða samningum.

Unnið að endurfjármögnun á D´Angleterre

Nordic Partners, eigandi D´Angleterre og fleiri staða í Kaupmannahöfn, vinnur nú að endurfjármögnun á hótelinu. Jafnframt hefur veitingastaðanum Le Coq Rouge á Kong Frederik hótelinu verið lokað vegna tapreksturs.

Ókeypis viagra handa atvinnulausum

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer ætlar að leggja sitt af mörkum til að lina þjáningar fólk í fjármálakreppunni. Pfizer ætlar að dreifa 70 ólíkum lyfjum, þar á meðal viagra, til þeirra sem eru atvinnulausir í Bandaríkjunum.

Greenspan segir enn hættur í hagkerfinu

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, segir að alheimskreppan sé ekki komin á enda og að stærstu bankar í Bandaríkjunum verði að safna miklu fé áður en að efnahagsbatinn getur byrjað. Greenspan segir jafnframt að jafnvægi þurfi að komast á húsnæðismarkaðinn.

Enn hækkar gull gagnvart bandaríkjadal

Gull hefur hækkað í verði og er komið í 950 dali únsan í fyrsta sinn í tvo mánuði, en bandaríkjadalur hefur jafnframt verið að falla í verði gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gull hefur hækkað um 6,7% gagnvart bandaríkjadal í þessum mánuði og er skýringin sú að fjárfestar kaupa málminn til að verja sig gegn verðbólgu og lágu gengi.

S&P segir horfur í Bretlandi neikvæðar

Breska ríkið er nálægt því að tapa AAA lánshæfismati sínu eftir að Standard & Poors breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er verri staða ríkisfjármála en jafnframt pólitískur óstöðugleiki og óeining um það hvernig eigi að bregðast við í ríkisfjármálum.

Munur á gengi krónunnar innan- og utanlands hefur minnkað

Munurinn á gengi íslensku krónunnar á innlendum gjaldeyrismarkaði og aflandsmarkaði hefur minnkað aftur eftir að hafa aukist fyrstu mánuði ársins og voru viðskipti með krónuna á genginu 200-201 gagnvart evru á aflandsmarkaðinum, eða á u.þ.b. 23% lægra gengi en á innlendum gjaldeyrismarkaði.

Byggingarkostnaður eykst meðan íbúðaverð lækkar

Alger umsnúningur hefur orðið á tengslunum milli íbúðaverðs og byggingarkostnaðar á undanförnum 18 mánuðum. Byggingarkostnaðurinn hefur aukist um 33% á meðan íbúðaverð hefur lækkað um 12% á þessu tímabili.

Tveir í peningastefnunefnd vildu 3% stýrivaxtalækkun

Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildu 3% stýrivaxtalækkun þegar ákvörðun um stýrivexti var tekin fyrr í maí Í fundargerð peningastefnunefndar sem hefur verið gerð opinber á vef bankans kemur fram að nefndin hafi fjallað um stýrivaxtalækkun á bilinu 1,5-3,5 prósentur.

Nordea mælir með sölu á Atlantic Petroleum

Atlantic Petroleum birtir uppgjör sitt yfir fyrsta ársfjórðung fyrir opnun markaða á föstudagsmorgun. Nordea bankinn hefur uppfært verðmat sitt á hlutnum í félaginu úr 315 dkr. í 330 dkr.í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en mælir samt með sölu. Ástæðan eru áhyggjur af skuldastöðu félagsins.

Spáir rétt rúmlega 11% ársverðbólgu í maí

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða í maí. Lækkar þá tólf mánaða verðbólga niður í 11,1% samanborið við 11,9% í apríl.

Enginn arður greiddur hluthöfum Bakkavarar

Stjórn Bakkavör Group hf. gerir að tillögu sinni að aðalfundur félagsins haldinn 20. maí 2009, samþykki að ekki verði greiddur arður til hluthafa. Tap félagsins að fjárhæð 153.872 þúsund sterlingspund verði fært til lækkunar á eigin fé félagsins.

Fimmta vaxtalækkun Nýja Kaupþings á þessu ári

Nýja Kaupþing hefur ákveðið að lækka útlánsvexti um 1 til 1,5 prósentustig frá og með 21. maí. Innlánsvextir lækka á bilinu 0,75- 3 prósentustig. Lækkunin tekur bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra inn- og útlána.

Krónan veikist áfram, pundið í 200 krónur

Gengi krónunnar hefur veikst um rúmlega 1,3% í dag og kemur sú veiking í kjölfar um 2% falls fyrr í vikunni. Breska pundið kostar nú rétt tæpar 200 kr. eða 199,9 kr.

Ásmundur fær ekki borgað fyrir stjórnarformennskuna

Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, þiggur ekki laun fyrir að gegna stjórnarformennsku í eignaumsýslufélögum Landsbankans en tilkynnt var um stofnun þeirra í gær. Dótturfélög bankans, Reginn ehf, og Eignarhaldsfélagið Vestia fara annars vegar með eignarhald bankans á fasteignum og hinsvegar með eignarhald Landsbankans á hlutaféi annara rekstrarfélaga.

Sjá næstu 50 fréttir